Ingibjörg tilnefnd sem leikmaður ársins í Noregi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. desember 2020 11:31 Ingibjörg hefur verið frábær á sínu fyrsta tímabili í Noregi. Annika Byrde/NTB scanpix Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður íslenska landsliðsins og Vålerenga, hefur verið tilnefnd sem leikmaður ársins í Noregi. Hin 23 ára gamla Ingibjörg hefur komið eins og stormsveipur inn í norska boltann en hún samdi við Vålerenga fyrir yfirstandandi tímabil. Hún hefur átt frábært tímabil með liðinu sem trónir á toppi deildarinnar þegar lokaumferð deildarinnar er eftir. Vålerenga mætir Arna-Bjørnar í lokaleik norsku úrvalsdeildarinnar og sigur þar tryggir liðinu norska meistaratitilinn nema Rosenborg vinni stórisgur á Klepp en bæði lið eru með 35 stig eftir 17 leiki. Vålerenga er með fjögur mörk á Rosenborg þegar kemur að markatölu og því ætti sigur einfaldlega að duga liðinu til sigurs í deildinni. Fjögurra manan dómnefnd hefur nú tilnefnt þrjá bestu leikmenn deildarinnar. Ásamt Ingibjörgu eru þær Julie Blakstad og Cesilie Andreassen frá Rosenborg tilnefndar. „Vålerenga er að eiga sitt besta tímabil frá upphafi og hefur varnarleikur liðsins verið þeirra helsti styrkur. Liðið hefur fengið á sig fæst mörk í Toppserien [norsku úrvalsdeilinni] og er það Íslendingurinn sem stýrir varnarleiknum eins og herforingi. Hún er augljós kostur í byrjunarlið Jack Majgaard Jensen, þjálfara liðsins, og er nánast ómögulegt að komast fram hjá henni. Þá hefur hún þess að auki skorað sex mörk fyrir félagið,“ segir í umsögn Ingibjargar. Dattera til Sigurd er nominert som årets spiller!https://t.co/9J7BvX2LJb— Vålerenga Fotball Kvinner (@VIFDamer) December 3, 2020 Vålerenga hefur aðeins fengið á sig 14 mörk í leikjunum 17 til þessa. Á Ingibjörg stóran þátt í því. Ingibjörg skorar reglulega og þá oftast mikilvæg mörk. Þar á meðal sigurmark í uppbótartíma gegn Røa, mark sem gæti reynst gulls ígildi þegar stigin verða talin að móti loknu. Einnig skoraði Ingibjörg í 2-1 sigri á Avaldsnes fyrr á þessari leiktíð. Gæti það farið svo að Ingibjörg verði tvöfaldur meistari á sínu fyrsta ári í Noregi en ásamt því að vera einum leik frá norska meistaratitlinum þá er félagið einnig aðeins einum leik frá sigri í bikarkeppninni. Þar bíður Lillestrøm en úrslitaleikurinn fer fram 13. desember. Það verður nóg að gera hjá Ingibjörgu og stöllum hennar í næstu viku en liðið mætir einnig Bröndby frá Danmörku í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Fara þeir leikir fram 10. og 16. desember. Fótbolti Norski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Sjá meira
Hin 23 ára gamla Ingibjörg hefur komið eins og stormsveipur inn í norska boltann en hún samdi við Vålerenga fyrir yfirstandandi tímabil. Hún hefur átt frábært tímabil með liðinu sem trónir á toppi deildarinnar þegar lokaumferð deildarinnar er eftir. Vålerenga mætir Arna-Bjørnar í lokaleik norsku úrvalsdeildarinnar og sigur þar tryggir liðinu norska meistaratitilinn nema Rosenborg vinni stórisgur á Klepp en bæði lið eru með 35 stig eftir 17 leiki. Vålerenga er með fjögur mörk á Rosenborg þegar kemur að markatölu og því ætti sigur einfaldlega að duga liðinu til sigurs í deildinni. Fjögurra manan dómnefnd hefur nú tilnefnt þrjá bestu leikmenn deildarinnar. Ásamt Ingibjörgu eru þær Julie Blakstad og Cesilie Andreassen frá Rosenborg tilnefndar. „Vålerenga er að eiga sitt besta tímabil frá upphafi og hefur varnarleikur liðsins verið þeirra helsti styrkur. Liðið hefur fengið á sig fæst mörk í Toppserien [norsku úrvalsdeilinni] og er það Íslendingurinn sem stýrir varnarleiknum eins og herforingi. Hún er augljós kostur í byrjunarlið Jack Majgaard Jensen, þjálfara liðsins, og er nánast ómögulegt að komast fram hjá henni. Þá hefur hún þess að auki skorað sex mörk fyrir félagið,“ segir í umsögn Ingibjargar. Dattera til Sigurd er nominert som årets spiller!https://t.co/9J7BvX2LJb— Vålerenga Fotball Kvinner (@VIFDamer) December 3, 2020 Vålerenga hefur aðeins fengið á sig 14 mörk í leikjunum 17 til þessa. Á Ingibjörg stóran þátt í því. Ingibjörg skorar reglulega og þá oftast mikilvæg mörk. Þar á meðal sigurmark í uppbótartíma gegn Røa, mark sem gæti reynst gulls ígildi þegar stigin verða talin að móti loknu. Einnig skoraði Ingibjörg í 2-1 sigri á Avaldsnes fyrr á þessari leiktíð. Gæti það farið svo að Ingibjörg verði tvöfaldur meistari á sínu fyrsta ári í Noregi en ásamt því að vera einum leik frá norska meistaratitlinum þá er félagið einnig aðeins einum leik frá sigri í bikarkeppninni. Þar bíður Lillestrøm en úrslitaleikurinn fer fram 13. desember. Það verður nóg að gera hjá Ingibjörgu og stöllum hennar í næstu viku en liðið mætir einnig Bröndby frá Danmörku í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Fara þeir leikir fram 10. og 16. desember.
Fótbolti Norski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Sjá meira