Shearer æsti sig: Við erum að tala um líf eða dauða Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. nóvember 2020 10:31 Það leit út fyrir að David Luiz væri í engu ástandi til að halda áfram en hann fékk samt að fara aftur inn á völlinn. EPA-EFE/Catherine Ivill Árið er 2020 en samt fékk Arsenal maðurinn David Luiz að fara aftur inn á völlinn í gærkvöldi þrátt fyrir að hafa skömmu áður fengið slæmt höfuðhögg. Upptendraður Alan Shearer kallaði eftir breyttum vinnubrögðum. Margir hafa hneykslast á því af hverju Arsenal maðurinn David Luiz fékk að fara aftur inn á völlinn eftir höfuðhöggið sitt í gær. Höfuðhögg í kappleikjum eru lífsins alvara og rangar ákvarðanir geta haft langvarandi slæmar afleiðingar fyrir íþróttafólkið bæði innan sem utan vallar. Þetta vita allir í dag og því hefur atvikið í lokaleik gærdagsins í ensku úrvalsdeildinni vakið upp hörð viðbrögð. Raul Jimenez og David Luiz skullu illa saman í leik Arsenal og Úlfanna í ensku úrvalsdeildinni sem endaði með því að Raul Jimenez var fluttur burt í sjúkrabíl. David Luiz kom hins vegar aftur inn á völlinn með hausinn allan vafinn en var síðan skipt útaf í hálfleik. Það er í raun óskiljanlegt að Brasilíumaðurinn hafi fengið að spila áfram eftir þetta mikla höfuðhögg. Raul Jimenez had to be stretchered off against Arsenal after a clash of heads with David Luiz.Get well soon pic.twitter.com/Td0o0PK5LB— B/R Football (@brfootball) November 29, 2020 Arsenal sagðist hafa fylgt öllum reglum en það blæddi í gegnum vafninginn sem var utan um allt höfuð David Luiz þegar hann kom aftur inn á völlinn. Alan Shearer ræddi þessi mál í þættinum „Match of the Day“ hjá breska ríkisútvarpinu í gærkvöldi. Markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar var allt annað en sáttur með það sem hann varð vitni af í gær. Alan Shearer er ekki í vafa um það að það þurfi að passa betur upp á leikmenn þegar kemur að höfuðhöggum á fótboltavellinum. Shearer hefur einnig verið í fararbroddi í umræðunni um heilabilun sem er mun algengari meðal gamalla fótboltamanna en hjá öðrum. „Við erum að tala um líf eða dauða hérna. Við erum að tala um feril leikmanna og hvernig þeir geta orðið að engu. Þetta er ekki boðlegt og hefur verið í gangi alltof lengi,“ sagði Alan Shearer. „Það hefur verið umræða um að gera tilraunir með höfuðhöggsvaramenn en hvað þarf að prófa þar? Af hverju er slíkt ekki orðið að veruleika núna? Við höfum séð fund eftir fund eftir fund. Það þarft ekkert að prófa þetta. Við þurfum bara að taka þetta upp,“ sagði Shearer en það má sjá umræðuna um höfuðhöggin hér fyrir neðan. "It is not acceptable."@markchapman, @alanshearer and @jjenas8 discuss concussion protocol in football - and what needs to change.#MOTD2 pic.twitter.com/7y87l8Ok4u— Match of the Day (@BBCMOTD) November 29, 2020 Enski boltinn Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Sjá meira
Margir hafa hneykslast á því af hverju Arsenal maðurinn David Luiz fékk að fara aftur inn á völlinn eftir höfuðhöggið sitt í gær. Höfuðhögg í kappleikjum eru lífsins alvara og rangar ákvarðanir geta haft langvarandi slæmar afleiðingar fyrir íþróttafólkið bæði innan sem utan vallar. Þetta vita allir í dag og því hefur atvikið í lokaleik gærdagsins í ensku úrvalsdeildinni vakið upp hörð viðbrögð. Raul Jimenez og David Luiz skullu illa saman í leik Arsenal og Úlfanna í ensku úrvalsdeildinni sem endaði með því að Raul Jimenez var fluttur burt í sjúkrabíl. David Luiz kom hins vegar aftur inn á völlinn með hausinn allan vafinn en var síðan skipt útaf í hálfleik. Það er í raun óskiljanlegt að Brasilíumaðurinn hafi fengið að spila áfram eftir þetta mikla höfuðhögg. Raul Jimenez had to be stretchered off against Arsenal after a clash of heads with David Luiz.Get well soon pic.twitter.com/Td0o0PK5LB— B/R Football (@brfootball) November 29, 2020 Arsenal sagðist hafa fylgt öllum reglum en það blæddi í gegnum vafninginn sem var utan um allt höfuð David Luiz þegar hann kom aftur inn á völlinn. Alan Shearer ræddi þessi mál í þættinum „Match of the Day“ hjá breska ríkisútvarpinu í gærkvöldi. Markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar var allt annað en sáttur með það sem hann varð vitni af í gær. Alan Shearer er ekki í vafa um það að það þurfi að passa betur upp á leikmenn þegar kemur að höfuðhöggum á fótboltavellinum. Shearer hefur einnig verið í fararbroddi í umræðunni um heilabilun sem er mun algengari meðal gamalla fótboltamanna en hjá öðrum. „Við erum að tala um líf eða dauða hérna. Við erum að tala um feril leikmanna og hvernig þeir geta orðið að engu. Þetta er ekki boðlegt og hefur verið í gangi alltof lengi,“ sagði Alan Shearer. „Það hefur verið umræða um að gera tilraunir með höfuðhöggsvaramenn en hvað þarf að prófa þar? Af hverju er slíkt ekki orðið að veruleika núna? Við höfum séð fund eftir fund eftir fund. Það þarft ekkert að prófa þetta. Við þurfum bara að taka þetta upp,“ sagði Shearer en það má sjá umræðuna um höfuðhöggin hér fyrir neðan. "It is not acceptable."@markchapman, @alanshearer and @jjenas8 discuss concussion protocol in football - and what needs to change.#MOTD2 pic.twitter.com/7y87l8Ok4u— Match of the Day (@BBCMOTD) November 29, 2020
Enski boltinn Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Sjá meira