Virkaði vel að vera ekki kjúklingahaus Sindri Sverrisson skrifar 27. nóvember 2020 13:00 Höfuð Björgvins Páls Gústavssonar er ekki frábrugðið öðrum mannshöfðum. EPA-EFE/ANDREAS HILLERGREN Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkmaður í handbolta, ræddi um öndunaræfingar og óvenjuleg skilaboð frá þjálfara sínum í viðtali vegna HM í Egyptalandi í janúar. Björgvin Páll hefur verið tíður gestur á stórmótum undanfarin tólf ár eftir að hafa fyrst farið með landsliðinu á Ólympíuleikana í Peking árið 2008. Í viðtali sem birtist á samfélagsmiðlum HM í Egyptalandi kveðst Björgvin einmitt eiga kærustu minningarnar frá Peking, enda vann íslenska liðið til silfurverðlauna. Í svörum Björgvins kemur meðal annars fram að hann tippi á að Norðmaðurinn Sander Sagosen verði markahæstur á HM í Egyptalandi, og að hann telji heimamenn líklegasta til að koma á óvart á mótinu: „Ég elska hvernig þeir spila,“ segir Björgvin. Öndunaræfingarnar hjálpa mikið Hann var beðinn um að nefna óvanalega aðferð sem hann notaði til undirbúnings, sem hefði skilað árangri: „Það óvenjulegasta sem ég geri, nánast á hverjum degi, eru öndunaræfingar. Ég hef hugsað mikið um öndunina, fyrir leiki og æfingar, á æfingum og eftir æfingar. Það er óvenjulegt að æfa öndun sem handboltamaður, en það hefur hjálpað mér mikið í gegnum árin eftir því sem ég hef lært betur að stjórna önduninni,“ segir Björgvin. "My @HSI_Iceland goalkeeping coach told me not to be a chicken head, that was a fun expression, but I played well in the game so I don't think I was a chicken head"Our exclusive interview with @BjoggiGustavs before #Egypt2021 is here #Egypt2021 pic.twitter.com/lv98snpfey— Handball Egypt2021 (@Egypt2021EN) November 24, 2020 Þegar hann er svo rukkaður um sögu af einhverju óvenjulegu sem sagt hefði verið við hann í leikhléi, en virkað vel, svarar Björgvin léttur: „Fyrir þremur árum sagði markmannsþjálfarinn minn, Roland Eradze, mér að vera ekki kjúklingahaus. Mér fannst þetta skondin skilaboð en ég spilaði vel í þessum leik og við unnum, svo að ég held að ég sé ekki kjúklingahaus.“ HM í handbolta fer fram dagana 13.-31. janúar, en því hefur reyndar verið mótmælt að mótið skuli fara fram á meðan að kórónuveirufaraldurinn geisar. Ísland er í riðli með Portúgal, Alsír og Marokkó og er fyrsti leikurinn við Portúgal fimmtudagskvöldið 14. janúar. HM 2021 í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Björgvin Páll hefur verið tíður gestur á stórmótum undanfarin tólf ár eftir að hafa fyrst farið með landsliðinu á Ólympíuleikana í Peking árið 2008. Í viðtali sem birtist á samfélagsmiðlum HM í Egyptalandi kveðst Björgvin einmitt eiga kærustu minningarnar frá Peking, enda vann íslenska liðið til silfurverðlauna. Í svörum Björgvins kemur meðal annars fram að hann tippi á að Norðmaðurinn Sander Sagosen verði markahæstur á HM í Egyptalandi, og að hann telji heimamenn líklegasta til að koma á óvart á mótinu: „Ég elska hvernig þeir spila,“ segir Björgvin. Öndunaræfingarnar hjálpa mikið Hann var beðinn um að nefna óvanalega aðferð sem hann notaði til undirbúnings, sem hefði skilað árangri: „Það óvenjulegasta sem ég geri, nánast á hverjum degi, eru öndunaræfingar. Ég hef hugsað mikið um öndunina, fyrir leiki og æfingar, á æfingum og eftir æfingar. Það er óvenjulegt að æfa öndun sem handboltamaður, en það hefur hjálpað mér mikið í gegnum árin eftir því sem ég hef lært betur að stjórna önduninni,“ segir Björgvin. "My @HSI_Iceland goalkeeping coach told me not to be a chicken head, that was a fun expression, but I played well in the game so I don't think I was a chicken head"Our exclusive interview with @BjoggiGustavs before #Egypt2021 is here #Egypt2021 pic.twitter.com/lv98snpfey— Handball Egypt2021 (@Egypt2021EN) November 24, 2020 Þegar hann er svo rukkaður um sögu af einhverju óvenjulegu sem sagt hefði verið við hann í leikhléi, en virkað vel, svarar Björgvin léttur: „Fyrir þremur árum sagði markmannsþjálfarinn minn, Roland Eradze, mér að vera ekki kjúklingahaus. Mér fannst þetta skondin skilaboð en ég spilaði vel í þessum leik og við unnum, svo að ég held að ég sé ekki kjúklingahaus.“ HM í handbolta fer fram dagana 13.-31. janúar, en því hefur reyndar verið mótmælt að mótið skuli fara fram á meðan að kórónuveirufaraldurinn geisar. Ísland er í riðli með Portúgal, Alsír og Marokkó og er fyrsti leikurinn við Portúgal fimmtudagskvöldið 14. janúar.
HM 2021 í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira