Tuttugu mínútna bið eftir bólusetninguna flækir málið Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. desember 2020 20:28 Ragnheiður Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á upplýsingafundi almannavarna fyrr á árinu. Lögreglan Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir flókið að skipuleggja bólusetningu við kórónuveirunni og horfa þurfi til ýmissa sviðsmynda. Eitt flækjustigið felist til dæmis í því að þeir sem eru bólusettir þurfa að bíða í 20 mínútur eftir bólusetninguna áður en þeir geta haldið brott. Undirbúningur fyrir bólusetningu við kórónuveirunni er nú í fullum gangi hér á landi en vonir eru bundnar við að hægt verði að byrja að bólusetja fljótlega eftir áramót. Ragnheiður Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sagði í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 að fyrst þurfi að tryggja aðgengi forgangshópa að bóluefni. „Þannig að þessa dagana erum við að kortleggja þessa forgangshópa og forskrá þá inn í okkar bólusetningarkerfi og vonum að við getum gert það fyrir miðjan desember,“ sagði Ragnheiður. Þá væri unnið að sviðsmyndum fyrir almenning, þ.e. þá sem ekki eru í forgangshópi, en bólusetning hér á landi væri þó enn háð mikilli óvissu. „Fyrir það fyrsta vitum við ekki hvenær bóluefnið kemur og síðan vitum við alls ekki hvað við fáum mikið magn í einu. Þannig að við þurfum að reiða okkur á að hafa nokkrar sviðsmyndir í gangi. Kjörstaðaskipulagið var hugsað þannig að ef við fengjum mikið magn í einu gætum við notað það,“ sagði Ragnheiður, og vísaði til skipulags sem Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur kynnti í dag. Hann sagði að skipulagið í Reykjavík yrði með svipuðu móti og í kosningum. Opnaðir yrðu bólusetningarstaðir í anda kjörstaða víða um borgina. Ef lítið bóluefni berst hins vegar til landsins fyrst um sinn er hægt að nýta húsnæði heilsugæslunnar við Suðurlandsbraut, þar sem sýnatökur við veirunni hafa farið fram undanfarna mánuði. Annað flækjustig felst í biðinni eftir bólusetninguna. Samkvæmt venjubundnu verklagi þurfa þeir sem eru bólusettir að sitja sem fastast í 20 mínútur eftir bólusetninguna. „Þetta flækir líka svolítið málið. Þetta er almennt verklag við bólusetningar. Það geta alltaf komið ofnæmisviðbrögð við bólusetningar. Þær eru mjög sjaldgæfar en þetta er verklag sem við viðhöfum, bæði í skólum og alls staðar þar sem við bólusetjum. Þannig að það flækir þetta líka svolítið, að við þurfum að taka tillit til þess, að fólkið bíði hjá okkur,“ sagði Ragnheiður. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilsugæsla Tengdar fréttir Kosningabragur á bólusetningum í Reykjavík Borgarstjóri segir að skipulag bólusetningar í höfuðborginni verði með svipuðu fyrirkomulagi og í kosningum. Markmiðið sé að gera bólusetninguna auðsótta og aðgengilega svo opnaðir verða bólusetningastaðir í anda kjörstaða víða um borgina. 4. desember 2020 17:05 Pfizer-bóluefnið verður flutt um allt land í þurrís og geymist í kæli í nokkra daga Pfizer-bóluefnið verður flutt um allt land í þurrís til að tryggja að það haldist við 80 gráðu frost. Þá geymist það í nokkra daga í kæli við 2 – 8 gráður. 4. desember 2020 20:00 Lýsir áhrifunum sem Moderna-sprautan hafði á hann Bandarískur karlmaður sem tók þátt í bóluefnisrannsókn lyfjafyrirtækisins Moderna kveðst hafa fengið vægar aukaverkanir eftir seinni skammt. Hann segir reynsluna ekki beint „dans á rósum“ en kveðst hiklaust myndu láta sprauturnar aftur yfir sig ganga. 3. desember 2020 23:01 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Undirbúningur fyrir bólusetningu við kórónuveirunni er nú í fullum gangi hér á landi en vonir eru bundnar við að hægt verði að byrja að bólusetja fljótlega eftir áramót. Ragnheiður Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sagði í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 að fyrst þurfi að tryggja aðgengi forgangshópa að bóluefni. „Þannig að þessa dagana erum við að kortleggja þessa forgangshópa og forskrá þá inn í okkar bólusetningarkerfi og vonum að við getum gert það fyrir miðjan desember,“ sagði Ragnheiður. Þá væri unnið að sviðsmyndum fyrir almenning, þ.e. þá sem ekki eru í forgangshópi, en bólusetning hér á landi væri þó enn háð mikilli óvissu. „Fyrir það fyrsta vitum við ekki hvenær bóluefnið kemur og síðan vitum við alls ekki hvað við fáum mikið magn í einu. Þannig að við þurfum að reiða okkur á að hafa nokkrar sviðsmyndir í gangi. Kjörstaðaskipulagið var hugsað þannig að ef við fengjum mikið magn í einu gætum við notað það,“ sagði Ragnheiður, og vísaði til skipulags sem Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur kynnti í dag. Hann sagði að skipulagið í Reykjavík yrði með svipuðu móti og í kosningum. Opnaðir yrðu bólusetningarstaðir í anda kjörstaða víða um borgina. Ef lítið bóluefni berst hins vegar til landsins fyrst um sinn er hægt að nýta húsnæði heilsugæslunnar við Suðurlandsbraut, þar sem sýnatökur við veirunni hafa farið fram undanfarna mánuði. Annað flækjustig felst í biðinni eftir bólusetninguna. Samkvæmt venjubundnu verklagi þurfa þeir sem eru bólusettir að sitja sem fastast í 20 mínútur eftir bólusetninguna. „Þetta flækir líka svolítið málið. Þetta er almennt verklag við bólusetningar. Það geta alltaf komið ofnæmisviðbrögð við bólusetningar. Þær eru mjög sjaldgæfar en þetta er verklag sem við viðhöfum, bæði í skólum og alls staðar þar sem við bólusetjum. Þannig að það flækir þetta líka svolítið, að við þurfum að taka tillit til þess, að fólkið bíði hjá okkur,“ sagði Ragnheiður.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilsugæsla Tengdar fréttir Kosningabragur á bólusetningum í Reykjavík Borgarstjóri segir að skipulag bólusetningar í höfuðborginni verði með svipuðu fyrirkomulagi og í kosningum. Markmiðið sé að gera bólusetninguna auðsótta og aðgengilega svo opnaðir verða bólusetningastaðir í anda kjörstaða víða um borgina. 4. desember 2020 17:05 Pfizer-bóluefnið verður flutt um allt land í þurrís og geymist í kæli í nokkra daga Pfizer-bóluefnið verður flutt um allt land í þurrís til að tryggja að það haldist við 80 gráðu frost. Þá geymist það í nokkra daga í kæli við 2 – 8 gráður. 4. desember 2020 20:00 Lýsir áhrifunum sem Moderna-sprautan hafði á hann Bandarískur karlmaður sem tók þátt í bóluefnisrannsókn lyfjafyrirtækisins Moderna kveðst hafa fengið vægar aukaverkanir eftir seinni skammt. Hann segir reynsluna ekki beint „dans á rósum“ en kveðst hiklaust myndu láta sprauturnar aftur yfir sig ganga. 3. desember 2020 23:01 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Kosningabragur á bólusetningum í Reykjavík Borgarstjóri segir að skipulag bólusetningar í höfuðborginni verði með svipuðu fyrirkomulagi og í kosningum. Markmiðið sé að gera bólusetninguna auðsótta og aðgengilega svo opnaðir verða bólusetningastaðir í anda kjörstaða víða um borgina. 4. desember 2020 17:05
Pfizer-bóluefnið verður flutt um allt land í þurrís og geymist í kæli í nokkra daga Pfizer-bóluefnið verður flutt um allt land í þurrís til að tryggja að það haldist við 80 gráðu frost. Þá geymist það í nokkra daga í kæli við 2 – 8 gráður. 4. desember 2020 20:00
Lýsir áhrifunum sem Moderna-sprautan hafði á hann Bandarískur karlmaður sem tók þátt í bóluefnisrannsókn lyfjafyrirtækisins Moderna kveðst hafa fengið vægar aukaverkanir eftir seinni skammt. Hann segir reynsluna ekki beint „dans á rósum“ en kveðst hiklaust myndu láta sprauturnar aftur yfir sig ganga. 3. desember 2020 23:01
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent