Skýtur á United: „Fögnuðu eins og þeir hefðu orðið meistarar“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. nóvember 2020 13:01 Leikmenn Manchester United fagna Edinson Cavani eftir að hann skoraði sigurmark liðsins gegn Southampton. getty/Robin Jones Ralph Hasenhüttl, knattspyrnustjóri Southampton, skaut á Manchester United eftir leik liðanna í gær og sagði að Rauðu djöflarnir hefðu fagnað sigrinum eins og þeir hefðu orðið Englandsmeistarar. Southampton var 2-0 yfir í hálfleik gegn United í gær en missti forskotið niður í seinni hálfleik. Edinson Cavani breytti gangi mála fyrir United. Úrúgvæinn, sem kom inn á sem varamaður í hálfleik, skoraði tvö mörk og lagði upp eitt. Hasenhüttl fannst leikmenn United fagna sigrinum full innilega og Austurríkismaðurinn sagði að Southampton ætti að líta á það sem hrós. „Þú heyrir þá fagna í búningsklefanum. Þú veist hversu góður þú ert því þeir fagna eins og þeir hafi orðið Englandsmeistarar. Það er ákveðin yfirlýsing því þetta var erfiður leikur,“ sagði Hasenhüttl í leikslok. „Þeir þurftu að spila sinn besta leik til að vinna okkur og við getum verið stoltir af frammistöðu okkar. Við áttum frábær augnablik í þessum leik og ég er mjög sáttur við hvernig við spiluðum. Tvö tvö hefði verið í lagi fyrir okkur en síðan fengum við á okkur þriðja markið. Við spiluðum eins vel og við gátum í dag.“ Southampton er í 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með sautján stig, einu stigi á undan United sem er í 7. sætinu en á leik til góða. Næsti leikur Southampton er suðurstrandarslagur gegn Brighton mánudaginn 7. desember. Enski boltinn Tengdar fréttir Vonast til að De Gea geti mætt PSG Ole Gunnar Solskjær vonast til þess að spænski markmaðurinn David de Gea verði búinn að jafna sig fyrir stórleik Manchester United við PSG í Meistaradeild Evrópu á miðvikudagskvöld. 30. nóvember 2020 12:01 Cavani gæti farið í bann vegna skrifa á Instagram Enska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að taka til skoðunar skrif Edinson Cavani, hetju Mancheser United í sigrinum á Southampton í gær, á Instagram. 30. nóvember 2020 07:30 Varamaðurinn Cavani lykillinn að endurkomu United Manchester United virðist hafa fundið upp tímavél en liðið kom til baka eftir að hafa lent 2-0 undir gegn Southampton í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lokatölur 3-2 þökk sé ótrúlegri innkomu Edinson Cavani. 29. nóvember 2020 16:00 Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Fleiri fréttir Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Sjá meira
Southampton var 2-0 yfir í hálfleik gegn United í gær en missti forskotið niður í seinni hálfleik. Edinson Cavani breytti gangi mála fyrir United. Úrúgvæinn, sem kom inn á sem varamaður í hálfleik, skoraði tvö mörk og lagði upp eitt. Hasenhüttl fannst leikmenn United fagna sigrinum full innilega og Austurríkismaðurinn sagði að Southampton ætti að líta á það sem hrós. „Þú heyrir þá fagna í búningsklefanum. Þú veist hversu góður þú ert því þeir fagna eins og þeir hafi orðið Englandsmeistarar. Það er ákveðin yfirlýsing því þetta var erfiður leikur,“ sagði Hasenhüttl í leikslok. „Þeir þurftu að spila sinn besta leik til að vinna okkur og við getum verið stoltir af frammistöðu okkar. Við áttum frábær augnablik í þessum leik og ég er mjög sáttur við hvernig við spiluðum. Tvö tvö hefði verið í lagi fyrir okkur en síðan fengum við á okkur þriðja markið. Við spiluðum eins vel og við gátum í dag.“ Southampton er í 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með sautján stig, einu stigi á undan United sem er í 7. sætinu en á leik til góða. Næsti leikur Southampton er suðurstrandarslagur gegn Brighton mánudaginn 7. desember.
Enski boltinn Tengdar fréttir Vonast til að De Gea geti mætt PSG Ole Gunnar Solskjær vonast til þess að spænski markmaðurinn David de Gea verði búinn að jafna sig fyrir stórleik Manchester United við PSG í Meistaradeild Evrópu á miðvikudagskvöld. 30. nóvember 2020 12:01 Cavani gæti farið í bann vegna skrifa á Instagram Enska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að taka til skoðunar skrif Edinson Cavani, hetju Mancheser United í sigrinum á Southampton í gær, á Instagram. 30. nóvember 2020 07:30 Varamaðurinn Cavani lykillinn að endurkomu United Manchester United virðist hafa fundið upp tímavél en liðið kom til baka eftir að hafa lent 2-0 undir gegn Southampton í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lokatölur 3-2 þökk sé ótrúlegri innkomu Edinson Cavani. 29. nóvember 2020 16:00 Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Fleiri fréttir Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Sjá meira
Vonast til að De Gea geti mætt PSG Ole Gunnar Solskjær vonast til þess að spænski markmaðurinn David de Gea verði búinn að jafna sig fyrir stórleik Manchester United við PSG í Meistaradeild Evrópu á miðvikudagskvöld. 30. nóvember 2020 12:01
Cavani gæti farið í bann vegna skrifa á Instagram Enska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að taka til skoðunar skrif Edinson Cavani, hetju Mancheser United í sigrinum á Southampton í gær, á Instagram. 30. nóvember 2020 07:30
Varamaðurinn Cavani lykillinn að endurkomu United Manchester United virðist hafa fundið upp tímavél en liðið kom til baka eftir að hafa lent 2-0 undir gegn Southampton í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lokatölur 3-2 þökk sé ótrúlegri innkomu Edinson Cavani. 29. nóvember 2020 16:00