Biður fólk að íhuga hvort það þurfi að eltast við 10% afslátt á gallabuxum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. nóvember 2020 12:31 Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn virðist ekki líklegur til að nýta sér afslátt í verslunum á morgun. Hann minnir á netverslun sem komi í veg fyrir að fólk komi saman. Almannavarnir Aðstoðaryfirlögregluþjónn hvetur fólk til að meta hvort nauðsynlegt sé að flykkjast í verslunarmiðstöðvar á Svörtum föstudegi og kaupa sér gallabuxur á 10% prósenta afslætti. Sóttvarnalæknir deilir áhyggjum af samþjöppun fólks í stórum verslunum. Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn biður fólk um að velta fyrir sér hvort það þurfi að flykkjast í verslunarmiðstöðvar til að nýta sér einhvern smávegis afslátt. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir deilir áhyggjunum og segir fólk hafa verið að smitast í stóru verslunarmiðstöðvunum á höfuðborgarsvæðinu. Vísbendingar eru um uppsveiflu á ný í kórónuveirufaraldrinum hér á landi. Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af fjölda samfélagslegra smita, fáir séu í sóttkví og erfitt að rekja smitin. Fyrirhuguð aflétting aðgerða, sem flestir reiknuðu með í næstu viku þó hún yrði ekki mikil, er í uppnámi. Enginn sérstakur viðbúnaður Rögnvaldur var spurður út í það á upplýsingafundi almannavarna í dag hvort einhver sérstakur viðbúnaður yrði í Kringlunni og Smáralind á morgun. Stór verslunardagur er á morgun, svonefndur svartur föstudagur að bandarískum sið. „Mér er ekki kunnugt um sérstakan viðbúnað lögreglu út af þessu. En eins og við höfum alltaf sagt að ef þér er umhugað um sóttvarnir og kominn inn í aðstæður sem þér líst ekki á þá áttu bara að snúa við og fara til baka,“ sagði Rögnvaldur. Þá minnti hann á að margt væri hægt að versla á netinu. Einnig ætti fólk að velta fyrir sér „hversu mikilvægt sé að fara stað og sækja gallabuxurnar á 10% afslætti eða hvað það er.“ Auðvitað verði hver og einn að gera upp við sig en Rögnvaldur bað fólk um að huga að smitvörnum, sem fyrr og sérstaklega núna. Hópamyndun í verslunarmiðstöðvum til skoðunar Þórólfur tók undir áhyggjum Rögnvaldar af því að fólki sé smalað í stórum hópum í stórar verslanir. „Það getur ýmislegt gerst þar svo ég hef ákveðnar áhyggjur af því.“ Rakning leiði í ljós að smit hafi orðið í verslunarmiðstöðvum. Samtök verslunar- og þjónustu hafa kallað eftir aðgerðum til að koma í veg fyrir hópamyndanir í röðum fyrir utan verslanir þar sem víðast hvar er tíu manna hámark. Þórólfur segir til skoðunar að koma frekar í veg fyrir hópamyndun í verslunarmiðstöðvum. Hann var spurður út í tilhneigingu til þess að fólk safnist saman ótakmarkað í miðstöðvum jafnvel þó að tíu manns hámark sé í einstökum verslunum. Hvetur fólk til að passa sig í hópamyndun. Allar takmarkanir sem eru á núna séu í sífelldri endurskoðun. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira
Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn biður fólk um að velta fyrir sér hvort það þurfi að flykkjast í verslunarmiðstöðvar til að nýta sér einhvern smávegis afslátt. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir deilir áhyggjunum og segir fólk hafa verið að smitast í stóru verslunarmiðstöðvunum á höfuðborgarsvæðinu. Vísbendingar eru um uppsveiflu á ný í kórónuveirufaraldrinum hér á landi. Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af fjölda samfélagslegra smita, fáir séu í sóttkví og erfitt að rekja smitin. Fyrirhuguð aflétting aðgerða, sem flestir reiknuðu með í næstu viku þó hún yrði ekki mikil, er í uppnámi. Enginn sérstakur viðbúnaður Rögnvaldur var spurður út í það á upplýsingafundi almannavarna í dag hvort einhver sérstakur viðbúnaður yrði í Kringlunni og Smáralind á morgun. Stór verslunardagur er á morgun, svonefndur svartur föstudagur að bandarískum sið. „Mér er ekki kunnugt um sérstakan viðbúnað lögreglu út af þessu. En eins og við höfum alltaf sagt að ef þér er umhugað um sóttvarnir og kominn inn í aðstæður sem þér líst ekki á þá áttu bara að snúa við og fara til baka,“ sagði Rögnvaldur. Þá minnti hann á að margt væri hægt að versla á netinu. Einnig ætti fólk að velta fyrir sér „hversu mikilvægt sé að fara stað og sækja gallabuxurnar á 10% afslætti eða hvað það er.“ Auðvitað verði hver og einn að gera upp við sig en Rögnvaldur bað fólk um að huga að smitvörnum, sem fyrr og sérstaklega núna. Hópamyndun í verslunarmiðstöðvum til skoðunar Þórólfur tók undir áhyggjum Rögnvaldar af því að fólki sé smalað í stórum hópum í stórar verslanir. „Það getur ýmislegt gerst þar svo ég hef ákveðnar áhyggjur af því.“ Rakning leiði í ljós að smit hafi orðið í verslunarmiðstöðvum. Samtök verslunar- og þjónustu hafa kallað eftir aðgerðum til að koma í veg fyrir hópamyndanir í röðum fyrir utan verslanir þar sem víðast hvar er tíu manna hámark. Þórólfur segir til skoðunar að koma frekar í veg fyrir hópamyndun í verslunarmiðstöðvum. Hann var spurður út í tilhneigingu til þess að fólk safnist saman ótakmarkað í miðstöðvum jafnvel þó að tíu manns hámark sé í einstökum verslunum. Hvetur fólk til að passa sig í hópamyndun. Allar takmarkanir sem eru á núna séu í sífelldri endurskoðun.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira