Van Basten ráðleggur Ajax strákunum að „ráðast á“ Liverpool liðið í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2020 11:31 Það hefur vantað marga lykilmenn í Liverpool liðið að undanförnu og Marco van Basten veit það vel. Getty/samsett Liverpool má ekki misstíga sig aftur í Meistaradeildinni í kvöld þegar Ajax liðið kemur í heimsókn á Anfield. Hollenska goðsögnin Marco van Basten sér sóknarfæri fyrir sína menn í Ajax á móti Liverpool í Meistaradeildinni í kvöld. Varnarmenn Liverpool eru mistækir þessa dagana á mati eins besta sóknarmanns allra tíma og hann sér tækifæri fyrir sína menn til að nýta sér það á Anfield í kvöld. Liverpool vann fyrstu þrjá leiki sína í Meistaradeildinni þar af 1-0 sigur á Ajax í Hollandi. Eftir tap Liverpool á móti Atalanta í síðasta leik þá er komin meiri spenna í riðilinn. Liverpool er með 9 stig en bæði Ajax og Atalanta eru með 7 stig. Marco van Basten | They really make mistakes Ajax legend tells club to attack Liverpool youngsters in CL clash.https://t.co/L1o9lhtoNW #lfc— Sport Witness (@Sport_Witness) November 30, 2020 Marco van Basten mætti í viðtal í þættinum Rondo en þar ræddi þessi 56 ára gamla lifandi goðsögn möguleika Ajax á móti Liverpool liðinu. Liverpool hefur misst miðverðina Joe Gomez og Virgil Van Dijk í langtíma meiðsli og þá er Trent Alexander-Arnold einnig óleikfær vegna kálfameiðsla. Jürgen Klopp þarf því að treysta á yngri og óreyndari leikmenn í vörninni og það finnst Marco van Basten að Ajax liðið eigi að nýta sér. Van Basten nefndi sérstaklega þá Neco Williams og Rhys Williams sem hafa komið við sögu í síðustu leikjum. Liverpool gerði 1-1 jafntefli á móti Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni um helgina en þar áður tapaði liðið 2-0 á heimavelli á móti Atalanta í Meistaradeildinni. „Þeir eru núna komnir með allt aðra menn í vörnina og þessir menn eru að gera sig seka um mistök,“ sagði Van Basten „Ef Ajax spilar á móti þessum strákum þá þurfa þeir að ráðast á þá. Varnarleikurinn er ekki sterkasti hluti leiks Liverpool þessa stundina,“ sagði Marco van Basten. Neco Williams og Rhys Williams eru báðir aðeins nítján ára gamlir og þetta er fyrsta tímabilið þeirra í alvöru hlutverkum. Það hjálpar auðvitað ekki að Klopp er á fleygiferð með vörnina sína og er að gera breytingu á henni í hverjum leik. Leikur Liverpool og Ajax verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 klukkan frá klukkan 19.50 í kvöld en að auki verða þrír aðrir leikir sýndir beint eða Shakhtar Donetsk-Real Madrid (Stöð 2 Sport 4 kl. 17.55), Atlético Madrid-Bayern München (Stöð 2 Sport 3 kl. 20.00) og Porto-Manchester City (Stöð 2 Sport 5 kl. 20.00). Meistaradeildarmessan verður á Stöð 2 Sport 2 frá klukkan 19.30. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Barcelona - Mallorca | Geta náð sjö stiga forskoti Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Í beinni: Valur - Haukar | Síðast unnu Haukar með 35 stigum Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Í beinni: Fram - FH | Fyrsti heimaleikur Fram í efstu deild í 37 ár Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Bæði lið fengu skell síðast Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sjá meira
Hollenska goðsögnin Marco van Basten sér sóknarfæri fyrir sína menn í Ajax á móti Liverpool í Meistaradeildinni í kvöld. Varnarmenn Liverpool eru mistækir þessa dagana á mati eins besta sóknarmanns allra tíma og hann sér tækifæri fyrir sína menn til að nýta sér það á Anfield í kvöld. Liverpool vann fyrstu þrjá leiki sína í Meistaradeildinni þar af 1-0 sigur á Ajax í Hollandi. Eftir tap Liverpool á móti Atalanta í síðasta leik þá er komin meiri spenna í riðilinn. Liverpool er með 9 stig en bæði Ajax og Atalanta eru með 7 stig. Marco van Basten | They really make mistakes Ajax legend tells club to attack Liverpool youngsters in CL clash.https://t.co/L1o9lhtoNW #lfc— Sport Witness (@Sport_Witness) November 30, 2020 Marco van Basten mætti í viðtal í þættinum Rondo en þar ræddi þessi 56 ára gamla lifandi goðsögn möguleika Ajax á móti Liverpool liðinu. Liverpool hefur misst miðverðina Joe Gomez og Virgil Van Dijk í langtíma meiðsli og þá er Trent Alexander-Arnold einnig óleikfær vegna kálfameiðsla. Jürgen Klopp þarf því að treysta á yngri og óreyndari leikmenn í vörninni og það finnst Marco van Basten að Ajax liðið eigi að nýta sér. Van Basten nefndi sérstaklega þá Neco Williams og Rhys Williams sem hafa komið við sögu í síðustu leikjum. Liverpool gerði 1-1 jafntefli á móti Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni um helgina en þar áður tapaði liðið 2-0 á heimavelli á móti Atalanta í Meistaradeildinni. „Þeir eru núna komnir með allt aðra menn í vörnina og þessir menn eru að gera sig seka um mistök,“ sagði Van Basten „Ef Ajax spilar á móti þessum strákum þá þurfa þeir að ráðast á þá. Varnarleikurinn er ekki sterkasti hluti leiks Liverpool þessa stundina,“ sagði Marco van Basten. Neco Williams og Rhys Williams eru báðir aðeins nítján ára gamlir og þetta er fyrsta tímabilið þeirra í alvöru hlutverkum. Það hjálpar auðvitað ekki að Klopp er á fleygiferð með vörnina sína og er að gera breytingu á henni í hverjum leik. Leikur Liverpool og Ajax verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 klukkan frá klukkan 19.50 í kvöld en að auki verða þrír aðrir leikir sýndir beint eða Shakhtar Donetsk-Real Madrid (Stöð 2 Sport 4 kl. 17.55), Atlético Madrid-Bayern München (Stöð 2 Sport 3 kl. 20.00) og Porto-Manchester City (Stöð 2 Sport 5 kl. 20.00). Meistaradeildarmessan verður á Stöð 2 Sport 2 frá klukkan 19.30. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Barcelona - Mallorca | Geta náð sjö stiga forskoti Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Í beinni: Valur - Haukar | Síðast unnu Haukar með 35 stigum Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Í beinni: Fram - FH | Fyrsti heimaleikur Fram í efstu deild í 37 ár Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Bæði lið fengu skell síðast Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sjá meira