Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sylvía Hall skrifar

Í kvöldfréttum okkar ræðum við við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, sem segir segir þróun kórónuveirufaraldursins síðustu daga frekar ískyggilega. Hann telur að sóttvarnaryfirvöld hafi yfirhöfuð staðið sig vel en brugðist bogalistinn síðustu vikur og gefið fólki vonir um tilslakanir.

Einnig verður sagt frá nýrri tölfræði frá Ríkislögreglustjóra sem sýnir að heimilisofbeldismálum á landinu hafi fjölgað um þrettán prósent á milli ára. 930 brot hafa verið skráð hjá lögregluembættum á öllu landinu það sem af er ári. 

Á sama tímabili í fyrra voru skráð 823 brot. Lang stærstur hluti þessara brota var framinn á höfuðborgarsvæðinu eða 706 brot miðað við 644 í fyrra. Börn voru tengd um helmingi þessara mála samkvæmt bráðabirgðatölum. 

Að auki segjum við frá því að sprenging hefur orðið á útflutningi íslenskra hesta það sem af er ári en reiknað er með að í árslok verði búið að selja um tvö þúsund hross til útlanda. Flestir hestarnir fara til Þýskalands, Danmerkur, Noregs og Hollands. 

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×