Felldur í formannskjöri en hyggst sitja áfram sem forsætisráðherra Kristján Már Unnarsson skrifar 30. nóvember 2020 00:00 Kim Kielsen hafði gegnt formannsembætti Siumut-flokksins í sex ár. Egill Aðalsteinsson Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, var felldur úr formannsstóli Siumut-flokksins á landsþingi flokksins í Nuuk í kvöld. Erik Jensen, þingmaður Siumut, sem leitt hefur andstöðu gegn Kielsen innan flokksins, hafði betur í formannskjöri, hlaut 39 atkvæði en Kielsen hlaut 32 atkvæði í síðari umferð. Þrátt fyrir tapið hyggst Kim Kielsen sitja áfram sem forsætisráðherra og leiðtogi Grænlands, að því er grænlenska ríkisútvarpið KNR greinir frá. Vísað er til fordæmis frá árunum 1988 til 1991 þegar Lars-Emil Johansen var formaður Siumut meðan Jonathan Motzfeldt var formaður heimastjórnar Grænlands, sem þá var. „Þetta er léttir. Núna hef ég tíma til að gera það sem mér finnst skemmtilegt og það er að vera úti í náttúrunni,“ sagði Kim Kielsen við KNR en hann hafði áður ítrekað staðið af sér vantrauststillögur innan eigin flokks. Kim Kielsen í sal grænlenska þingsins í Nuuk.Vísir/EPA. Hvort hann haldi forsætisráðherrastólnum lengi er þó óvíst. Nýr formaður segir að það eigi eftir að ræða nánar við fráfarandi formann og innan aðalstjórnar flokksins. Það verði þó að virða að sú ákvörðun sé á valdi þjóðþingsins. Þær Vivian Motzfeldt og Inga Dóra Guðmundsdóttir Markussen voru kjörnar varaformenn flokksins, Inga Dóra sem varaformaður skipulagsmála. Hún var áður framkvæmdastjóri Vestnorræna ráðsins og er að hluta alin upp á Íslandi, dóttir Guðmundar Þorsteinssonar, Gujo, og Benedikte Thorsteinsson, fyrrverandi ráðherra. Í heimsókn forseta Íslands til Grænlands í fyrra voru þau Benedikte og Guðmundur sæmd hinni íslensku fálkaorðu fyrir framlag sitt til samstarfs og vináttu Íslendinga og Grænlendinga, sem greint var frá í þessari frétt: Grænland Tengdar fréttir Kielsen rétt slapp undan vantrausti vegna grásleppu Vantrauststillögu gegn Kim Kielsen forsætisráðherra var vísað frá með aðeins eins atkvæðis mun á grænlenska þinginu í Nuuk á ellefta tímanum í gærkvöldi eftir sex stunda snarpar umræður. Kielsen heldur því áfram stöðu sinni sem leiðtogi Grænlands. 9. október 2020 06:45 Kim Kielsen myndar nýja landsstjórn á Grænlandi Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, kynnti nýja landsstjórn á fréttamannafundi í Nuuk í gær. Nýr flokkur, Demokraterne, gekk eftir nokkurra vikna viðræður til liðs við minnihlutastjórn Siumut-flokksins og Nunatta Qitornai-flokksins, sem þar með varð meirihlutastjórn. 30. maí 2020 08:10 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira
Þrátt fyrir tapið hyggst Kim Kielsen sitja áfram sem forsætisráðherra og leiðtogi Grænlands, að því er grænlenska ríkisútvarpið KNR greinir frá. Vísað er til fordæmis frá árunum 1988 til 1991 þegar Lars-Emil Johansen var formaður Siumut meðan Jonathan Motzfeldt var formaður heimastjórnar Grænlands, sem þá var. „Þetta er léttir. Núna hef ég tíma til að gera það sem mér finnst skemmtilegt og það er að vera úti í náttúrunni,“ sagði Kim Kielsen við KNR en hann hafði áður ítrekað staðið af sér vantrauststillögur innan eigin flokks. Kim Kielsen í sal grænlenska þingsins í Nuuk.Vísir/EPA. Hvort hann haldi forsætisráðherrastólnum lengi er þó óvíst. Nýr formaður segir að það eigi eftir að ræða nánar við fráfarandi formann og innan aðalstjórnar flokksins. Það verði þó að virða að sú ákvörðun sé á valdi þjóðþingsins. Þær Vivian Motzfeldt og Inga Dóra Guðmundsdóttir Markussen voru kjörnar varaformenn flokksins, Inga Dóra sem varaformaður skipulagsmála. Hún var áður framkvæmdastjóri Vestnorræna ráðsins og er að hluta alin upp á Íslandi, dóttir Guðmundar Þorsteinssonar, Gujo, og Benedikte Thorsteinsson, fyrrverandi ráðherra. Í heimsókn forseta Íslands til Grænlands í fyrra voru þau Benedikte og Guðmundur sæmd hinni íslensku fálkaorðu fyrir framlag sitt til samstarfs og vináttu Íslendinga og Grænlendinga, sem greint var frá í þessari frétt:
Grænland Tengdar fréttir Kielsen rétt slapp undan vantrausti vegna grásleppu Vantrauststillögu gegn Kim Kielsen forsætisráðherra var vísað frá með aðeins eins atkvæðis mun á grænlenska þinginu í Nuuk á ellefta tímanum í gærkvöldi eftir sex stunda snarpar umræður. Kielsen heldur því áfram stöðu sinni sem leiðtogi Grænlands. 9. október 2020 06:45 Kim Kielsen myndar nýja landsstjórn á Grænlandi Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, kynnti nýja landsstjórn á fréttamannafundi í Nuuk í gær. Nýr flokkur, Demokraterne, gekk eftir nokkurra vikna viðræður til liðs við minnihlutastjórn Siumut-flokksins og Nunatta Qitornai-flokksins, sem þar með varð meirihlutastjórn. 30. maí 2020 08:10 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira
Kielsen rétt slapp undan vantrausti vegna grásleppu Vantrauststillögu gegn Kim Kielsen forsætisráðherra var vísað frá með aðeins eins atkvæðis mun á grænlenska þinginu í Nuuk á ellefta tímanum í gærkvöldi eftir sex stunda snarpar umræður. Kielsen heldur því áfram stöðu sinni sem leiðtogi Grænlands. 9. október 2020 06:45
Kim Kielsen myndar nýja landsstjórn á Grænlandi Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, kynnti nýja landsstjórn á fréttamannafundi í Nuuk í gær. Nýr flokkur, Demokraterne, gekk eftir nokkurra vikna viðræður til liðs við minnihlutastjórn Siumut-flokksins og Nunatta Qitornai-flokksins, sem þar með varð meirihlutastjórn. 30. maí 2020 08:10