Fimm úr nærumhverfi Víðis og eiginkonu hans smituð Sylvía Hall skrifar 28. nóvember 2020 19:44 Víðir Reynisson er í einangrun eftir að hafa greinst með kórónuveiruna. Vísir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn er nú á fjórða degi veikinda eftir að hafa greinst með kórónuveirusmit. Hann segir daginn í dag vera skárri en í gær, en þá voru þau hjónin verulega slöpp. Að minnsta kosti fimm aðrir úr þeirra nærumhverfi hafa greinst með veiruna. Víðir tjáði sig um veikindin á Facebook-síðu sinni í kvöld og fer yfir stöðu mála. Þar tekur hann fram að þau hjónin hafi takmarkað umgengni sína við aðra verulega eftir að faraldurinn hófst, en samt hafi þau smitast. Það sýni hversu smitandi veiran er. „Mánudaginn 23. nóvember fór konan mín að finna fyrir einkennum og fór að sjálfsögðu heim úr vinnu og pantaði tíma í sýnatöku. Það gekk hratt fyrir sig og síðdegis lá niðurstaða um staðfest Covid-19 smit. Smitrakning fór þá strax í gang og var ákveðið að þar sem hún hefði lítil einkenni, en lága CT tölu sem þýddi að hún væri talsvert smitandi, að fara 48 tíma til baka varðandi þá sem þyrftu að fara í sóttkví okkar vegna,“ skrifar Víðir. Uppruni smits eiginkonu hans er enn óþekktur og smitrakning hefur ekki skilað árangri. Hún hafi nær eingöngu verið á skrifstofu þar sem hún vinnur og farið í verslanir, en allir vinnufélagar hennar reyndust neikvæðir eftir sýnatöku. Hér að neðan má sjá viðtal fréttastofu við Víði eftir að hann greindist með veiruna. Snertifletir dugðu til að smita Helgina fyrir greiningu voru þau hjónin að mestu heima við, en þó komu nokkrir gestir í heimsókn. Vinafólk þeirra bjó hjá þeim tímabundið vegna þess að þau þurftu til læknis í Reykjavík og kíktu dætur þeirra í kaffi á sunnudeginum ásamt vinkonu þeirra. „Börn okkar, tengdadóttir og barnabarn komu einnig við og um kvöldið komu til okkar vinahjón sem stoppuðu stutt. Í öllum tilfellum var passað upp á fjarlægðir á milli okkar og gesta og reyndum að forðast sameiginlega snertifleti,“ skrifar Víðir, sem segir það ekki hafa dugað til. „Við erum búin að fara vel yfir öll samskiptin og höfum fundið að fjarlægð sem var haldin var um eða yfir 2 metra við alla. Hins vegar er ljóst að við pössuðum ekki upp á alla sameiginlega snertifleti. Vatnsskanna, kaffibollar og glös hafa sennilega verið sameiginlegir snertifletir sem hafa dugað til að smita.“ Hann segir þungbært að þetta sé staðan. „Sjálfur hef ég verið manna duglegastur við að hvetja alla til að passa eigin sóttvarnir og því þungbært að þetta sé staðan. Við getum ekki annað en vonað að við öll, eins og allir þeir fjölmörgu sem eru að berjast við þennan óvætt komum heil út úr þessu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Samfélagsmiðlar Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Sjá meira
Víðir tjáði sig um veikindin á Facebook-síðu sinni í kvöld og fer yfir stöðu mála. Þar tekur hann fram að þau hjónin hafi takmarkað umgengni sína við aðra verulega eftir að faraldurinn hófst, en samt hafi þau smitast. Það sýni hversu smitandi veiran er. „Mánudaginn 23. nóvember fór konan mín að finna fyrir einkennum og fór að sjálfsögðu heim úr vinnu og pantaði tíma í sýnatöku. Það gekk hratt fyrir sig og síðdegis lá niðurstaða um staðfest Covid-19 smit. Smitrakning fór þá strax í gang og var ákveðið að þar sem hún hefði lítil einkenni, en lága CT tölu sem þýddi að hún væri talsvert smitandi, að fara 48 tíma til baka varðandi þá sem þyrftu að fara í sóttkví okkar vegna,“ skrifar Víðir. Uppruni smits eiginkonu hans er enn óþekktur og smitrakning hefur ekki skilað árangri. Hún hafi nær eingöngu verið á skrifstofu þar sem hún vinnur og farið í verslanir, en allir vinnufélagar hennar reyndust neikvæðir eftir sýnatöku. Hér að neðan má sjá viðtal fréttastofu við Víði eftir að hann greindist með veiruna. Snertifletir dugðu til að smita Helgina fyrir greiningu voru þau hjónin að mestu heima við, en þó komu nokkrir gestir í heimsókn. Vinafólk þeirra bjó hjá þeim tímabundið vegna þess að þau þurftu til læknis í Reykjavík og kíktu dætur þeirra í kaffi á sunnudeginum ásamt vinkonu þeirra. „Börn okkar, tengdadóttir og barnabarn komu einnig við og um kvöldið komu til okkar vinahjón sem stoppuðu stutt. Í öllum tilfellum var passað upp á fjarlægðir á milli okkar og gesta og reyndum að forðast sameiginlega snertifleti,“ skrifar Víðir, sem segir það ekki hafa dugað til. „Við erum búin að fara vel yfir öll samskiptin og höfum fundið að fjarlægð sem var haldin var um eða yfir 2 metra við alla. Hins vegar er ljóst að við pössuðum ekki upp á alla sameiginlega snertifleti. Vatnsskanna, kaffibollar og glös hafa sennilega verið sameiginlegir snertifletir sem hafa dugað til að smita.“ Hann segir þungbært að þetta sé staðan. „Sjálfur hef ég verið manna duglegastur við að hvetja alla til að passa eigin sóttvarnir og því þungbært að þetta sé staðan. Við getum ekki annað en vonað að við öll, eins og allir þeir fjölmörgu sem eru að berjast við þennan óvætt komum heil út úr þessu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Samfélagsmiðlar Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Sjá meira