Hanna getur ekki verið með sínum nánustu yfir hátíðirnar en allir fá góða jólagjöf Stefán Árni Pálsson skrifar 4. desember 2020 16:30 Mynd/Cat Gundry Beck Íslensk-sænska tónlistarkonan Hanna Mia Brekkan sendir frá sér jólaplötu í dag sem ber nafnið Winter Songs. Þar flytur hún lög eftir konur í folk-tónlistarbúningi. Ásamt Hönnu Miu, leikur enski tónlistarmaðurinn Tom Hannay á hljóðfæri á plötunni. Þá er platan hljóðblönduð af hinum færeyska Sakaris Emil Joensen, sem hún kynntist þegar þau voru bæði í námi við tónlistardeild Listaháskóla Íslands. Persónuleg gjöf Hanna Mia er ein þeirra fjölmörgu sem ekki geta verið með ættingjum sínum um jólin vegna heimsfaraldursins, en fjölskylda hennar er búsett í Svíþjóð. Hún ákvað því að setja saman plötuna sem einskonar jólagjöf til sinna nánustu. Lokalag plötunnar, Nu Tändas Tusen Juleljus, er til að mynda sænskt jólalag sem er eftirlætis jólalag ömmu Hönnu Miu. „Amma mín, Marianne Jonstam, er 92 ára og býr í Enköping í Svíþjóð. Ég hringdi í hana og spurði hana hvað væri uppáhalds lagið hennar,“ segir Hanna. Hanna Mia tengist laginu einnig í gegnum systur sína, Emily Reise, en hún er einnig búsett á Íslandi og þær syngja saman á upptökunni. Þær hafa sungið lagið saman síðan þær voru litlar stelpur og því við hæfi að þær leiði saman hesta sína hér. „Þetta er lag sem við sungum alltaf í Svíþjóð, síðasta dag fyrir jólafrí.“ Starfar með Airbnb Hanna Mia hefur gefið út nokkrar plötur en þetta er fyrsta jólaplatan. Líkt og aðrir tónlistarmenn hefur hún þurft að finna nýjar leiðir til að nálgast listina en hún hefur síðustu mánuði meðal annars staðið fyrir reglulegum streymistónleikum í tengslum við Airbnb, auk þess að halda smærri tónleika fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Hún á listina ekki langt að sækja en hún er dóttir Helgu Brekkan, kvikmyndagerðarkonu og Mats Jonstam sem er leikstjóri og dagskrárgerðarmaður hjá Sænska ríkissjónvarpinu. Foreldrar hennar eru skilin og því heldur hún jólin á milli tveggja, og stundum þriggja landa. Hún segir jólahaldið fjölbreytilegt milli ára. Alþjóðleg æskujól Hún lýsir sínum eftirlætis jólaminningum frá sameiginlegu húsi stórfjölskyldunnar í Svíþjóð þar sem amma hennar hefur haldið jól síðustu 92 ár. „Hún kemur alltaf og fær vonandi að halda jólin aftur þetta árið,“ segir hún. „Þegar ég var krakki voru alltaf bestu jólin þar. Þá kom fjölskyldan saman og við héldum klassísk sænsk jól. Allir að borða saman jólaskinkuna, kjötbollur og litlar pylsur,“ segir Hanna og hlær. Hún segir að íslensku jólin hafi líka verið yndisleg, á heimili íslensku afa og ömmu. „Á Íslandi um jólin var alltaf mikil tónlist hjá afa og ömmu,“ segir Hanna en íslensku afi og amma voru læknahjónin Ásmundur og Ólöf Helga Brekkan. Jól Tónlist Svíþjóð Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Sjá meira
Ásamt Hönnu Miu, leikur enski tónlistarmaðurinn Tom Hannay á hljóðfæri á plötunni. Þá er platan hljóðblönduð af hinum færeyska Sakaris Emil Joensen, sem hún kynntist þegar þau voru bæði í námi við tónlistardeild Listaháskóla Íslands. Persónuleg gjöf Hanna Mia er ein þeirra fjölmörgu sem ekki geta verið með ættingjum sínum um jólin vegna heimsfaraldursins, en fjölskylda hennar er búsett í Svíþjóð. Hún ákvað því að setja saman plötuna sem einskonar jólagjöf til sinna nánustu. Lokalag plötunnar, Nu Tändas Tusen Juleljus, er til að mynda sænskt jólalag sem er eftirlætis jólalag ömmu Hönnu Miu. „Amma mín, Marianne Jonstam, er 92 ára og býr í Enköping í Svíþjóð. Ég hringdi í hana og spurði hana hvað væri uppáhalds lagið hennar,“ segir Hanna. Hanna Mia tengist laginu einnig í gegnum systur sína, Emily Reise, en hún er einnig búsett á Íslandi og þær syngja saman á upptökunni. Þær hafa sungið lagið saman síðan þær voru litlar stelpur og því við hæfi að þær leiði saman hesta sína hér. „Þetta er lag sem við sungum alltaf í Svíþjóð, síðasta dag fyrir jólafrí.“ Starfar með Airbnb Hanna Mia hefur gefið út nokkrar plötur en þetta er fyrsta jólaplatan. Líkt og aðrir tónlistarmenn hefur hún þurft að finna nýjar leiðir til að nálgast listina en hún hefur síðustu mánuði meðal annars staðið fyrir reglulegum streymistónleikum í tengslum við Airbnb, auk þess að halda smærri tónleika fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Hún á listina ekki langt að sækja en hún er dóttir Helgu Brekkan, kvikmyndagerðarkonu og Mats Jonstam sem er leikstjóri og dagskrárgerðarmaður hjá Sænska ríkissjónvarpinu. Foreldrar hennar eru skilin og því heldur hún jólin á milli tveggja, og stundum þriggja landa. Hún segir jólahaldið fjölbreytilegt milli ára. Alþjóðleg æskujól Hún lýsir sínum eftirlætis jólaminningum frá sameiginlegu húsi stórfjölskyldunnar í Svíþjóð þar sem amma hennar hefur haldið jól síðustu 92 ár. „Hún kemur alltaf og fær vonandi að halda jólin aftur þetta árið,“ segir hún. „Þegar ég var krakki voru alltaf bestu jólin þar. Þá kom fjölskyldan saman og við héldum klassísk sænsk jól. Allir að borða saman jólaskinkuna, kjötbollur og litlar pylsur,“ segir Hanna og hlær. Hún segir að íslensku jólin hafi líka verið yndisleg, á heimili íslensku afa og ömmu. „Á Íslandi um jólin var alltaf mikil tónlist hjá afa og ömmu,“ segir Hanna en íslensku afi og amma voru læknahjónin Ásmundur og Ólöf Helga Brekkan.
Jól Tónlist Svíþjóð Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Sjá meira