Skilinn eftir af móðurinni með makríldós, hrökkbrauðssneið og skál af flögum Atli Ísleifsson skrifar 1. desember 2020 11:53 Íbúðina er að finna í Haninge, suður af Stokkhólmi. EPA Sænski maðurinn, sem talinn er að hafi verið haldið í einangrun af móður sinni í 28 ár í íbúð suður af Stokkhólmi, var skilinn eftir í íbúðinni með dós af makríl, hrökkbrauði og skál af kartöfluflögum. Þetta kemur fram í frétt Aftonbladet í morgun. Þar segir að ættingi mannsins hafi komið að manninum þar sem hann lá vannærður á gólfinu í íbúðinni sem full var af sorpi og úrgangi. Móðir hans hafi verið lögð inn á sjúkrahús fyrir nokkrum vikum og skilið soninn eftir. Ættinginn, kona, sem kom að manninum hafði ekki séð hann í langan tíma og ákvað að kanna ástandið á honum þegar hún frétti að móðir hans dvaldi á sjúkrahúsi. Konan segist hafa komið að ólæstri íbúðinni og að algert myrkur hafi verið þar. Eina birtan hafi verið úr gömlu sjónvarpi sem kveikt var á. Hún hafi þá séð manninn þar sem hann lá á gólfinu, með mikil sár á líkamanum, tannlaus og með litla talgetu. „Þetta var eins og að ganga inn í hryllingsmynd,“ sagði konan í samtali við Expressen. Hún segir manninn þó hafa kannast við sig og hvíslað nafn hennar þegar hann kom auga á hana. Í haldi lögreglu Sænskir fjölmiðlar segja móðurina hafa skilið manninn eftir með eina skál af kartöfluflögum, hrökkbrauðssneið með osti og svo dós af makríl. Konan var lögð inn á sjúkrahús fyrir nokkrum vikum síðan. Móðir mannsins er á áttræðisaldri og er nú í haldi lögreglu vegna gruns um frelsissviptingu og líkamsmeiðingar. Unnið að kortlagningu á lífi mannsins Emma Olsson, saksóknari í málinu, segir að nú verði unnið að kortlagningu á lífi mannsins. Hún segir að maðurinn hafi gengist undir aðgerð á sjúkrahúsi en að hún hafi ekki nánari upplýsingar um líðan hans. Lögregla hyggst þó gera tilraun til að yfirheyra hann í dag. Sænskir fjölmiðlar segja að manninum hafi verið haldið í íbúðinni af móður sinni síðan hann var tólf ára gamall eða í 28 ár. Uppfært 2.12.2020: Konan er ekki lengur grunuð um saknæmt athæfi. Ekkert þykir benda til þess að manninum hafi verið haldið föngnum í íbúðinni. Sjá nánar hér. Svíþjóð Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt Aftonbladet í morgun. Þar segir að ættingi mannsins hafi komið að manninum þar sem hann lá vannærður á gólfinu í íbúðinni sem full var af sorpi og úrgangi. Móðir hans hafi verið lögð inn á sjúkrahús fyrir nokkrum vikum og skilið soninn eftir. Ættinginn, kona, sem kom að manninum hafði ekki séð hann í langan tíma og ákvað að kanna ástandið á honum þegar hún frétti að móðir hans dvaldi á sjúkrahúsi. Konan segist hafa komið að ólæstri íbúðinni og að algert myrkur hafi verið þar. Eina birtan hafi verið úr gömlu sjónvarpi sem kveikt var á. Hún hafi þá séð manninn þar sem hann lá á gólfinu, með mikil sár á líkamanum, tannlaus og með litla talgetu. „Þetta var eins og að ganga inn í hryllingsmynd,“ sagði konan í samtali við Expressen. Hún segir manninn þó hafa kannast við sig og hvíslað nafn hennar þegar hann kom auga á hana. Í haldi lögreglu Sænskir fjölmiðlar segja móðurina hafa skilið manninn eftir með eina skál af kartöfluflögum, hrökkbrauðssneið með osti og svo dós af makríl. Konan var lögð inn á sjúkrahús fyrir nokkrum vikum síðan. Móðir mannsins er á áttræðisaldri og er nú í haldi lögreglu vegna gruns um frelsissviptingu og líkamsmeiðingar. Unnið að kortlagningu á lífi mannsins Emma Olsson, saksóknari í málinu, segir að nú verði unnið að kortlagningu á lífi mannsins. Hún segir að maðurinn hafi gengist undir aðgerð á sjúkrahúsi en að hún hafi ekki nánari upplýsingar um líðan hans. Lögregla hyggst þó gera tilraun til að yfirheyra hann í dag. Sænskir fjölmiðlar segja að manninum hafi verið haldið í íbúðinni af móður sinni síðan hann var tólf ára gamall eða í 28 ár. Uppfært 2.12.2020: Konan er ekki lengur grunuð um saknæmt athæfi. Ekkert þykir benda til þess að manninum hafi verið haldið föngnum í íbúðinni. Sjá nánar hér.
Svíþjóð Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira