Frost í Reykjavík jafngildi 16 stigum í trúlega mesta kuldakasti síðan 2013 Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. desember 2020 23:41 Spákort ECMWF sem sýnir í litum hita í 850 hPa. EInar Sveinbjörnsson/Blika.is Kuldakastið sem gengur yfir landið næstu daga verður trúlega það mesta í Reykjavík í sjö ár. Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur í færslu á vefnum Bliku.is. Þegar vindkæling er tekin með í reikninginn megi búast við að frost í höfuðborginni jafngildi sextán stigum á fimmtudag og föstudag. „Norðan loftið sem steypist yfir okkur næstu daga er hreinræktað heimskautaloft. Kjarni þess fer suður yfir vestanvert landið,“ segir Einar í færslu sinni. Hann bendir á að vetrarkuldi sé almennt af tvennum toga: annars vegar þegar hæglátt er og stjörnubjart en hins vegar þegar loft kemur frá köldum svæðum með strekkingi og stundum hvassri norðanátt. „Þá mælist kannski ekki jafn mikið frost, en það bítur í vindinum. Þannig er það einmitt nú,“ segir Einar. Þannig megi vænta sex til sjö stiga frosts á höfuðborgarsvæðinu á fimmtudag og föstudag og vindi um 10 m/s. Sé „rykið dustað“ af vindkælingartölunum muni frost við Veðurstofuna Í Reykjavík á hádegi á fimmtudag jafngilda nærri sextán stigum. „Sé horft á vindinn saman með kulda loftsins þarf líklega að fara aftur til 2013 (4-6 des.) til að finna eitthvað sambærilegt. Þá var vindur heldur hægari, en meira frost. „Kuldagæði“ hins vegar svipuð. Mun kaldari tilvik má auðveldlega finna áður fyrr á árum s.s á milli 1965-1985,“ segir Einar. „Ef til vill er þörf á kuldaviðvörun þar sem dúða þarf leikskólabörn sérstaklega á fimmtudag og föstudag (kalt fram á laugardag) og aðrir úti við hugi að skjólgóðu höfuðfati og hlýjum vetrarskóm. Ullarvetlingar koma líka í góðar þarfir.“ Veður Reykjavík Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Fleiri fréttir Þyrfti að tvöfalda hlutfall smærri íbúða til að anna eftirspurn Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Sjá meira
„Norðan loftið sem steypist yfir okkur næstu daga er hreinræktað heimskautaloft. Kjarni þess fer suður yfir vestanvert landið,“ segir Einar í færslu sinni. Hann bendir á að vetrarkuldi sé almennt af tvennum toga: annars vegar þegar hæglátt er og stjörnubjart en hins vegar þegar loft kemur frá köldum svæðum með strekkingi og stundum hvassri norðanátt. „Þá mælist kannski ekki jafn mikið frost, en það bítur í vindinum. Þannig er það einmitt nú,“ segir Einar. Þannig megi vænta sex til sjö stiga frosts á höfuðborgarsvæðinu á fimmtudag og föstudag og vindi um 10 m/s. Sé „rykið dustað“ af vindkælingartölunum muni frost við Veðurstofuna Í Reykjavík á hádegi á fimmtudag jafngilda nærri sextán stigum. „Sé horft á vindinn saman með kulda loftsins þarf líklega að fara aftur til 2013 (4-6 des.) til að finna eitthvað sambærilegt. Þá var vindur heldur hægari, en meira frost. „Kuldagæði“ hins vegar svipuð. Mun kaldari tilvik má auðveldlega finna áður fyrr á árum s.s á milli 1965-1985,“ segir Einar. „Ef til vill er þörf á kuldaviðvörun þar sem dúða þarf leikskólabörn sérstaklega á fimmtudag og föstudag (kalt fram á laugardag) og aðrir úti við hugi að skjólgóðu höfuðfati og hlýjum vetrarskóm. Ullarvetlingar koma líka í góðar þarfir.“
Veður Reykjavík Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Fleiri fréttir Þyrfti að tvöfalda hlutfall smærri íbúða til að anna eftirspurn Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Sjá meira