„Alltof mörg“ héldu gleðskapnum gangandi á hótelinu eftir lokun Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. nóvember 2020 18:53 Fólkið hélt áfram gleðskapnum eftir að barinn lokaði, að sögn yfirlögregluþjóns. Mynd er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Vísir/getty Allt að þrjátíu gestir voru samankomnir í einu rými á hóteli á Suðurlandi um helgina þegar lögreglu bar þar að garði við eftirlit. Hótelið hefur verið kært fyrir brot á sóttvarnalögum. Tilkynnt var um málið í vikuyfirliti lögreglu á Suðurlandi í dag. Þar segir að gestir hótelsins hafi komið sér fyrir í sal hótelsins, „að sögn með „eigin veitingar“,“ og hólfun og fjöldatakmarkanir hafi reynst „vera með þeim hætti að ekki yrði við unað.“ „Þetta var þannig að hótelið var búið að loka barnum og vildi meina að þetta væri þá einkasamkvæmi. En það er nú ekki svo einfalt,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, í samtali við Vísi. „Það voru alltof margir í rýminu og fjarlægðarmörk ekki virt og slíkt.“ Hann segist ekki með nákvæma tölu á því hversu margir hafi verið samankomnir í salnum en að þar hafi líklega verið milli 20 til 30 manns, allt Íslendingar. Hann vill ekki gefa upp hvar á Suðurlandi hótelið er staðsett. Margir reyni því miður á „léttu túlkunina“ „Við höfum aðeins verið að fá fregnir af því að hótel bjóði upp á jólahlaðborð þar sem eru að koma vinnustaðir og þá verið að hólfaskipta eitthvað niður. Sem betur fer er þetta oftast í góðu lagi en í einhverjum tilfellum er fólk að teygja sig aðeins út fyrir reglur. Þó að skipt sé niður í hólf liggja klósettin kannski saman og sami inngangur notaður. En það er bara ekki nóg,“ segir Sveinn. Málin séu sem betur fer ekki mörg en eitt og eitt komi inn á borð lögreglu. „Við reynum að hafa öflugt eftirlit. Það er það sem virðist skipta máli. Því miður eru margir sem vilja reyna að fara léttu túlkunina, finna „götin“ í reglunum. En meiningin er að túlka allt mjög þröngt þannig að við vinnum á þessu, ekki finna hvar eru glpppur og göt og hanga á því.“ Mál hótelsins um helgina er nú á borði ákærusviðs lögreglu á Suðurlandi. Sveinn segir að þar verði tekin ákvörðun um framhaldið; til að mynda hvort sektað verði. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Samkomubann á Íslandi Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sjá meira
Tilkynnt var um málið í vikuyfirliti lögreglu á Suðurlandi í dag. Þar segir að gestir hótelsins hafi komið sér fyrir í sal hótelsins, „að sögn með „eigin veitingar“,“ og hólfun og fjöldatakmarkanir hafi reynst „vera með þeim hætti að ekki yrði við unað.“ „Þetta var þannig að hótelið var búið að loka barnum og vildi meina að þetta væri þá einkasamkvæmi. En það er nú ekki svo einfalt,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, í samtali við Vísi. „Það voru alltof margir í rýminu og fjarlægðarmörk ekki virt og slíkt.“ Hann segist ekki með nákvæma tölu á því hversu margir hafi verið samankomnir í salnum en að þar hafi líklega verið milli 20 til 30 manns, allt Íslendingar. Hann vill ekki gefa upp hvar á Suðurlandi hótelið er staðsett. Margir reyni því miður á „léttu túlkunina“ „Við höfum aðeins verið að fá fregnir af því að hótel bjóði upp á jólahlaðborð þar sem eru að koma vinnustaðir og þá verið að hólfaskipta eitthvað niður. Sem betur fer er þetta oftast í góðu lagi en í einhverjum tilfellum er fólk að teygja sig aðeins út fyrir reglur. Þó að skipt sé niður í hólf liggja klósettin kannski saman og sami inngangur notaður. En það er bara ekki nóg,“ segir Sveinn. Málin séu sem betur fer ekki mörg en eitt og eitt komi inn á borð lögreglu. „Við reynum að hafa öflugt eftirlit. Það er það sem virðist skipta máli. Því miður eru margir sem vilja reyna að fara léttu túlkunina, finna „götin“ í reglunum. En meiningin er að túlka allt mjög þröngt þannig að við vinnum á þessu, ekki finna hvar eru glpppur og göt og hanga á því.“ Mál hótelsins um helgina er nú á borði ákærusviðs lögreglu á Suðurlandi. Sveinn segir að þar verði tekin ákvörðun um framhaldið; til að mynda hvort sektað verði.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Samkomubann á Íslandi Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sjá meira