Átak í eldvörnum um allt land Húsnæðis- og mannvirkjstofnun 30. nóvember 2020 11:57 Eyrún Viktorsdóttir, forvarnarfulltrúi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur ýtt úr vör átakinu Eldklár. Markmiðið er að fræða landsmenn alla um brunavarnir og vekja fólk til umhugsunar. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur ýtt úr vör átakinu Eldklár. Markmiðið er að fræða landsmenn alla um brunavarnir og vekja fólk til umhugsunar. „Ástæða þess að við förum af stað með átakið er augljós en það hafa orðið alvarlegir brunar upp á síðakastið, mannskæðir brunar sem mikið hefur verið fjallað um og við skynjum ótta og óhug í samfélaginu. Því viljum við grípa inn í með fræðslu og forvörnum í formi þessa átaks því brunavarnir heimafyrir eru grundvallaratriði. Í öðru lagi er mikið álag á slökkviliði landsins og með átakinu vonumst við einnig til að draga úr álaginu,“ segir Eyrún Viktorsdóttir, forvarnarfulltrúi brunavarna hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Eldklár - Fjögur einföld atriði from Húsnæðis- og mannvirkjastofnun on Vimeo. Átakið fer þannig fram að fólk skráir þátttöku inni á heimasíðunni hms.is/eldklár eða á facebook. Þátttakendur fá sendan gátlista með þeim grundvallar brunavörum sem eiga að vera á hverju heimili. Síðan er farið yfir heimilið með gátlistann og hakað við það sem er í lagi. Ef einhverju þarf að bæta úr eru fræðslumyndbönd og upplýsingar inni á hms.is „Gátlistarnir eru almennir en einnig er hægt að sækja sérhæfðari fræðslu á heimasíðunni okkar, eftir því í hvernig húsnæði viðkomandi býr. Er til dæmis um einbýli að ræða, fjölbýli eða timburhús? Ólík viðmið geta gilt um mismunandi húsnæði,“ útskýrir Eyrún. „Þá fylgjum við þátttakendum eftir með því að senda reglulegar áminningar því það er auðvelt að gleyma sér. Nú er aðventan gengin í garð og landsmenn kveikja á kertum og skreyta heimilin jólaljósum. Sérstaka aðgát þarf því að viðhafa í jólamánuðinum en Eyrún segir Eldklár ekki hugsað sem tímabundið átak. „Við setjum enga endadagsetningu á þetta. Við leggjum áherslu á heimilin núna og svo í framhaldinu tökum við opinberar byggingar, skrifstofur, veitingastaði og svo koll af kolli. Við ætlum okkur að koma brunavörunum alls staðar í lag og eldklár verður fastur hluti af þjónustu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar næstu árin.“ Upplýsingar um átakið og skráningu er að finna á hms.is/eldklar . Einnig er hægt að fylgjast með átakinu á facebook Hús og heimili Jól Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Þykkari augnhár og augabrúnir – vísindin á bak við UKLASH Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Er hárið skemmt eða bara þurrt? Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Víkurverk hefur allt fyrir ferðalagið og meira til Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Sjá meira
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur ýtt úr vör átakinu Eldklár. Markmiðið er að fræða landsmenn alla um brunavarnir og vekja fólk til umhugsunar. „Ástæða þess að við förum af stað með átakið er augljós en það hafa orðið alvarlegir brunar upp á síðakastið, mannskæðir brunar sem mikið hefur verið fjallað um og við skynjum ótta og óhug í samfélaginu. Því viljum við grípa inn í með fræðslu og forvörnum í formi þessa átaks því brunavarnir heimafyrir eru grundvallaratriði. Í öðru lagi er mikið álag á slökkviliði landsins og með átakinu vonumst við einnig til að draga úr álaginu,“ segir Eyrún Viktorsdóttir, forvarnarfulltrúi brunavarna hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Eldklár - Fjögur einföld atriði from Húsnæðis- og mannvirkjastofnun on Vimeo. Átakið fer þannig fram að fólk skráir þátttöku inni á heimasíðunni hms.is/eldklár eða á facebook. Þátttakendur fá sendan gátlista með þeim grundvallar brunavörum sem eiga að vera á hverju heimili. Síðan er farið yfir heimilið með gátlistann og hakað við það sem er í lagi. Ef einhverju þarf að bæta úr eru fræðslumyndbönd og upplýsingar inni á hms.is „Gátlistarnir eru almennir en einnig er hægt að sækja sérhæfðari fræðslu á heimasíðunni okkar, eftir því í hvernig húsnæði viðkomandi býr. Er til dæmis um einbýli að ræða, fjölbýli eða timburhús? Ólík viðmið geta gilt um mismunandi húsnæði,“ útskýrir Eyrún. „Þá fylgjum við þátttakendum eftir með því að senda reglulegar áminningar því það er auðvelt að gleyma sér. Nú er aðventan gengin í garð og landsmenn kveikja á kertum og skreyta heimilin jólaljósum. Sérstaka aðgát þarf því að viðhafa í jólamánuðinum en Eyrún segir Eldklár ekki hugsað sem tímabundið átak. „Við setjum enga endadagsetningu á þetta. Við leggjum áherslu á heimilin núna og svo í framhaldinu tökum við opinberar byggingar, skrifstofur, veitingastaði og svo koll af kolli. Við ætlum okkur að koma brunavörunum alls staðar í lag og eldklár verður fastur hluti af þjónustu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar næstu árin.“ Upplýsingar um átakið og skráningu er að finna á hms.is/eldklar . Einnig er hægt að fylgjast með átakinu á facebook
Upplýsingar um átakið og skráningu er að finna á hms.is/eldklar . Einnig er hægt að fylgjast með átakinu á facebook
Hús og heimili Jól Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Þykkari augnhár og augabrúnir – vísindin á bak við UKLASH Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Er hárið skemmt eða bara þurrt? Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Víkurverk hefur allt fyrir ferðalagið og meira til Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Sjá meira