Byggja nýtt hjúkrunarheimili á Akureyri Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. desember 2020 10:51 Ríkisstjórnin boðar hertar aðgerðir gegn kórónuveirunni á blaðamannafundi í Hörpu Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri Akureyrarbæjar hafa undirritað samning um byggingu nýs hjúkrunarheimilis við Vestursíðu 9 á Akureyri. Áætlaður heildarkostnaður við framkvæmdar er um þrír milljarðar króna sem skiptist á þann veg að ríkið greiðir 85% og Akureyrarbær greiðir 15%. Frá þessu er greint á vef heilbrigðisráðuneytisins. Þar segir að 60 rými verði á heimilinu og er áætlað að það verði tilbúið til notkunar í árslok 2023. Þar með verði hjúkrunarrými á Akureyri rúmlega 230 en þau eru nú um 170. „Samkvæmt mati heilbrigðisráðuneytisins er skortur á hjúkrunarrýmum á Akureyri og fyrirsjáanlegt að þörf fyrir fleiri rými aukist hratt á næstu árum,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. „Það er afskaplega gleðilegt að samstarf ráðuneytisins og Akureyrarbæjar um þetta mikilvæga verkefni liggi nú fyrir skjalfest með samningi. Það er fátt ánægjulegra en að sjá stór skref stigin í átt að aukinni og bættri þjónustu við aldraða. Akureyrarbær hefur sinnt þeim málum afar vel, bæði við aldraða heima og á hjúkrunarheimilum og ég veit að svo mun verða áfram,“ er haft eftir heilbrigðisráðherra á vef ráðuneytisins. Ráðist verður í framkvæmdina á grundvelli alútboðs „þar sem reynslan sýnir að sú leið getur stytt framkvæmdatíma og leitt til meiri hagkvæmni, eða allt að 10% lægri stofnkostnað en ef farin væri hefðbundin leið opinberra framkvæmda. Þetta felur í sér að þeir sem vilja vinna verkið bjóða í skilgreinda heildarupphæð þar sem jafnframt liggur fyrir ýtarleg þarfalýsing sem þarf að uppfylla. Teymi bjóðenda sem skipuð eru hönnuðum og verktökum og valin á grundvelli forvals, leggja síðan fram tillögur sem metnar eru innbyrðis út frá gæðum,“ líkt og segir í tilkynningu. Heilbrigðismál Akureyri Eldri borgarar Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Fleiri fréttir Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Sjá meira
Frá þessu er greint á vef heilbrigðisráðuneytisins. Þar segir að 60 rými verði á heimilinu og er áætlað að það verði tilbúið til notkunar í árslok 2023. Þar með verði hjúkrunarrými á Akureyri rúmlega 230 en þau eru nú um 170. „Samkvæmt mati heilbrigðisráðuneytisins er skortur á hjúkrunarrýmum á Akureyri og fyrirsjáanlegt að þörf fyrir fleiri rými aukist hratt á næstu árum,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. „Það er afskaplega gleðilegt að samstarf ráðuneytisins og Akureyrarbæjar um þetta mikilvæga verkefni liggi nú fyrir skjalfest með samningi. Það er fátt ánægjulegra en að sjá stór skref stigin í átt að aukinni og bættri þjónustu við aldraða. Akureyrarbær hefur sinnt þeim málum afar vel, bæði við aldraða heima og á hjúkrunarheimilum og ég veit að svo mun verða áfram,“ er haft eftir heilbrigðisráðherra á vef ráðuneytisins. Ráðist verður í framkvæmdina á grundvelli alútboðs „þar sem reynslan sýnir að sú leið getur stytt framkvæmdatíma og leitt til meiri hagkvæmni, eða allt að 10% lægri stofnkostnað en ef farin væri hefðbundin leið opinberra framkvæmda. Þetta felur í sér að þeir sem vilja vinna verkið bjóða í skilgreinda heildarupphæð þar sem jafnframt liggur fyrir ýtarleg þarfalýsing sem þarf að uppfylla. Teymi bjóðenda sem skipuð eru hönnuðum og verktökum og valin á grundvelli forvals, leggja síðan fram tillögur sem metnar eru innbyrðis út frá gæðum,“ líkt og segir í tilkynningu.
Heilbrigðismál Akureyri Eldri borgarar Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Fleiri fréttir Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Sjá meira