„Alltof mörg“ héldu gleðskapnum gangandi á hótelinu eftir lokun Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. nóvember 2020 18:53 Fólkið hélt áfram gleðskapnum eftir að barinn lokaði, að sögn yfirlögregluþjóns. Mynd er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Vísir/getty Allt að þrjátíu gestir voru samankomnir í einu rými á hóteli á Suðurlandi um helgina þegar lögreglu bar þar að garði við eftirlit. Hótelið hefur verið kært fyrir brot á sóttvarnalögum. Tilkynnt var um málið í vikuyfirliti lögreglu á Suðurlandi í dag. Þar segir að gestir hótelsins hafi komið sér fyrir í sal hótelsins, „að sögn með „eigin veitingar“,“ og hólfun og fjöldatakmarkanir hafi reynst „vera með þeim hætti að ekki yrði við unað.“ „Þetta var þannig að hótelið var búið að loka barnum og vildi meina að þetta væri þá einkasamkvæmi. En það er nú ekki svo einfalt,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, í samtali við Vísi. „Það voru alltof margir í rýminu og fjarlægðarmörk ekki virt og slíkt.“ Hann segist ekki með nákvæma tölu á því hversu margir hafi verið samankomnir í salnum en að þar hafi líklega verið milli 20 til 30 manns, allt Íslendingar. Hann vill ekki gefa upp hvar á Suðurlandi hótelið er staðsett. Margir reyni því miður á „léttu túlkunina“ „Við höfum aðeins verið að fá fregnir af því að hótel bjóði upp á jólahlaðborð þar sem eru að koma vinnustaðir og þá verið að hólfaskipta eitthvað niður. Sem betur fer er þetta oftast í góðu lagi en í einhverjum tilfellum er fólk að teygja sig aðeins út fyrir reglur. Þó að skipt sé niður í hólf liggja klósettin kannski saman og sami inngangur notaður. En það er bara ekki nóg,“ segir Sveinn. Málin séu sem betur fer ekki mörg en eitt og eitt komi inn á borð lögreglu. „Við reynum að hafa öflugt eftirlit. Það er það sem virðist skipta máli. Því miður eru margir sem vilja reyna að fara léttu túlkunina, finna „götin“ í reglunum. En meiningin er að túlka allt mjög þröngt þannig að við vinnum á þessu, ekki finna hvar eru glpppur og göt og hanga á því.“ Mál hótelsins um helgina er nú á borði ákærusviðs lögreglu á Suðurlandi. Sveinn segir að þar verði tekin ákvörðun um framhaldið; til að mynda hvort sektað verði. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Samkomubann á Íslandi Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Götum lokað í miðborginni vegna aðgerðar sérsveitar Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
Tilkynnt var um málið í vikuyfirliti lögreglu á Suðurlandi í dag. Þar segir að gestir hótelsins hafi komið sér fyrir í sal hótelsins, „að sögn með „eigin veitingar“,“ og hólfun og fjöldatakmarkanir hafi reynst „vera með þeim hætti að ekki yrði við unað.“ „Þetta var þannig að hótelið var búið að loka barnum og vildi meina að þetta væri þá einkasamkvæmi. En það er nú ekki svo einfalt,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, í samtali við Vísi. „Það voru alltof margir í rýminu og fjarlægðarmörk ekki virt og slíkt.“ Hann segist ekki með nákvæma tölu á því hversu margir hafi verið samankomnir í salnum en að þar hafi líklega verið milli 20 til 30 manns, allt Íslendingar. Hann vill ekki gefa upp hvar á Suðurlandi hótelið er staðsett. Margir reyni því miður á „léttu túlkunina“ „Við höfum aðeins verið að fá fregnir af því að hótel bjóði upp á jólahlaðborð þar sem eru að koma vinnustaðir og þá verið að hólfaskipta eitthvað niður. Sem betur fer er þetta oftast í góðu lagi en í einhverjum tilfellum er fólk að teygja sig aðeins út fyrir reglur. Þó að skipt sé niður í hólf liggja klósettin kannski saman og sami inngangur notaður. En það er bara ekki nóg,“ segir Sveinn. Málin séu sem betur fer ekki mörg en eitt og eitt komi inn á borð lögreglu. „Við reynum að hafa öflugt eftirlit. Það er það sem virðist skipta máli. Því miður eru margir sem vilja reyna að fara léttu túlkunina, finna „götin“ í reglunum. En meiningin er að túlka allt mjög þröngt þannig að við vinnum á þessu, ekki finna hvar eru glpppur og göt og hanga á því.“ Mál hótelsins um helgina er nú á borði ákærusviðs lögreglu á Suðurlandi. Sveinn segir að þar verði tekin ákvörðun um framhaldið; til að mynda hvort sektað verði.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Samkomubann á Íslandi Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Götum lokað í miðborginni vegna aðgerðar sérsveitar Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira