Sprenging í útflutningi á íslenskum hestum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. nóvember 2020 19:45 Stóðhesturinn Kveikur frá Stangarlæk að störfum en hann var nýlega seldur úr landi til Danmerkur. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sjaldan eða aldrei hafa eins margir íslenskir hestar verið seldir úr landi eins og það sem af er árinu 2020. Vinsælir stóðhestar eru meðal hesta, sem hafa verið seldir eins og Kveikur frá Stangarlæk og Styrkur frá Leysingjastöðum. Sprengingin hefur orðið á útflutningi íslenskra hesta það sem af er ári en reiknað með að í árslok verði búið að selja um tvö þúsund hross til útlanda. Gunnar Arnarsson á Auðsholtshjáleigu í Ölfusi og fjölskylda hans er með eitt af þeim fyrirtækjum, sem hafa séð um útflutning á íslenska hestinum síðustu ár. Það hefur sjaldan eða aldrei verið eins mikið að gera hjá fjölskyldunni eins og í ár því það er stöðugt verið að fljúga með söluhesta til útlanda, hryssur, geldinga og stóðhesta. „Já, það er búið að ganga ótrúlega vel í ár miðað við það hvers mátti vænta í byrjun ársins þegar allar brýr virtust vera að lokast og á tímabili héldum við að umferð með hestabíla um Evrópu og flug og annað myndi stoppa og var tæpt um tíma en svo hefur ræst ótrúlega vel úr þessu og búin að vera ótrúlega góð sala,“ segir Gunnar. Gunnar Arnarsson, hrossaútflytjandi, sem segir framtíðina bjarta með sölu á íslenska hestinum til útlanda en met sala hefur verið það sem af er árinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Hvort það er sprenging veit ég ekki, en það er allavega mjög drjúg aukning og það er jákvætt, það gætu farið um tvö þúsund hestar út þetta árið, sem er mjög gott,“ bætir Gunnar við. Hug þarf vel að hestunum áður en þeir fara upp í flugvél og fljúga til nýrra heimkynna. Læknisskoðun fer fram og fylla þarf út allskonar pappíra. Hann segist að flestir hestarnir fari til Danmörku, Þýskalands, Svíþjóðar og Noregs og gott verð fáist yfirleitt fyrir þá. „Menn eru ekki bara að leita af hundum og köttum, þessi frábæri íslenski hestur hefur mikið aðdráttarafl og hann er inn í dag,“ segir Gunnar alsæll með sölun Frægir stóðhestar voru nýlega seldir úr landi en það voru þeir Kveikur frá Stangarlæk og Styrkur frá Leysingjastöðum. En eigum við að vera að flytja út svona flotta stóðhesta? „Já, ég segi það, þetta bara stækkar Íslandshestaheiminn. Það er ekkert yndi að vera með ómögulegan hest, sem ekki veitir ánægju, hann selur engan hest í viðbót, þanni að ég lít þetta mjög jákvæðum augum,“ segir Gunnar um leið og hann bætir því við að árið 2021 leggist mjög vel í sig varðandi frekari sölu á hestum til ýmissa nágrannalanda okkar. Auðsholtshjáleiga í Ölfusi er eitt af þeim fyrirtækjum á Íslandi, sem sér um útflutning á hrossum og þar er meira en nóg að gera í sölu á hrossum og við að koma þeim úr landi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ölfus Hestar Landbúnaður Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira
Sprengingin hefur orðið á útflutningi íslenskra hesta það sem af er ári en reiknað með að í árslok verði búið að selja um tvö þúsund hross til útlanda. Gunnar Arnarsson á Auðsholtshjáleigu í Ölfusi og fjölskylda hans er með eitt af þeim fyrirtækjum, sem hafa séð um útflutning á íslenska hestinum síðustu ár. Það hefur sjaldan eða aldrei verið eins mikið að gera hjá fjölskyldunni eins og í ár því það er stöðugt verið að fljúga með söluhesta til útlanda, hryssur, geldinga og stóðhesta. „Já, það er búið að ganga ótrúlega vel í ár miðað við það hvers mátti vænta í byrjun ársins þegar allar brýr virtust vera að lokast og á tímabili héldum við að umferð með hestabíla um Evrópu og flug og annað myndi stoppa og var tæpt um tíma en svo hefur ræst ótrúlega vel úr þessu og búin að vera ótrúlega góð sala,“ segir Gunnar. Gunnar Arnarsson, hrossaútflytjandi, sem segir framtíðina bjarta með sölu á íslenska hestinum til útlanda en met sala hefur verið það sem af er árinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Hvort það er sprenging veit ég ekki, en það er allavega mjög drjúg aukning og það er jákvætt, það gætu farið um tvö þúsund hestar út þetta árið, sem er mjög gott,“ bætir Gunnar við. Hug þarf vel að hestunum áður en þeir fara upp í flugvél og fljúga til nýrra heimkynna. Læknisskoðun fer fram og fylla þarf út allskonar pappíra. Hann segist að flestir hestarnir fari til Danmörku, Þýskalands, Svíþjóðar og Noregs og gott verð fáist yfirleitt fyrir þá. „Menn eru ekki bara að leita af hundum og köttum, þessi frábæri íslenski hestur hefur mikið aðdráttarafl og hann er inn í dag,“ segir Gunnar alsæll með sölun Frægir stóðhestar voru nýlega seldir úr landi en það voru þeir Kveikur frá Stangarlæk og Styrkur frá Leysingjastöðum. En eigum við að vera að flytja út svona flotta stóðhesta? „Já, ég segi það, þetta bara stækkar Íslandshestaheiminn. Það er ekkert yndi að vera með ómögulegan hest, sem ekki veitir ánægju, hann selur engan hest í viðbót, þanni að ég lít þetta mjög jákvæðum augum,“ segir Gunnar um leið og hann bætir því við að árið 2021 leggist mjög vel í sig varðandi frekari sölu á hestum til ýmissa nágrannalanda okkar. Auðsholtshjáleiga í Ölfusi er eitt af þeim fyrirtækjum á Íslandi, sem sér um útflutning á hrossum og þar er meira en nóg að gera í sölu á hrossum og við að koma þeim úr landi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ölfus Hestar Landbúnaður Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira