Curtis skaut Liverpool í 16-liða úrslitin eftir skógarhlaup Onana Anton Ingi Leifsson skrifar 1. desember 2020 21:53 Curtis skorar og Onana fylgist með. Paul Ellis/Getty Liverpool er komið áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir 1-0 sigur á Ajax á heimavelli í kvöld. Staðan var markalaus í hálfleik. Bæði lið fengu sín færi en ekki náðu þau að skora. Fyrsta og eina mark leiksins kom á 58. mínútu. Neco Williams gaf þá boltann fyrir markið og Andre Onana markvörður Ajax fór í skógarúthlaup og ætlaði að láta boltann fara. Það endaði þó ekki vel því á fjærstönginni var Curtis Jones sem kom boltanum í autt markið. Onana greip um höfuðið sér, skiljanlega, enda úthlaupið skelfilegt. 1 - Neco Williams' assist for Curtis Jones' goal was the first time two teenagers have combined for a goal in the Champions League for Liverpool. Development. pic.twitter.com/31xsMoQTiN— OptaJoe (@OptaJoe) December 1, 2020 Liverpool er þar af leiðandi komið í 16-liða úrslitin. Liðið er með tólf stig á toppi riðilsins, Atalanta er í öðru sætinu með átta, Ajax með sjö og Midtjylland eftir 1-1 jafntefli Atalanta og Midtjylland. Meistaradeild Evrópu
Liverpool er komið áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir 1-0 sigur á Ajax á heimavelli í kvöld. Staðan var markalaus í hálfleik. Bæði lið fengu sín færi en ekki náðu þau að skora. Fyrsta og eina mark leiksins kom á 58. mínútu. Neco Williams gaf þá boltann fyrir markið og Andre Onana markvörður Ajax fór í skógarúthlaup og ætlaði að láta boltann fara. Það endaði þó ekki vel því á fjærstönginni var Curtis Jones sem kom boltanum í autt markið. Onana greip um höfuðið sér, skiljanlega, enda úthlaupið skelfilegt. 1 - Neco Williams' assist for Curtis Jones' goal was the first time two teenagers have combined for a goal in the Champions League for Liverpool. Development. pic.twitter.com/31xsMoQTiN— OptaJoe (@OptaJoe) December 1, 2020 Liverpool er þar af leiðandi komið í 16-liða úrslitin. Liðið er með tólf stig á toppi riðilsins, Atalanta er í öðru sætinu með átta, Ajax með sjö og Midtjylland eftir 1-1 jafntefli Atalanta og Midtjylland.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti