Var búinn að gefa grænt ljós á íþróttaæfingar fullorðinna fyrir bakslagið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2020 14:29 Íslenskt afreksfólk þarf að bíða enn lengur eftir því að fá grænt ljós. vísir/vilhelm Íslenskar íþróttir voru svo nálægt því að fá að koma inn úr kuldanum en allt breyttist þetta með slæmum smittölum undanfarna daga. Bakslag síðustu daga var enn eitt áfallið fyrir íslenskar íþróttir því fram að því þá ætlaði sóttvarnalæknir að leggja það til að leyfa íþróttaæfingar fullorðinna með eða án snertingar í efstu deildum. Upplýsingar um fyrirhuguðu afléttingar Þórólfs Guðnasonar koma fram í minnisblaði sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra sem fréttastofa Stöð 2 og Vísis kallaði eftir. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði það til í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra þann 25. nóvember að á morgun, 2. desember, yrðu íþróttaæfingar fullorðinna með eða án snertingar í efstu deildum heimilar. Eftir að Þórólfur hafði skilað þessum tillögum sínum fór smituðum að fjölga á nýjan leik í samfélaginu og fór svo að Þórólfur skilaði nýjum tillögum til ráðherra og lagði til óbreytt ástand í eina til tvær vikur í viðbót. Heilbrigðisráðherra tilkynnti síðan í morgun að engar breytingar yrðu gerðar fyrr en í fyrsta lagi næstu viku. Íslenskt íþróttafólk, fullorðnir og ungmenni, mega því ekki æfa eða keppa eins og undanfarna tvo mánuði. Hefðu íþróttaæfingar fullorðinna fengið grænt ljóst þá hefði verið mögulega verið hægt að hefja keppni í efstu deildum fyrir jól en eftir tíðindi dagsins er ljóst að það verður ekkert spilað fyrr en í fyrsta lagi á nýju ári. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, var bæði vonsvikinn og reiður með tíðindi dagsins um að gildandi samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins verði áfram við lýði til 9. desember. Hér fyrir neðan má sjá tillöguna um fyrirkomulag æfinga í efstu deildum. Þetta átti að taka gildi í dag áður en sóttvarnarlæknir hætti við. 5. Íþróttaæfingar fullorðinna með eða án snertingar í íþróttum innan ÍSÍ verði heimilar í efstu deildum. Hámarksfjöldi í hverju hólfi verði 25 manns. Æfingar afreksmanna í einstaklingsbundnum íþróttum verði heimilar. Æfingar sem krefjast snertingar innan bardagaíþrótta verði ekki heimilar. Sameiginleg búningsaðstaða verði lokuð. Sameiginleg áhöld verði sótthreinsuð a.m.k. tvisvar á dag. Íþróttakeppni verði óheimil. Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Olís-deild karla Olís-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þórólfur gaf grænt ljós á sundlaugar og afreksíþróttir fyrir bakslagið Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði það til í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra þann 25. nóvember að á morgun, 2. desember, yrðu sund- og baðstaðir opnaðir að nýju með leyfi fyrir 50% af leyfilegum hámarksfjölda. 1. desember 2020 13:55 Formaður KKÍ vonsvikinn og reiður með tíðindi dagsins Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, var ekkert sérstaklega ánægður með tíðindin sem bárust um hádegið, að gildandi samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins verði áfram við lýði til 9. desember. Það þýðir að íslenskt íþróttafólk, fullorðnir og ungmenni, mega ekki æfa eða keppa eins og undanfarna tvo mánuði. 1. desember 2020 14:01 Sóttvarnalæknir lagði til 20 manna samkomubann áður en smitum fór fjölgandi Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir að á meðan kórónuveirufaraldurinn sé í vexti, líkt og nú er, sé ekki tilefni til þess að slaka á samkomutakmörkunum. Það sé of mikið að tíu til tuttugu smit séu að greinast á hverjum degi. 1. desember 2020 12:30 Mest lesið Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Fleiri fréttir Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Lando Norris hrifsaði til sín ráspólinn á elleftu stundu Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Sjá meira
