Vonast til að De Gea geti mætt PSG Sindri Sverrisson skrifar 30. nóvember 2020 12:01 David de Gea fær aðhlynningu eftir að hafa meiðst gegn Southampton í gær. Getty/Mike Hewitt Ole Gunnar Solskjær vonast til þess að spænski markmaðurinn David de Gea verði búinn að jafna sig fyrir stórleik Manchester United við PSG í Meistaradeild Evrópu á miðvikudagskvöld. De Gea fór meiddur af velli eftir fyrri hálfleik í leik United við Southampton í gær. Þá var staðan 2-0 fyrir Southampton. Lítið reyndi á Dean Henderson sem stóð í markinu í seinni hálfleik þegar United sneri leiknum sér í vil og vann 3-2. De Gea skall með vinstra hnéð í stöngina þegar hann reyndi að verjast aukaspyrnu James Ward-Prowse, þegar Southampton komst í 2-0. Solskjær var spurður út í meiðslin eftir leik: „Við skulum fara með De Gea í smávægilega skönnun eða skoðun. Vonandi verður hann í lagi á miðvikudaginn en ég er ekki viss,“ sagði knattspyrnustjórinn. „Dean spilaði samt vel. Hann er markmaður sem er vanur því að láta í sér heyra. Hann vill skipuleggja liðið. Hann þurfti ekki að taka á honum stóra sínum í markvörslunum en sýndi öryggi í höndunum,“ sagði Solskjær. View this post on Instagram A post shared by Dean Henderson (@deanhenderson) Þetta var fyrsti leikur Hendersons fyrir Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. Áður hafði hann spilað í deildabikarnum og Meistaradeild Evrópu á þessari leiktíð, eftir að hafa verið að láni hjá Sheffield United síðustu tvö ár og þótt standa sig vel í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Spurður út í orðróm þess efnis að Henderson færi að láni í janúar sagði Solskjær í síðustu viku að enski markmaðurinn „vildi vera áfram hjá Manchester United“. Henderson berst fyrir sæti sínu í enska landsliðshópnum sem fer á EM næsta sumar. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Tengdar fréttir Varamaðurinn Cavani lykillinn að endurkomu United Manchester United virðist hafa fundið upp tímavél en liðið kom til baka eftir að hafa lent 2-0 undir gegn Southampton í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lokatölur 3-2 þökk sé ótrúlegri innkomu Edinson Cavani. 29. nóvember 2020 16:00 Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Newcastle býður í Sesko Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Sjá meira
De Gea fór meiddur af velli eftir fyrri hálfleik í leik United við Southampton í gær. Þá var staðan 2-0 fyrir Southampton. Lítið reyndi á Dean Henderson sem stóð í markinu í seinni hálfleik þegar United sneri leiknum sér í vil og vann 3-2. De Gea skall með vinstra hnéð í stöngina þegar hann reyndi að verjast aukaspyrnu James Ward-Prowse, þegar Southampton komst í 2-0. Solskjær var spurður út í meiðslin eftir leik: „Við skulum fara með De Gea í smávægilega skönnun eða skoðun. Vonandi verður hann í lagi á miðvikudaginn en ég er ekki viss,“ sagði knattspyrnustjórinn. „Dean spilaði samt vel. Hann er markmaður sem er vanur því að láta í sér heyra. Hann vill skipuleggja liðið. Hann þurfti ekki að taka á honum stóra sínum í markvörslunum en sýndi öryggi í höndunum,“ sagði Solskjær. View this post on Instagram A post shared by Dean Henderson (@deanhenderson) Þetta var fyrsti leikur Hendersons fyrir Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. Áður hafði hann spilað í deildabikarnum og Meistaradeild Evrópu á þessari leiktíð, eftir að hafa verið að láni hjá Sheffield United síðustu tvö ár og þótt standa sig vel í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Spurður út í orðróm þess efnis að Henderson færi að láni í janúar sagði Solskjær í síðustu viku að enski markmaðurinn „vildi vera áfram hjá Manchester United“. Henderson berst fyrir sæti sínu í enska landsliðshópnum sem fer á EM næsta sumar. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Tengdar fréttir Varamaðurinn Cavani lykillinn að endurkomu United Manchester United virðist hafa fundið upp tímavél en liðið kom til baka eftir að hafa lent 2-0 undir gegn Southampton í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lokatölur 3-2 þökk sé ótrúlegri innkomu Edinson Cavani. 29. nóvember 2020 16:00 Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Newcastle býður í Sesko Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Sjá meira
Varamaðurinn Cavani lykillinn að endurkomu United Manchester United virðist hafa fundið upp tímavél en liðið kom til baka eftir að hafa lent 2-0 undir gegn Southampton í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lokatölur 3-2 þökk sé ótrúlegri innkomu Edinson Cavani. 29. nóvember 2020 16:00