„Þetta er eiginlega eins og fjársjóðsleit“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. desember 2020 10:33 Bára Hólmgeirs stofnaði Aftur og hefur hún alltaf haft umhverfið og endurvinnslu að leiðarljósi í sinni hönnun. Skjáskot/Á bakvið vöruna „Hluti af hugmyndafræðinni á bakvið Aftur er að sýna fólki fram á að það eru aðrar leiðir til að vera í tísku, starfa innan tískunnar, að endurvinna eldri fatnað til að búa til nútímafatnað,“ segir Bára Hólmgeirsdóttir hönnuður, eigandi og stofnandi Aftur. Markmið hennar er að fá fólk til að hugsa vel um umhverfið sitt og spá í neyslunni. Hægt sé að eiga flíkur lengi með því að hugsa vel um þær. Hún fær innblásturinn úr ýmsum áttum. „Auðvitað er maður ekki ónæmur fyrir áhrifum umhverfisins. Það eru tískustraumar sem að læðast inn í undirmeðvitundina og svo vinnst eitthvað úr því. En ég náttúrulega fæ aðalinnblásturinn úr gömlum fötum, eðlilega þar sem það er það sem ég vinn með.“ Frumkvöðull í sjálfbærni Fyrsta myndbandið frá verkefninu Á bak við vöruna er helgað fatamerkinu Aftur, sem nú fagnar sínu tuttugasta og fyrsta starfsafmæli. Myndböndin verða alls sex talsins og verða þau öll sýnd hér á Vísi. Í myndbandinu fer Bára yfir hugmyndina á bakvið fyrirtækið Aftur. „Þetta er eiginlega eins og fjársjóðsleit, get ég eiginlega sagt. Þetta er bara í senn áhugamálið mitt og vinnan mín. Þetta er eiginlega allt sem að mér finnst skemmtilegt.“ Sérstaða Aftur er endurvinnsla. Frá fyrsta degi hefur hönnuðurinn verið frumkvöðull í sjálfbærni á Íslandi með umhverfisvænni fataframleiðslu í formi endurnýtingar á gömlum fatnaði (e. upcycling). Hægt er að horfa á örmyndbandið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Á bakvið vöruna - Bára Hólmgeirsdóttir fyrir Aftur Ungt fag í stöðugum vexti Verkefnið Á bak við við vöruna er röð örmyndbanda í heimildarmyndaformi sem skyggnist inn í heim frumkvöðla og hönnuða sem starfrækja rekstur sinn í skapandi grósku Miðborgarinnar. Íslensk hönnun er ungt fag í stöðugum vexti og henni fylgir gríðarleg tækifæri í atvinnu- og verðmætasköpun. Blóð stúdíó fékk styrk frá Miðborgarsjóði fyrir verkefninu en á bak við hönnunar- og markaðsstúdíóið eru þau Erna Hreinsdóttir og Ásgrímur Már Friðriksson. Markmið myndbandanna er að auka sýnileika fagsins og draga fram raunhæfa mynd af einstaklingunum sem þar standa á bak við og hvernig vörur þeirra verða til - allt frá hugmynd, yfir að söluvænni vöru í verslun. Með því að auka þennan sýnileika og samtímis fræða áhorfandann er verið að virkja hann sem mögulegan neytenda og þar með stuðla að aukinni sjálfbærni hönnunar og að uppvexti þess frumkvöðlastarfs innanlands. Reykjavík Tíska og hönnun Umhverfismál Á bak við vöruna Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Markmið hennar er að fá fólk til að hugsa vel um umhverfið sitt og spá í neyslunni. Hægt sé að eiga flíkur lengi með því að hugsa vel um þær. Hún fær innblásturinn úr ýmsum áttum. „Auðvitað er maður ekki ónæmur fyrir áhrifum umhverfisins. Það eru tískustraumar sem að læðast inn í undirmeðvitundina og svo vinnst eitthvað úr því. En ég náttúrulega fæ aðalinnblásturinn úr gömlum fötum, eðlilega þar sem það er það sem ég vinn með.“ Frumkvöðull í sjálfbærni Fyrsta myndbandið frá verkefninu Á bak við vöruna er helgað fatamerkinu Aftur, sem nú fagnar sínu tuttugasta og fyrsta starfsafmæli. Myndböndin verða alls sex talsins og verða þau öll sýnd hér á Vísi. Í myndbandinu fer Bára yfir hugmyndina á bakvið fyrirtækið Aftur. „Þetta er eiginlega eins og fjársjóðsleit, get ég eiginlega sagt. Þetta er bara í senn áhugamálið mitt og vinnan mín. Þetta er eiginlega allt sem að mér finnst skemmtilegt.“ Sérstaða Aftur er endurvinnsla. Frá fyrsta degi hefur hönnuðurinn verið frumkvöðull í sjálfbærni á Íslandi með umhverfisvænni fataframleiðslu í formi endurnýtingar á gömlum fatnaði (e. upcycling). Hægt er að horfa á örmyndbandið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Á bakvið vöruna - Bára Hólmgeirsdóttir fyrir Aftur Ungt fag í stöðugum vexti Verkefnið Á bak við við vöruna er röð örmyndbanda í heimildarmyndaformi sem skyggnist inn í heim frumkvöðla og hönnuða sem starfrækja rekstur sinn í skapandi grósku Miðborgarinnar. Íslensk hönnun er ungt fag í stöðugum vexti og henni fylgir gríðarleg tækifæri í atvinnu- og verðmætasköpun. Blóð stúdíó fékk styrk frá Miðborgarsjóði fyrir verkefninu en á bak við hönnunar- og markaðsstúdíóið eru þau Erna Hreinsdóttir og Ásgrímur Már Friðriksson. Markmið myndbandanna er að auka sýnileika fagsins og draga fram raunhæfa mynd af einstaklingunum sem þar standa á bak við og hvernig vörur þeirra verða til - allt frá hugmynd, yfir að söluvænni vöru í verslun. Með því að auka þennan sýnileika og samtímis fræða áhorfandann er verið að virkja hann sem mögulegan neytenda og þar með stuðla að aukinni sjálfbærni hönnunar og að uppvexti þess frumkvöðlastarfs innanlands.
Reykjavík Tíska og hönnun Umhverfismál Á bak við vöruna Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira