Segir endurfjármögnun „besta tímakaup sem fólk getur haft yfir ævina“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 29. nóvember 2020 12:01 Páll Pálsson fasteignasali segir að fólk eltist við afsláttardaga verslana en gefi sér ekki nægan tíma til að endurskoða lánamálin. Vísir/Vilhelm „Sjálfur hef ég endurfjármagnað þrisvar sinnum á síðustu 18 mánuðum en ég mæli með að fólk skoði sín mál á eins til þriggja ára fresti eða jafnvel oftar,“ segir fasteignasalinn Páll Pálsson. Hann ráðleggur fólki að fylgjast með fréttum um vaxtabreytingar bera saman lánið sem það er með við lánið sem það gæti fengið. „Sem dæmi hafa orðið fjórar eða fimm vaxtalækkanir á undanförnum misserum,“ útskýrir Páll. „Fasteignalán eru líklega dýrasta þjónusta sem við flest okkar kaupum yfir ævi okkar og getur munað gríðarlegum fjármunum að leitast eftir best kjörum á lánamarkaði hverju sinni. Þegar fólk reiknar upp lánin sín og hvað það er að greiða mikið til baka yfir lánstímann sér það fljótt að breyta láninu getur sparað stórar fjárhæðir og líklega besta tímakaup sem fólk getur haft yfir ævina.“ Fasteignalán eru líklega dýrasta þjónusta sem fólk kaupir um ævina, segir Páll Pálsson fasteignasali.Vísir/Vilhelm Bylting í endurfjármögnun Þegar kemur að endurfjármögnun, segir Páll að það sé mikilvægt að leita ráða. „Ég segi fólki að leita ráða á þrjá mismunandi staði. Fjármálastofnun, til fagaðila eins og fasteignasala og svo ættingja sem hefur reynslu á þessu sviði og meta svo sjálfir hver besti og hagkvæmasti kosturinn er fyrir hvern og einn.“ Nefnir hann vefina Aurbjorg.is og Herborg.is sem geri samanburð á þeim lánum sem eru í boði á markaðinum hverju sinni. „Eftir að vextir fóru að lækka svona mikið og kostnaður við lántöku og uppgreiðslu lána fór einnig lækkandi þá hefur orðið mikil bylting í þeim fjölda sem hafa verið að endurfjármagna. Hvað margir eða hversu mörg heimili hafa endurfjármagnað er ekki vitað. Þeir sem hafa ekki endurfjármagnað á síðustu sex til tólf mánuðum ættu klárlega að skoða sín mál því tapið gæti verið töluvert á að gera það ekki.“ En hvað ber að hafa í huga? „Ég segi alltaf að það er þrennt sem gott er að hafa í huga. Hversu mikið ertu að greiða til baka yfir lánstímann? Til dæmis er 30 milljóna verðtryggt lán til 40 ára um það bil 100 til 110 milljónir til baka í endurgreiðslu og mikilvægt að hafa það eins lágt og hægt er. Svo þarf að bera saman vexti. Það þriðja er að skoða hversu mikið af afborguninni er að fara niður af höfuðstólnum.“ Mikilvægt að skoða málin reglulega Að Páls mati eru að stærstu mistökin sem fólk geri sé í raun að gefa lánamálum sínum ekki alvarlega skoðun varðandi endurfjármögnun. „Fólk er oft tilbúið að hlaupa á eftir 20 til 25 prósent afslætti á Taxfree, Black Friday eða Cyber Monday fyrirbærum, sem er smá sparnaður við hlið þess að skoða lánamálin sín reglulega.“ Hann segir að helstu ókostirnir við endurfjármögnun séu að fólki finnist almennt leiðinlegt að standa í þessu. „Fólk veit ekki oft hvert á að leita, við hvern á að tala. Hvaða lán á að velja, hvernig lán á fólk að velja það er að segja verðtryggt eða óverðtryggt og svo framvegis. Þetta virkar oft mjög flókið og leiðinlegt og á til með að fresta þessari vinnu vegna þessa. En lífið er jú stundum þannig að maður þarf að taka á sig verkefni sem eru mis skemmtileg til að ná árangri.“ Hús og heimili Húsnæðismál Tengdar fréttir Landsbankinn lækkar vexti Landsbankinn hefur ákveðið að lækka vexti til einstaklinga og fyrirtækja frá og með 1. desember næstkomandi. Ákvörðunin er tekin eftir stýrivaxtalækkun Seðlabankans í síðustu viku. 25. nóvember 2020 17:21 Ekki hægt að ætlast til að kaupendur hafi þekkingu til að meta ástand eigna Fasteignasali segir að hér á landi ætti að taka upp þá hefð að láta fagmenn skoða fasteignir áður en þær eru seldar. Hann segir lögin ófullkomin og dómafordæmin mörg galin. Ástandsskoðun sé bæði seljendum og kaupendum í hag og dragi úr deilumálum. 17. október 2020 08:01 Allt sem þú þarft að vita áður en þú kaupir fasteign „Markaðurinn virðist vera nokkuð kaupendavænn þar sem framboðið er ágætt, vextir á fasteignalánum eru sögulega lágir og verð virðist á uppleið,“ segir Páll Pálsson fasteignasali, aðspurður um stöðuna á fasteignamarkaðinum núna. 22. september 2020 15:31 Algengustu mistökin að ganga ekki nógu langt fyrir myndatöku og sölu fasteignarinnar Fasteignamarkaðurinn er nú farinn að hreyfast á ný eftir rólegar vikur. Lífið fékk fasteignasalann Pál Pálsson til að gefa lesendum í söluhugleiðingum nokkur góð ráð. Það er greinilega ýmislegt hægt að gera til að auka líkur á sölu eignar og auka verðmæti hennar. 5. júní 2020 09:00 Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fleiri fréttir „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Sjá meira
„Sem dæmi hafa orðið fjórar eða fimm vaxtalækkanir á undanförnum misserum,“ útskýrir Páll. „Fasteignalán eru líklega dýrasta þjónusta sem við flest okkar kaupum yfir ævi okkar og getur munað gríðarlegum fjármunum að leitast eftir best kjörum á lánamarkaði hverju sinni. Þegar fólk reiknar upp lánin sín og hvað það er að greiða mikið til baka yfir lánstímann sér það fljótt að breyta láninu getur sparað stórar fjárhæðir og líklega besta tímakaup sem fólk getur haft yfir ævina.“ Fasteignalán eru líklega dýrasta þjónusta sem fólk kaupir um ævina, segir Páll Pálsson fasteignasali.Vísir/Vilhelm Bylting í endurfjármögnun Þegar kemur að endurfjármögnun, segir Páll að það sé mikilvægt að leita ráða. „Ég segi fólki að leita ráða á þrjá mismunandi staði. Fjármálastofnun, til fagaðila eins og fasteignasala og svo ættingja sem hefur reynslu á þessu sviði og meta svo sjálfir hver besti og hagkvæmasti kosturinn er fyrir hvern og einn.“ Nefnir hann vefina Aurbjorg.is og Herborg.is sem geri samanburð á þeim lánum sem eru í boði á markaðinum hverju sinni. „Eftir að vextir fóru að lækka svona mikið og kostnaður við lántöku og uppgreiðslu lána fór einnig lækkandi þá hefur orðið mikil bylting í þeim fjölda sem hafa verið að endurfjármagna. Hvað margir eða hversu mörg heimili hafa endurfjármagnað er ekki vitað. Þeir sem hafa ekki endurfjármagnað á síðustu sex til tólf mánuðum ættu klárlega að skoða sín mál því tapið gæti verið töluvert á að gera það ekki.“ En hvað ber að hafa í huga? „Ég segi alltaf að það er þrennt sem gott er að hafa í huga. Hversu mikið ertu að greiða til baka yfir lánstímann? Til dæmis er 30 milljóna verðtryggt lán til 40 ára um það bil 100 til 110 milljónir til baka í endurgreiðslu og mikilvægt að hafa það eins lágt og hægt er. Svo þarf að bera saman vexti. Það þriðja er að skoða hversu mikið af afborguninni er að fara niður af höfuðstólnum.“ Mikilvægt að skoða málin reglulega Að Páls mati eru að stærstu mistökin sem fólk geri sé í raun að gefa lánamálum sínum ekki alvarlega skoðun varðandi endurfjármögnun. „Fólk er oft tilbúið að hlaupa á eftir 20 til 25 prósent afslætti á Taxfree, Black Friday eða Cyber Monday fyrirbærum, sem er smá sparnaður við hlið þess að skoða lánamálin sín reglulega.“ Hann segir að helstu ókostirnir við endurfjármögnun séu að fólki finnist almennt leiðinlegt að standa í þessu. „Fólk veit ekki oft hvert á að leita, við hvern á að tala. Hvaða lán á að velja, hvernig lán á fólk að velja það er að segja verðtryggt eða óverðtryggt og svo framvegis. Þetta virkar oft mjög flókið og leiðinlegt og á til með að fresta þessari vinnu vegna þessa. En lífið er jú stundum þannig að maður þarf að taka á sig verkefni sem eru mis skemmtileg til að ná árangri.“
Hús og heimili Húsnæðismál Tengdar fréttir Landsbankinn lækkar vexti Landsbankinn hefur ákveðið að lækka vexti til einstaklinga og fyrirtækja frá og með 1. desember næstkomandi. Ákvörðunin er tekin eftir stýrivaxtalækkun Seðlabankans í síðustu viku. 25. nóvember 2020 17:21 Ekki hægt að ætlast til að kaupendur hafi þekkingu til að meta ástand eigna Fasteignasali segir að hér á landi ætti að taka upp þá hefð að láta fagmenn skoða fasteignir áður en þær eru seldar. Hann segir lögin ófullkomin og dómafordæmin mörg galin. Ástandsskoðun sé bæði seljendum og kaupendum í hag og dragi úr deilumálum. 17. október 2020 08:01 Allt sem þú þarft að vita áður en þú kaupir fasteign „Markaðurinn virðist vera nokkuð kaupendavænn þar sem framboðið er ágætt, vextir á fasteignalánum eru sögulega lágir og verð virðist á uppleið,“ segir Páll Pálsson fasteignasali, aðspurður um stöðuna á fasteignamarkaðinum núna. 22. september 2020 15:31 Algengustu mistökin að ganga ekki nógu langt fyrir myndatöku og sölu fasteignarinnar Fasteignamarkaðurinn er nú farinn að hreyfast á ný eftir rólegar vikur. Lífið fékk fasteignasalann Pál Pálsson til að gefa lesendum í söluhugleiðingum nokkur góð ráð. Það er greinilega ýmislegt hægt að gera til að auka líkur á sölu eignar og auka verðmæti hennar. 5. júní 2020 09:00 Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fleiri fréttir „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Sjá meira
Landsbankinn lækkar vexti Landsbankinn hefur ákveðið að lækka vexti til einstaklinga og fyrirtækja frá og með 1. desember næstkomandi. Ákvörðunin er tekin eftir stýrivaxtalækkun Seðlabankans í síðustu viku. 25. nóvember 2020 17:21
Ekki hægt að ætlast til að kaupendur hafi þekkingu til að meta ástand eigna Fasteignasali segir að hér á landi ætti að taka upp þá hefð að láta fagmenn skoða fasteignir áður en þær eru seldar. Hann segir lögin ófullkomin og dómafordæmin mörg galin. Ástandsskoðun sé bæði seljendum og kaupendum í hag og dragi úr deilumálum. 17. október 2020 08:01
Allt sem þú þarft að vita áður en þú kaupir fasteign „Markaðurinn virðist vera nokkuð kaupendavænn þar sem framboðið er ágætt, vextir á fasteignalánum eru sögulega lágir og verð virðist á uppleið,“ segir Páll Pálsson fasteignasali, aðspurður um stöðuna á fasteignamarkaðinum núna. 22. september 2020 15:31
Algengustu mistökin að ganga ekki nógu langt fyrir myndatöku og sölu fasteignarinnar Fasteignamarkaðurinn er nú farinn að hreyfast á ný eftir rólegar vikur. Lífið fékk fasteignasalann Pál Pálsson til að gefa lesendum í söluhugleiðingum nokkur góð ráð. Það er greinilega ýmislegt hægt að gera til að auka líkur á sölu eignar og auka verðmæti hennar. 5. júní 2020 09:00