Kemst grænsvarta spútnikliðið á toppinn? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. nóvember 2020 09:00 Domenico Berardi hefur verið besti leikmaður Sassuolo undanfarin ár. getty/Giuseppe Maffia Sassuolo hefur komið á óvart í ítölsku úrvalsdeildinni í vetur og fer á topp hennar með sigri á Inter á heimavelli sínum. Með sigri á Inter í dag kemst Sassuolo á ókunnar slóðir, á topp ítölsku úrvalsdeildarinnar. Neroverdi, eða hinir grænklæddu, eins og Sassuolo er kallað, hefur komið liða mest á óvart í Ítalíu á vetur. Eftir átta umferðir er Sassuolo í 2. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með átján stig, tveimur stigum á eftir toppliði AC Milan. Sassuolo hefur ekki bara vakið athygli fyrir góðan árangur heldur einnig skemmtilega spilamennsku. Ekkert lið hefur skorað fleiri mörk en Sassuolo á tímabilinu (20), ekkert lið er meira með boltann að meðaltali (58 prósent) og aðeins fjögur lið eiga fleiri skot að meðaltali í leik (15,3). Sassuolo átti gott tímabil í fyrra og endaði í 8. sæti og liðið virðist vera tilbúið að taka næsta skref. Sassuolo hefur leikið samfleytt í ítölsku úrvalsdeildinni síðan 2013. Þótt Sassuolo sé ekki með þekktustu nöfnin í bransanum eru nokkrir afar frambærilegir leikmenn í hópi liðsins, þ.á.m. þrír ítalskir landsliðsmenn: Francesco Caputo, Manuel Locatelli og Domenico Berardi. Sá síðastnefndi, sem er 26 ára, hefur leikið með Sassuolo allan sinn feril og er markahæsti leikmaður í sögu félagsins með 92 mörk. Berardi hefur leikið níu landsleiki fyrir Ítalíu og skorað þrjú mörk. Francesco Caputo sló ekki almennilega í gegn fyrr en hann var kominn yfir þrítugt.getty/MB Media Caputo og Locatelli er á sitt hvorum endanum á sínum ferlum. Caputo, sem er 33 ára framherji, er til þess að gera nýbyrjaður að spila í efstu deild eftir að hafa lengst af ferilsins leikið í þeirri næstefstu. Eftir gott tímabil með Empoli 2018-19 var hann keyptur til Sassuolo og hefur haldið uppteknum hætti þar. Á síðasta tímabili skoraði hann 21 mark í ítölsku úrvalsdeildinni og var svo valinn í landsliðið í fyrsta sinn í september. Hann skoraði í sínum fyrsta landsleik, 6-0 sigri á Moldóvu. Locatelli, sem er 22 ára, er einn af bestu ungu miðjumönnum Ítala en ferill hans fór á flug eftir að hann fór til Sassuolo frá Milan. Locatelli er afar mikilvægi í uppspili Sassuolo og býr yfir mikilli yfirsýn. Locatelli hefur leikið sex landsleiki, alla á þessu ári. Ítalir binda miklar vonir við miðjumanninn snjalla, Manuel Locatelli.getty/Franco Romano Meðal annarra mikilvægra leikmanna Sassuolo má nefna markvörðinn Andrea Consigli, Serbann Filip Djuricic, Fílbeinsstrendinginn Jérémie Boga og Frakkann Grégoire Defrel. Á meðan Sassuolo hefur gengið allt í haginn hefur Inter hikstað að undanförnu. Strákarnir hans Antoinos Conte hafa reyndar bara tapað einum deildarleik á tímabilinu en eru í slæmri stöðu í Meistaradeild Evrópu og hafa aðeins haldið hreinu í tveimur af tólf leikjum sínum í vetur. Inter er í 5. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með fimmtán stig, fimm stigum á eftir grönnum sínum í Milan sem verma toppsætið. Leikur Sassuolo og Inter hefst klukkan 14:00 í dag og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Ítalski boltinn Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Fleiri fréttir „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Sjá meira
Með sigri á Inter í dag kemst Sassuolo á ókunnar slóðir, á topp ítölsku úrvalsdeildarinnar. Neroverdi, eða hinir grænklæddu, eins og Sassuolo er kallað, hefur komið liða mest á óvart í Ítalíu á vetur. Eftir átta umferðir er Sassuolo í 2. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með átján stig, tveimur stigum á eftir toppliði AC Milan. Sassuolo hefur ekki bara vakið athygli fyrir góðan árangur heldur einnig skemmtilega spilamennsku. Ekkert lið hefur skorað fleiri mörk en Sassuolo á tímabilinu (20), ekkert lið er meira með boltann að meðaltali (58 prósent) og aðeins fjögur lið eiga fleiri skot að meðaltali í leik (15,3). Sassuolo átti gott tímabil í fyrra og endaði í 8. sæti og liðið virðist vera tilbúið að taka næsta skref. Sassuolo hefur leikið samfleytt í ítölsku úrvalsdeildinni síðan 2013. Þótt Sassuolo sé ekki með þekktustu nöfnin í bransanum eru nokkrir afar frambærilegir leikmenn í hópi liðsins, þ.á.m. þrír ítalskir landsliðsmenn: Francesco Caputo, Manuel Locatelli og Domenico Berardi. Sá síðastnefndi, sem er 26 ára, hefur leikið með Sassuolo allan sinn feril og er markahæsti leikmaður í sögu félagsins með 92 mörk. Berardi hefur leikið níu landsleiki fyrir Ítalíu og skorað þrjú mörk. Francesco Caputo sló ekki almennilega í gegn fyrr en hann var kominn yfir þrítugt.getty/MB Media Caputo og Locatelli er á sitt hvorum endanum á sínum ferlum. Caputo, sem er 33 ára framherji, er til þess að gera nýbyrjaður að spila í efstu deild eftir að hafa lengst af ferilsins leikið í þeirri næstefstu. Eftir gott tímabil með Empoli 2018-19 var hann keyptur til Sassuolo og hefur haldið uppteknum hætti þar. Á síðasta tímabili skoraði hann 21 mark í ítölsku úrvalsdeildinni og var svo valinn í landsliðið í fyrsta sinn í september. Hann skoraði í sínum fyrsta landsleik, 6-0 sigri á Moldóvu. Locatelli, sem er 22 ára, er einn af bestu ungu miðjumönnum Ítala en ferill hans fór á flug eftir að hann fór til Sassuolo frá Milan. Locatelli er afar mikilvægi í uppspili Sassuolo og býr yfir mikilli yfirsýn. Locatelli hefur leikið sex landsleiki, alla á þessu ári. Ítalir binda miklar vonir við miðjumanninn snjalla, Manuel Locatelli.getty/Franco Romano Meðal annarra mikilvægra leikmanna Sassuolo má nefna markvörðinn Andrea Consigli, Serbann Filip Djuricic, Fílbeinsstrendinginn Jérémie Boga og Frakkann Grégoire Defrel. Á meðan Sassuolo hefur gengið allt í haginn hefur Inter hikstað að undanförnu. Strákarnir hans Antoinos Conte hafa reyndar bara tapað einum deildarleik á tímabilinu en eru í slæmri stöðu í Meistaradeild Evrópu og hafa aðeins haldið hreinu í tveimur af tólf leikjum sínum í vetur. Inter er í 5. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með fimmtán stig, fimm stigum á eftir grönnum sínum í Milan sem verma toppsætið. Leikur Sassuolo og Inter hefst klukkan 14:00 í dag og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4.
Ítalski boltinn Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Fleiri fréttir „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Sjá meira