„Get gengið stolt frá borði“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. desember 2020 14:00 Rakel Hönnudóttir lék 103 landsleiki og skoraði níu mörk. getty/Eric Verhoeven Eftir þrettán ár í íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta og 103 landsleiki hefur Rakel Hönnudóttir lagt landsliðskóna á hilluna. Hún segir nokkuð síðan hún tók þessa ákvörðun en hún hefði líklega leikið áfram með landsliðinu ef EM hefði ekki verið frestað um ár. Rakel segir framtíð landsliðsins bjarta. Rakel lék sinn síðasta landsleik þegar Ísland vann Ungverjaland, 0-1, í undankeppni EM 2022 á þriðjudaginn. Með sigrinum tryggðu Íslendingar sér sæti á fjórða Evrópumótinu í röð. „Þetta er ákvörðun sem ég tók fyrir svolitlu síðan. Ég ákvað að þetta væri góður tímapunktur til að skilja við liðið, að klára undankeppnina og hjálpa til við að koma liðinu á Evrópumótið sem tókst,“ sagði Rakel í samtali við Vísi í dag. Rakel Hönnudóttir hefur ákveðið að leggja landsliðskóna á hilluna.103 A landsleikir og 9 mörk, 3 stórmót og endalaust af frábærum minningum!Takk fyrir allt Rakel!Rakel Hönnudóttir has retired from international duty.#dottir pic.twitter.com/B4Ml1pwtUq— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 4, 2020 Rakel, sem verður 32 ára 30. desember, er þó ekki hætt í fótbolta þótt landsliðsferlinum sé lokið. Hún á eitt ár eftir af samningi sínum við Íslandsmeistara Breiðabliks. Rakel segir að hún hefði líklega haldið áfram að leika með landsliðinu ef EM hefði verið næsta sumar eins og áætlað var. Vegna kórónuveirufaraldursins var Evrópumótið fært til sumarsins 2022. „Ég hugsa að ég hefði þá reynt að þrauka það. En það er svolítið langt í það núna og þetta er bara komið gott hjá mér,“ sagði Rakel. Æðislegt að taka þátt í uppbyggingunni Hún lék sinn fyrsta landsleik í 2-0 sigri á Póllandi á Algarve-mótinu í mars 2008, þá nítján ára leikmaður Þórs/KA. Rakel kom inn á sem varamaður í hálfleik ásamt Söru Björk Gunnarsdóttur sem var lengi herbergisfélagi hennar í landsliðinu. „Þetta eru þrettán í heildina og frábær tími og æðislegt að fá að taka þátt í þessari uppbyggingu sem hefur átt sér stað,“ sagði Rakel. Rakel í leik gegn Slóveníu á Laugardalsvellinum 2018.vísir/daníel Hún segir að Evrópumótin þrjú standi upp úr á landsliðsferlinum, sérstaklega EM 2013 í Hollandi þar sem hún var í stóru hlutverki. „Stórmótin standa upp úr. EM 2013 var sérstaklega skemmtilegt, þegar við komust í átta liða úrslit. Ég var pínu óheppin með meiðsli fyrir EM 2017, tognaði rétt fyrir mótið og spilaði ekkert þar. En það er geggjað að hafa fengið að taka þátt í þessu og munurinn á liðinu og umgjörðinni í kringum það er mikill,“ sagði Rakel. Stolt af hundrað leikjunum Eins og áður sagði urðu landsleikir Rakelar alls 103 en hún er ein tíu leikmanna sem hafa náð því að leika hundrað leiki fyrir kvennalandsliðið. „Það var eitt af þeim markmiðum sem ég setti mér, að ná hundrað leikjum. Það tókst og ég er virkilega stolt af því. Ég held ég geti gengið stolt frá borði, að hafa verið hluti af þessu liði sem var frábært og ekki sjálfgefið,“ sagði Rakel. Rakel í leik gegn Portúgal á Algarve-mótinu í fyrra.EPA/LUIS FORRA Hún segir að hið skrítna ár 2020 hafi verið gott fyrir sig enda hjálpaði hún Íslandi að komast á EM og varð Íslandsmeistari með Breiðabliki. „Ég er svolítið mikið meidd á árinu og spilaði ekki alla leiki með Breiðabliki og landsliðinu. En í heildina var þetta mjög gott ár en öðruvísi. Það var gaman að ná í Íslandsmeistaratitilinn þótt þetta hafi verið svolítið undarlegt,“ sagði Rakel en Blikar áttu enn eftir að spila þrjá leiki þegar keppni á Íslandsmótinu var hætt. Engar áhyggjur af þessu Rakel segir að framtíð landsliðsins sé björt og það hafi alla burði til að gera góða hluti á næstu árum. „Ég er bjartsýn. Það eru frábærir leikmenn að koma inn til viðbótar við þær gömlu góðu sem eru búnar að vera heillengi og hafa reynsluna. Mér líst mjög vel á þennan hóp, þá sem eru í og við landsliðið. Það eru margar ungar og efnilegar stelpur sem bíða eftir sínu tækifæri. Framtíðin er björt og ég hef engar áhyggjur af þessu,“ sagði Rakel að lokum. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Rakel hefur leikið sinn síðasta landsleik Síðasti landsleikur Rakelar Hönnudóttur var leikurinn sem tryggði Íslandi sæti á EM 2022. 4. desember 2020 11:44 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sjá meira
