Shearer æsti sig: Við erum að tala um líf eða dauða Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. nóvember 2020 10:31 Það leit út fyrir að David Luiz væri í engu ástandi til að halda áfram en hann fékk samt að fara aftur inn á völlinn. EPA-EFE/Catherine Ivill Árið er 2020 en samt fékk Arsenal maðurinn David Luiz að fara aftur inn á völlinn í gærkvöldi þrátt fyrir að hafa skömmu áður fengið slæmt höfuðhögg. Upptendraður Alan Shearer kallaði eftir breyttum vinnubrögðum. Margir hafa hneykslast á því af hverju Arsenal maðurinn David Luiz fékk að fara aftur inn á völlinn eftir höfuðhöggið sitt í gær. Höfuðhögg í kappleikjum eru lífsins alvara og rangar ákvarðanir geta haft langvarandi slæmar afleiðingar fyrir íþróttafólkið bæði innan sem utan vallar. Þetta vita allir í dag og því hefur atvikið í lokaleik gærdagsins í ensku úrvalsdeildinni vakið upp hörð viðbrögð. Raul Jimenez og David Luiz skullu illa saman í leik Arsenal og Úlfanna í ensku úrvalsdeildinni sem endaði með því að Raul Jimenez var fluttur burt í sjúkrabíl. David Luiz kom hins vegar aftur inn á völlinn með hausinn allan vafinn en var síðan skipt útaf í hálfleik. Það er í raun óskiljanlegt að Brasilíumaðurinn hafi fengið að spila áfram eftir þetta mikla höfuðhögg. Raul Jimenez had to be stretchered off against Arsenal after a clash of heads with David Luiz.Get well soon pic.twitter.com/Td0o0PK5LB— B/R Football (@brfootball) November 29, 2020 Arsenal sagðist hafa fylgt öllum reglum en það blæddi í gegnum vafninginn sem var utan um allt höfuð David Luiz þegar hann kom aftur inn á völlinn. Alan Shearer ræddi þessi mál í þættinum „Match of the Day“ hjá breska ríkisútvarpinu í gærkvöldi. Markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar var allt annað en sáttur með það sem hann varð vitni af í gær. Alan Shearer er ekki í vafa um það að það þurfi að passa betur upp á leikmenn þegar kemur að höfuðhöggum á fótboltavellinum. Shearer hefur einnig verið í fararbroddi í umræðunni um heilabilun sem er mun algengari meðal gamalla fótboltamanna en hjá öðrum. „Við erum að tala um líf eða dauða hérna. Við erum að tala um feril leikmanna og hvernig þeir geta orðið að engu. Þetta er ekki boðlegt og hefur verið í gangi alltof lengi,“ sagði Alan Shearer. „Það hefur verið umræða um að gera tilraunir með höfuðhöggsvaramenn en hvað þarf að prófa þar? Af hverju er slíkt ekki orðið að veruleika núna? Við höfum séð fund eftir fund eftir fund. Það þarft ekkert að prófa þetta. Við þurfum bara að taka þetta upp,“ sagði Shearer en það má sjá umræðuna um höfuðhöggin hér fyrir neðan. "It is not acceptable."@markchapman, @alanshearer and @jjenas8 discuss concussion protocol in football - and what needs to change.#MOTD2 pic.twitter.com/7y87l8Ok4u— Match of the Day (@BBCMOTD) November 29, 2020 Enski boltinn Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Sjá meira
Margir hafa hneykslast á því af hverju Arsenal maðurinn David Luiz fékk að fara aftur inn á völlinn eftir höfuðhöggið sitt í gær. Höfuðhögg í kappleikjum eru lífsins alvara og rangar ákvarðanir geta haft langvarandi slæmar afleiðingar fyrir íþróttafólkið bæði innan sem utan vallar. Þetta vita allir í dag og því hefur atvikið í lokaleik gærdagsins í ensku úrvalsdeildinni vakið upp hörð viðbrögð. Raul Jimenez og David Luiz skullu illa saman í leik Arsenal og Úlfanna í ensku úrvalsdeildinni sem endaði með því að Raul Jimenez var fluttur burt í sjúkrabíl. David Luiz kom hins vegar aftur inn á völlinn með hausinn allan vafinn en var síðan skipt útaf í hálfleik. Það er í raun óskiljanlegt að Brasilíumaðurinn hafi fengið að spila áfram eftir þetta mikla höfuðhögg. Raul Jimenez had to be stretchered off against Arsenal after a clash of heads with David Luiz.Get well soon pic.twitter.com/Td0o0PK5LB— B/R Football (@brfootball) November 29, 2020 Arsenal sagðist hafa fylgt öllum reglum en það blæddi í gegnum vafninginn sem var utan um allt höfuð David Luiz þegar hann kom aftur inn á völlinn. Alan Shearer ræddi þessi mál í þættinum „Match of the Day“ hjá breska ríkisútvarpinu í gærkvöldi. Markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar var allt annað en sáttur með það sem hann varð vitni af í gær. Alan Shearer er ekki í vafa um það að það þurfi að passa betur upp á leikmenn þegar kemur að höfuðhöggum á fótboltavellinum. Shearer hefur einnig verið í fararbroddi í umræðunni um heilabilun sem er mun algengari meðal gamalla fótboltamanna en hjá öðrum. „Við erum að tala um líf eða dauða hérna. Við erum að tala um feril leikmanna og hvernig þeir geta orðið að engu. Þetta er ekki boðlegt og hefur verið í gangi alltof lengi,“ sagði Alan Shearer. „Það hefur verið umræða um að gera tilraunir með höfuðhöggsvaramenn en hvað þarf að prófa þar? Af hverju er slíkt ekki orðið að veruleika núna? Við höfum séð fund eftir fund eftir fund. Það þarft ekkert að prófa þetta. Við þurfum bara að taka þetta upp,“ sagði Shearer en það má sjá umræðuna um höfuðhöggin hér fyrir neðan. "It is not acceptable."@markchapman, @alanshearer and @jjenas8 discuss concussion protocol in football - and what needs to change.#MOTD2 pic.twitter.com/7y87l8Ok4u— Match of the Day (@BBCMOTD) November 29, 2020
Enski boltinn Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Sjá meira