Segir að stelpur geti nú horft upp til kvenkyns leikmanna frekar en Messi eða Ronaldo Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. desember 2020 23:01 Pernille Harder vonar að aukin umfjöllun gefi ungum stelpum sem æfa fótbolta fleiri fyrirmyndir en aðeins þær sem finna má í karlaboltanum. Harriet Lander/Getty Images Pernille Harder, leikmaður Chelsea í ensku úrvalsdeildinni sem og danska landsliðsins, telur að nú geti stelpur sem æfi fótbolta loks horft upp til kvenkyns leikmanna frekar en þeirra bestu í karlaflokki. Harder gekk til liðs við Chelsea fyrir rúmlega 44 milljónir króna í sumar frá þýska félaginu Wolfsbug. Er það hæsta upphæð sem leikmaður hefur verið keyptur fyrir í kvennaboltanum. Hjá Wolfsburg lék Harder með Söru Björk Gunnarsdóttur, fyrirliði íslenska landsliðsins. „Þegar ég var ung var ekki möguleiki að sjá leiki úr kvennaboltanum í sjónvarpinu. Það var ekki mikil umfjöllun um kvennaboltann. Það var því erfitt að eignast kvenkyns fyrirmynd og flestar af mínum fyrirmyndum voru strákar. Marta de Silva var eina konan sem ég leit upp til, hún var stór fyrirmynd í mínu lífi. Ég horfði á klippur af henni á Youtube þegar ég gat,“ sagði Harder í viðtali á dögunum. „Á síðustu fimm árum hefur þetta aukist gífurlega og nú er fullt af leikjum í sjónvarpinu. Mikið af leikjunum okkar hér í Englandi eru sýndir í Danmörku, ég tel það jákvætt skref. Nú geta stelpur horft á okkur spila og við getum verið fyrirmyndir þeirra frekar en Lionel Messi eða Cristiano Ronaldo,“ bætti Harder við. "Girls can watch us play and now we can be their idols instead of Lionel Messi and Cristiano Ronaldo."— Sky Sports (@SkySports) November 30, 2020 Hin 28 ára gamla Harder er með betri leikmönnum heims um þessar mundir og var valin besti leikmaður Evrópu af knattspyrnusambandi álfunnar árið 2018. Afrekaskrá hennar er í lengri kantinum en Harder vann sænsku deildina með Linköpings FC árið 2016 eftir að hafa orðið sænskur bikarmeistari árin 2014 og 2015. Hún vann þýsku úrvalsdeildina alls fjórum sinnum með Wolfsburg, þýska bikarinn jafn oft ásamt því að lenda tvívegis í öðru sæti í Meistaradeild Evrópu. Sömu sögu er að segja af EM landsliða en þar lenti Danmörk í öðru sæti árið 2017. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Í beinni: Víkingur - Vestri | Bikarmeistararnir heimsækja Hamingjuna Íslenski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Sport Fleiri fréttir Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Sjá meira
Harder gekk til liðs við Chelsea fyrir rúmlega 44 milljónir króna í sumar frá þýska félaginu Wolfsbug. Er það hæsta upphæð sem leikmaður hefur verið keyptur fyrir í kvennaboltanum. Hjá Wolfsburg lék Harder með Söru Björk Gunnarsdóttur, fyrirliði íslenska landsliðsins. „Þegar ég var ung var ekki möguleiki að sjá leiki úr kvennaboltanum í sjónvarpinu. Það var ekki mikil umfjöllun um kvennaboltann. Það var því erfitt að eignast kvenkyns fyrirmynd og flestar af mínum fyrirmyndum voru strákar. Marta de Silva var eina konan sem ég leit upp til, hún var stór fyrirmynd í mínu lífi. Ég horfði á klippur af henni á Youtube þegar ég gat,“ sagði Harder í viðtali á dögunum. „Á síðustu fimm árum hefur þetta aukist gífurlega og nú er fullt af leikjum í sjónvarpinu. Mikið af leikjunum okkar hér í Englandi eru sýndir í Danmörku, ég tel það jákvætt skref. Nú geta stelpur horft á okkur spila og við getum verið fyrirmyndir þeirra frekar en Lionel Messi eða Cristiano Ronaldo,“ bætti Harder við. "Girls can watch us play and now we can be their idols instead of Lionel Messi and Cristiano Ronaldo."— Sky Sports (@SkySports) November 30, 2020 Hin 28 ára gamla Harder er með betri leikmönnum heims um þessar mundir og var valin besti leikmaður Evrópu af knattspyrnusambandi álfunnar árið 2018. Afrekaskrá hennar er í lengri kantinum en Harder vann sænsku deildina með Linköpings FC árið 2016 eftir að hafa orðið sænskur bikarmeistari árin 2014 og 2015. Hún vann þýsku úrvalsdeildina alls fjórum sinnum með Wolfsburg, þýska bikarinn jafn oft ásamt því að lenda tvívegis í öðru sæti í Meistaradeild Evrópu. Sömu sögu er að segja af EM landsliða en þar lenti Danmörk í öðru sæti árið 2017.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Í beinni: Víkingur - Vestri | Bikarmeistararnir heimsækja Hamingjuna Íslenski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Sport Fleiri fréttir Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Sjá meira