Draumalið Seinni bylgjunnar: Gústi vann með yfirburðum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. desember 2020 17:45 Varla veikan blett að finna á liði Gústa. Seinni bylgjan Það þurfti enga framlengingu til að sjá hvaða lið bar sigur úr bítum í draumaliðs keppni sérfræðinga Seinni bylgjunnar. Ágúst Þór Jóhannesson [Gústi] vann yfirburðarsigur. Þannig er mál með vexti að sérfræðingar Seinni bylgjunanr völdu hver og einn sitt draumalið en lið Gústa má sjá hér að ofan. Allir þeir leikmenn sem hafa leikið handbolta í efstu deild hér á landi komu til greina og eina reglan er sú aðeins er hægt að velja hvern og einn leikmann einu sinni. Kosið var á samfélagsmiðlum Seinni bylgjunnar og lauk henni nú í hádeginu í dag. Þar stóð Gústi uppi sem sigurvegari Skotið var á Gústa er valið stóð yfir vegna aldurs þeirra leikmanna sem hann valdi. Hélt hann sig við leikmenn sem voru ef til vill upp á sitt besta fyrir aldamót. "Draft Night" hjá okkur í kvöld. Strákarnir velja sín Draumalið. Þetta var virkilega skemmtilegt.@St2Sport klukkan 20.00 í kvöld.#olisdeildin pic.twitter.com/RfUxwMRsmS— Seinni bylgjan (@Seinnibylgjan) November 30, 2020 Almenningur var hins vegar á því að lið Gústa bæri höfuð og herðar yfir hin fimm liðin sem völd voru. Alls fékk Gústi 350 like á sitt lið ásamt 40 ummælum. „Það er ljóst að gullaldarlið Bogdans á stóran sess enn í hjarta þjóðarinnar enda er liðið hans Gústa borið uppi af lykilmönnum landsliðsins á níunda áratugnum. Ekki fékk liðið svo slakan liðsstyrk í Patta Jóh, Einari Baldvini og Hlyni Morthens. Jóhann Ingi Gunnarsson var svo þjálfari í þessu sigurliði Gústa,“ segir á Facebook-síðu Seinni bylgjunnar um úrslitin. „Það var aðeins Einar Andri sem veitti Gústa smá samkeppni með skemmtilegu liði þar sem FH-ingar eru áberandi og fengu frábæran liðsstyrk frá Alla Gísla, Bjarka Sig og Haukamanninum Ásgeiri Erni sem var óvænt val í Kaplakrika-lið Einars Andra. Það vakti óneitanlega athygli hversu fá atkvæði frábært lið Ásgeirs Arnar fékk en þar eru fjórir silfurdrengir og Gummi Gumm að þjálfa. Samt fékk liðið fæst atkvæði. Svona kemur 2020 sífellt á óvart.“ Þá er kosningu lokið en það var Bogdan-liðið hans Gústa Jóh sem rúllaði upp kosningunni. Gústi fékk yfir 350 like og 40...Posted by Seinni bylgjan on Wednesday, December 2, 2020 Handbolti Íslenski handboltinn Seinni bylgjan Tengdar fréttir Hver af sérfræðingum Seinni bylgjunnar valdi besta liðið: Taktu þátt í kosningunni Í síðasta þætti Seinni bylgjunnar voru sérfræðingar þáttarins beðnir um að draga í draumalið sitt skipað leikmönnum sem hafa leikið efstu deildar karla í handbolta hér á landi. 2. desember 2020 08:01 Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Enski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Sjá meira
Þannig er mál með vexti að sérfræðingar Seinni bylgjunanr völdu hver og einn sitt draumalið en lið Gústa má sjá hér að ofan. Allir þeir leikmenn sem hafa leikið handbolta í efstu deild hér á landi komu til greina og eina reglan er sú aðeins er hægt að velja hvern og einn leikmann einu sinni. Kosið var á samfélagsmiðlum Seinni bylgjunnar og lauk henni nú í hádeginu í dag. Þar stóð Gústi uppi sem sigurvegari Skotið var á Gústa er valið stóð yfir vegna aldurs þeirra leikmanna sem hann valdi. Hélt hann sig við leikmenn sem voru ef til vill upp á sitt besta fyrir aldamót. "Draft Night" hjá okkur í kvöld. Strákarnir velja sín Draumalið. Þetta var virkilega skemmtilegt.@St2Sport klukkan 20.00 í kvöld.#olisdeildin pic.twitter.com/RfUxwMRsmS— Seinni bylgjan (@Seinnibylgjan) November 30, 2020 Almenningur var hins vegar á því að lið Gústa bæri höfuð og herðar yfir hin fimm liðin sem völd voru. Alls fékk Gústi 350 like á sitt lið ásamt 40 ummælum. „Það er ljóst að gullaldarlið Bogdans á stóran sess enn í hjarta þjóðarinnar enda er liðið hans Gústa borið uppi af lykilmönnum landsliðsins á níunda áratugnum. Ekki fékk liðið svo slakan liðsstyrk í Patta Jóh, Einari Baldvini og Hlyni Morthens. Jóhann Ingi Gunnarsson var svo þjálfari í þessu sigurliði Gústa,“ segir á Facebook-síðu Seinni bylgjunnar um úrslitin. „Það var aðeins Einar Andri sem veitti Gústa smá samkeppni með skemmtilegu liði þar sem FH-ingar eru áberandi og fengu frábæran liðsstyrk frá Alla Gísla, Bjarka Sig og Haukamanninum Ásgeiri Erni sem var óvænt val í Kaplakrika-lið Einars Andra. Það vakti óneitanlega athygli hversu fá atkvæði frábært lið Ásgeirs Arnar fékk en þar eru fjórir silfurdrengir og Gummi Gumm að þjálfa. Samt fékk liðið fæst atkvæði. Svona kemur 2020 sífellt á óvart.“ Þá er kosningu lokið en það var Bogdan-liðið hans Gústa Jóh sem rúllaði upp kosningunni. Gústi fékk yfir 350 like og 40...Posted by Seinni bylgjan on Wednesday, December 2, 2020
Handbolti Íslenski handboltinn Seinni bylgjan Tengdar fréttir Hver af sérfræðingum Seinni bylgjunnar valdi besta liðið: Taktu þátt í kosningunni Í síðasta þætti Seinni bylgjunnar voru sérfræðingar þáttarins beðnir um að draga í draumalið sitt skipað leikmönnum sem hafa leikið efstu deildar karla í handbolta hér á landi. 2. desember 2020 08:01 Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Enski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Sjá meira
Hver af sérfræðingum Seinni bylgjunnar valdi besta liðið: Taktu þátt í kosningunni Í síðasta þætti Seinni bylgjunnar voru sérfræðingar þáttarins beðnir um að draga í draumalið sitt skipað leikmönnum sem hafa leikið efstu deildar karla í handbolta hér á landi. 2. desember 2020 08:01