Real Madrid í vandræðum Anton Ingi Leifsson skrifar 1. desember 2020 19:47 Baráttan í Kiev í kvöld. Stanislav Vedmid/Getty Real Madrid tapaði í kvöld öðru sinni fyrir Shahktar Donetsk í B-riðli Meistaradeildarinnar en Shakhtar vann 2-0 sigur í leik liðanna í dag. Þrátt fyrir að vera með hálft liðið í sóttkví í fyrri leik liðanna gerðu Úkraínumennirnir sér lítið fyrir og unnu á Spáni. Þeir endurtóku svo leikinn í kvöld. Staðan var markalaus í hálfleik á Stadion NSK Olimpiyskiy í Kiev en Dentinho kom Shahktar yfir á 57. mínútu og átta mínútum fyrir leikslok tvöfaldaði Manor Solomon forystuna. Solomon's two goals in the #UCL this season have come against Real Madrid.What a crucial goal it could be. pic.twitter.com/cxswoVpWzk— Squawka Football (@Squawka) December 1, 2020 Real er því með sjö stig í 3. sæti riðilsins, líkt og Shakhtar, sem er ofar á innbyrðisviðureign. Mönchengladbach er á toppnum með átta og Inter á botninum með tvö en þau mætast í kvöld. Í síðustu umferðinni fær Real Þjóðverjana í heimsókn og þurfa vinna þann leik, eða að minnsta kosti ná jafntefli, og treysta á hagstæð úrslit. @RealMadrid 2-3 @FCShakhtar_eng @FCShakhtar_eng 2-0 @RealMadrid Shakhtar go back to back and now Madrid sit 3rd in their @ChampionsLeague group with just 1 game remaining. pic.twitter.com/QW4e5RxWbg— SPORF (@Sporf) December 1, 2020 Í hinum leik dagsins sem lokið er vann Salzburg 3-1 sigur á Lokamotiv Moskvu. Mergim Berisha kom Salzburg í 2-0 með tveimur mörkum í fyrri hálfleik en Anton Miranchuk minnkaði muninn úr víti. Karim Adeyemi skoraði þriðja mark Salzburg níu mínútum fyrir leikslok en Salzburg er nú með fjögur stig í þriðja sætinu. Lokomotiv er á botninum með þrjú stig. Meistaradeild Evrópu
Real Madrid tapaði í kvöld öðru sinni fyrir Shahktar Donetsk í B-riðli Meistaradeildarinnar en Shakhtar vann 2-0 sigur í leik liðanna í dag. Þrátt fyrir að vera með hálft liðið í sóttkví í fyrri leik liðanna gerðu Úkraínumennirnir sér lítið fyrir og unnu á Spáni. Þeir endurtóku svo leikinn í kvöld. Staðan var markalaus í hálfleik á Stadion NSK Olimpiyskiy í Kiev en Dentinho kom Shahktar yfir á 57. mínútu og átta mínútum fyrir leikslok tvöfaldaði Manor Solomon forystuna. Solomon's two goals in the #UCL this season have come against Real Madrid.What a crucial goal it could be. pic.twitter.com/cxswoVpWzk— Squawka Football (@Squawka) December 1, 2020 Real er því með sjö stig í 3. sæti riðilsins, líkt og Shakhtar, sem er ofar á innbyrðisviðureign. Mönchengladbach er á toppnum með átta og Inter á botninum með tvö en þau mætast í kvöld. Í síðustu umferðinni fær Real Þjóðverjana í heimsókn og þurfa vinna þann leik, eða að minnsta kosti ná jafntefli, og treysta á hagstæð úrslit. @RealMadrid 2-3 @FCShakhtar_eng @FCShakhtar_eng 2-0 @RealMadrid Shakhtar go back to back and now Madrid sit 3rd in their @ChampionsLeague group with just 1 game remaining. pic.twitter.com/QW4e5RxWbg— SPORF (@Sporf) December 1, 2020 Í hinum leik dagsins sem lokið er vann Salzburg 3-1 sigur á Lokamotiv Moskvu. Mergim Berisha kom Salzburg í 2-0 með tveimur mörkum í fyrri hálfleik en Anton Miranchuk minnkaði muninn úr víti. Karim Adeyemi skoraði þriðja mark Salzburg níu mínútum fyrir leikslok en Salzburg er nú með fjögur stig í þriðja sætinu. Lokomotiv er á botninum með þrjú stig.
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti