Ánamaðkaverksmiðja í Árborg Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. desember 2020 12:19 Sigurjón fær næsta haust um eina milljóna af ánamöðkum frá Austurríki, sem munu fjölga sér hratt og verða ánamaðkarnir orðnir sex til átta milljónir á tiltölulega stuttum tíma. Aðsend Ein milljón ánamaðka frá Austurríki verða fluttir inn til landsins á nýju ári en ánamaðkarnir munu fara til starfa í Árborg við framleiðslu á áburði úr lífrænum úrgangi á bænum Borg. Það er Sigurjón Vidalín Guðmundsson, sem býr á Selfossi sem er að fara að flytja ánamaðkana inn til landsins með leyfi Umhverfisstofnunar. Ánamaðkarnir fara á jörðina Borg, sem er á milli Eyrarbakka og Stokkseyri og vinna sína vinnu þar en Sigurjón hefur fengið leigða 14 hektara spildu af Sveitarfélaginu Árborg á Borg. „Þessi aðferð að framleiða áburð með hjálp ánamaðka, sem nýtist svo í alla lífræna ræktun fannst mér upplögð og gott innlegg í þetta hringrásarhagkerfi, sem við erum að reyna að færast nær og það er líka mikil vöntun á svona áburði fyrir lífræna ræktendur,“ segir Sigurjón. Sigurjón Vidalín Guðmundsson, ánamaðkasérfræðingur, sem ætlar sér að koma upp ánamaðkaverksmiðju á bænum Borg í Sveitarfélaginu Árborg.Aðsend Sigurjón er í samstarfi við aðila í Austurríki, sem útvega honum ánamaðkana og þá þekkingu og þjálfun, sem til þarf til að setja upp ánamaðka fyrirtæki eins og Sigurjón er að gera. „Ánamaðkarnir sjá um að éta lífræna úrganginn, sem þeim er gefin og skila honum frá sér sem áburði. Ég fæ að flytja inn eina milljón maðka og þeir þurfa síðan að fjölga sér upp í sex til átta milljónir og það mun gerast á fyrsta árinu þannig að eftir fyrsta árið er vinnslan komin á hámarksafköst,“ segir Sigurjón. Sigurjón vonast til að ánamaðkarnir komi til landsins næsta haust. Þeir verða í 20 – 25 metra löngum kössum, sem eru um 1 meter að dýpt í einangruðum bogahúsum með rafmagni, vatni og hita í verksmiðjunni hans á Borg. Í kössunum halda ormarnir sig nærri yfirborðinu og matast á lífræna úrganginum. Ánamaðkarnir verða í einangruðum kössum en hver þeirra verður um 20 til 25 metrar að lengd.Aðsend Árborg Landbúnaður Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Niceair aflýsir jómfrúarfluginu „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Sjá meira
Það er Sigurjón Vidalín Guðmundsson, sem býr á Selfossi sem er að fara að flytja ánamaðkana inn til landsins með leyfi Umhverfisstofnunar. Ánamaðkarnir fara á jörðina Borg, sem er á milli Eyrarbakka og Stokkseyri og vinna sína vinnu þar en Sigurjón hefur fengið leigða 14 hektara spildu af Sveitarfélaginu Árborg á Borg. „Þessi aðferð að framleiða áburð með hjálp ánamaðka, sem nýtist svo í alla lífræna ræktun fannst mér upplögð og gott innlegg í þetta hringrásarhagkerfi, sem við erum að reyna að færast nær og það er líka mikil vöntun á svona áburði fyrir lífræna ræktendur,“ segir Sigurjón. Sigurjón Vidalín Guðmundsson, ánamaðkasérfræðingur, sem ætlar sér að koma upp ánamaðkaverksmiðju á bænum Borg í Sveitarfélaginu Árborg.Aðsend Sigurjón er í samstarfi við aðila í Austurríki, sem útvega honum ánamaðkana og þá þekkingu og þjálfun, sem til þarf til að setja upp ánamaðka fyrirtæki eins og Sigurjón er að gera. „Ánamaðkarnir sjá um að éta lífræna úrganginn, sem þeim er gefin og skila honum frá sér sem áburði. Ég fæ að flytja inn eina milljón maðka og þeir þurfa síðan að fjölga sér upp í sex til átta milljónir og það mun gerast á fyrsta árinu þannig að eftir fyrsta árið er vinnslan komin á hámarksafköst,“ segir Sigurjón. Sigurjón vonast til að ánamaðkarnir komi til landsins næsta haust. Þeir verða í 20 – 25 metra löngum kössum, sem eru um 1 meter að dýpt í einangruðum bogahúsum með rafmagni, vatni og hita í verksmiðjunni hans á Borg. Í kössunum halda ormarnir sig nærri yfirborðinu og matast á lífræna úrganginum. Ánamaðkarnir verða í einangruðum kössum en hver þeirra verður um 20 til 25 metrar að lengd.Aðsend
Árborg Landbúnaður Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Niceair aflýsir jómfrúarfluginu „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Sjá meira