Að eðlisfari erum við mis hrifnæm og því misjafn hversu fljótt við sleppum okkur á vald hrifningar eða ástar. Í síðustu viku spurðu Makamál lesendur Vísis að þessu: Ef þú og maki vinar þíns eða vinkonu yrðuð ástfangin, hvað myndir þú gera?
Alls tóku tæplega 1700 manns þátt í könnuninni og svaraði meirihluti því að þeir myndu taka vináttuna fram yfir ástina. Þó voru það 30% sem sögðust ekki vera viss. Það getur verið erfitt að setja sig í þessi spor fyrirfram því vináttan er okkur flestum eitt af því dýrmætara sem við eigum og því sú staða að verða ástfangin af maka vinar eða vinkonu óbærileg.
Þegar kemur að ástinni getur þó allt gerst.
*Niðurstöður
Taka vináttuna fram yfir ástina - 58%
Láta reyna á ástina - 12%
Er ekki viss - 30%
Umsjónamaður Makamála mætti í Brennsluna á FM957 og ræddi niðurstöðurnar ásamt því að kynna til leiks nýja Spurningu vikunnar. Hægt er að hlusta á líflegar umræður hér fyrir neðan.
*Tekið skal fram að niðurstöður byggjast eingöngu á svörum lesenda Vísis og því ekki hægt að alhæfa um niðurstöður. Kannanir Makamála eru ætlaðar til skemmtunar og til að vekja umræðu og athygli á ýmsum málefnum.