Rakel lék sinn síðasta landsleik þegar Ísland vann Ungverjaland, 0-1, í undankeppni EM 2022 á þriðjudaginn. Með sigrinum tryggðu Íslendingar sér sæti á fjórða Evrópumótinu í röð. „Þetta er ákvörðun sem ég tók fyrir svolitlu síðan. Ég ákvað að þetta væri góður tímapunktur til að skilja við liðið, að klára undankeppnina og hjálpa til við að koma liðinu á Evrópumótið sem tókst,“ sagði Rakel í samtali við Vísi í dag. Rakel Hönnudóttir hefur ákveðið að leggja landsliðskóna á hilluna.103 A landsleikir og 9 mörk, 3 stórmót og endalaust af frábærum minningum!Takk fyrir allt Rakel!Rakel Hönnudóttir has retired from international duty.#dottir pic.twitter.com/B4Ml1pwtUq— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 4, 2020 Rakel, sem verður 32 ára 30. desember, er þó ekki hætt í fótbolta þótt landsliðsferlinum sé lokið. Hún á eitt ár eftir af samningi sínum við Íslandsmeistara Breiðabliks. Rakel segir að hún hefði líklega haldið áfram að leika með landsliðinu ef EM hefði verið næsta sumar eins og áætlað var. Vegna kórónuveirufaraldursins var Evrópumótið fært til sumarsins 2022. „Ég hugsa að ég hefði þá reynt að þrauka það. En það er svolítið langt í það núna og þetta er bara komið gott hjá mér,“ sagði Rakel. Æðislegt að taka þátt í uppbyggingunni Hún lék sinn fyrsta landsleik í 2-0 sigri á Póllandi á Algarve-mótinu í mars 2008, þá nítján ára leikmaður Þórs/KA. Rakel kom inn á sem varamaður í hálfleik ásamt Söru Björk Gunnarsdóttur sem var lengi herbergisfélagi hennar í landsliðinu. „Þetta eru þrettán í heildina og frábær tími og æðislegt að fá að taka þátt í þessari uppbyggingu sem hefur átt sér stað,“ sagði Rakel. Rakel í leik gegn Slóveníu á Laugardalsvellinum 2018.vísir/daníel Hún segir að Evrópumótin þrjú standi upp úr á landsliðsferlinum, sérstaklega EM 2013 í Hollandi þar sem hún var í stóru hlutverki. „Stórmótin standa upp úr. EM 2013 var sérstaklega skemmtilegt, þegar við komust í átta liða úrslit. Ég var pínu óheppin með meiðsli fyrir EM 2017, tognaði rétt fyrir mótið og spilaði ekkert þar. En það er geggjað að hafa fengið að taka þátt í þessu og munurinn á liðinu og umgjörðinni í kringum það er mikill,“ sagði Rakel. Stolt af hundrað leikjunum Eins og áður sagði urðu landsleikir Rakelar alls 103 en hún er ein tíu leikmanna sem hafa náð því að leika hundrað leiki fyrir kvennalandsliðið. „Það var eitt af þeim markmiðum sem ég setti mér, að ná hundrað leikjum. Það tókst og ég er virkilega stolt af því. Ég held ég geti gengið stolt frá borði, að hafa verið hluti af þessu liði sem var frábært og ekki sjálfgefið,“ sagði Rakel. Rakel í leik gegn Portúgal á Algarve-mótinu í fyrra.EPA/LUIS FORRA Hún segir að hið skrítna ár 2020 hafi verið gott fyrir sig enda hjálpaði hún Íslandi að komast á EM og varð Íslandsmeistari með Breiðabliki. „Ég er svolítið mikið meidd á árinu og spilaði ekki alla leiki með Breiðabliki og landsliðinu. En í heildina var þetta mjög gott ár en öðruvísi. Það var gaman að ná í Íslandsmeistaratitilinn þótt þetta hafi verið svolítið undarlegt,“ sagði Rakel en Blikar áttu enn eftir að spila þrjá leiki þegar keppni á Íslandsmótinu var hætt. Engar áhyggjur af þessu Rakel segir að framtíð landsliðsins sé björt og það hafi alla burði til að gera góða hluti á næstu árum. „Ég er bjartsýn. Það eru frábærir leikmenn að koma inn til viðbótar við þær gömlu góðu sem eru búnar að vera heillengi og hafa reynsluna. Mér líst mjög vel á þennan hóp, þá sem eru í og við landsliðið. Það eru margar ungar og efnilegar stelpur sem bíða eftir sínu tækifæri. Framtíðin er björt og ég hef engar áhyggjur af þessu,“ sagði Rakel að lokum.
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Rakel hefur leikið sinn síðasta landsleik Síðasti landsleikur Rakelar Hönnudóttur var leikurinn sem tryggði Íslandi sæti á EM 2022. 4. desember 2020 11:44 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sjá meira
Rakel hefur leikið sinn síðasta landsleik Síðasti landsleikur Rakelar Hönnudóttur var leikurinn sem tryggði Íslandi sæti á EM 2022. 4. desember 2020 11:44