Bakslag síðustu daga var enn eitt áfallið fyrir íslenskar íþróttir því fram að því þá ætlaði sóttvarnalæknir að leggja það til að leyfa íþróttaæfingar fullorðinna með eða án snertingar í efstu deildum. Upplýsingar um fyrirhuguðu afléttingar Þórólfs Guðnasonar koma fram í minnisblaði sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra sem fréttastofa Stöð 2 og Vísis kallaði eftir. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði það til í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra þann 25. nóvember að á morgun, 2. desember, yrðu íþróttaæfingar fullorðinna með eða án snertingar í efstu deildum heimilar. Eftir að Þórólfur hafði skilað þessum tillögum sínum fór smituðum að fjölga á nýjan leik í samfélaginu og fór svo að Þórólfur skilaði nýjum tillögum til ráðherra og lagði til óbreytt ástand í eina til tvær vikur í viðbót. Heilbrigðisráðherra tilkynnti síðan í morgun að engar breytingar yrðu gerðar fyrr en í fyrsta lagi næstu viku. Íslenskt íþróttafólk, fullorðnir og ungmenni, mega því ekki æfa eða keppa eins og undanfarna tvo mánuði. Hefðu íþróttaæfingar fullorðinna fengið grænt ljóst þá hefði verið mögulega verið hægt að hefja keppni í efstu deildum fyrir jól en eftir tíðindi dagsins er ljóst að það verður ekkert spilað fyrr en í fyrsta lagi á nýju ári. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, var bæði vonsvikinn og reiður með tíðindi dagsins um að gildandi samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins verði áfram við lýði til 9. desember. Hér fyrir neðan má sjá tillöguna um fyrirkomulag æfinga í efstu deildum. Þetta átti að taka gildi í dag áður en sóttvarnarlæknir hætti við. 5. Íþróttaæfingar fullorðinna með eða án snertingar í íþróttum innan ÍSÍ verði heimilar í efstu deildum. Hámarksfjöldi í hverju hólfi verði 25 manns. Æfingar afreksmanna í einstaklingsbundnum íþróttum verði heimilar. Æfingar sem krefjast snertingar innan bardagaíþrótta verði ekki heimilar. Sameiginleg búningsaðstaða verði lokuð. Sameiginleg áhöld verði sótthreinsuð a.m.k. tvisvar á dag. Íþróttakeppni verði óheimil.
Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Olís-deild karla Olís-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þórólfur gaf grænt ljós á sundlaugar og afreksíþróttir fyrir bakslagið Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði það til í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra þann 25. nóvember að á morgun, 2. desember, yrðu sund- og baðstaðir opnaðir að nýju með leyfi fyrir 50% af leyfilegum hámarksfjölda. 1. desember 2020 13:55 Formaður KKÍ vonsvikinn og reiður með tíðindi dagsins Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, var ekkert sérstaklega ánægður með tíðindin sem bárust um hádegið, að gildandi samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins verði áfram við lýði til 9. desember. Það þýðir að íslenskt íþróttafólk, fullorðnir og ungmenni, mega ekki æfa eða keppa eins og undanfarna tvo mánuði. 1. desember 2020 14:01 Sóttvarnalæknir lagði til 20 manna samkomubann áður en smitum fór fjölgandi Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir að á meðan kórónuveirufaraldurinn sé í vexti, líkt og nú er, sé ekki tilefni til þess að slaka á samkomutakmörkunum. Það sé of mikið að tíu til tuttugu smit séu að greinast á hverjum degi. 1. desember 2020 12:30 Mest lesið Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Fleiri fréttir Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Lando Norris hrifsaði til sín ráspólinn á elleftu stundu Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Sjá meira
Þórólfur gaf grænt ljós á sundlaugar og afreksíþróttir fyrir bakslagið Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði það til í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra þann 25. nóvember að á morgun, 2. desember, yrðu sund- og baðstaðir opnaðir að nýju með leyfi fyrir 50% af leyfilegum hámarksfjölda. 1. desember 2020 13:55
Formaður KKÍ vonsvikinn og reiður með tíðindi dagsins Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, var ekkert sérstaklega ánægður með tíðindin sem bárust um hádegið, að gildandi samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins verði áfram við lýði til 9. desember. Það þýðir að íslenskt íþróttafólk, fullorðnir og ungmenni, mega ekki æfa eða keppa eins og undanfarna tvo mánuði. 1. desember 2020 14:01
Sóttvarnalæknir lagði til 20 manna samkomubann áður en smitum fór fjölgandi Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir að á meðan kórónuveirufaraldurinn sé í vexti, líkt og nú er, sé ekki tilefni til þess að slaka á samkomutakmörkunum. Það sé of mikið að tíu til tuttugu smit séu að greinast á hverjum degi. 1. desember 2020 12:30