Eiríkur á Omega krefst þess að skattsvikamáli á hendur sér verði vísað frá Jakob Bjarnar skrifar 25. nóvember 2020 10:51 Í héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Eiríkur lætur lítið fyrir sér fara að baki verjanda síns, Jóns Arnars. visir/vilhelm Eiríkur Sigurbjörnsson, sem ætíð er kenndur við kristilegu sjónvarpsstöðina Omega, hefur verið ákærður fyrir meiriháttar brot, eins og segir í ákæru héraðssaksóknara, gegn skattalögum og fyrir peningaþvætti. Í ákæru kemur fram að persónulegur ávinningur hans af brotunum sé 36 milljónir. Í gær var tekin fyrir frávísunarkrafa Eiríks í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir hefur greint ítarlega frá málinu (eins og sjá má í meðfylgjandi frétt) en Eiríkur, sem mætti í gær í dóminn þegar frávísunarkrafan var tekin fyrir, hefur ekki viljað tjá sig um ákæruna. Að sögn lögmanns hans, Jóns Arnar Árnasonar, vill hann njóta þeirrar stöðu sakbornings að teljast saklaus uns sekt sannast. Málið er nokkuð flókið en um er að ræða tvöfalda málsmeðferð, bæði gagnvart skattinum en þar hefur ekki verið farið fram á endurákvörðun og svo gagnvart ákæruvaldinu. Eins og fram kom í héraði í gær, í máli Jóns Arnars, byggir frávísunarkrafan meðal annars á því að Eiríkur hafi afhent gögn til ríkisskattstjóra, í góðri trú sem í raun felldu á hann sök; honum hafi ekki verið kunnugt um að hann væri með réttarstöðu sakbornings. Og á þeim gögnum byggði málið. Eiríkur mætti til að hlýða á málflutning verjanda síns þar sem hann lagði fram frávísunarkröfu.visir/vilhelm Þannig hafi hann ekki notið réttlátrar málsmeðferðar. Gera yrði greinarmun á ríkisskattstjóra og skattrannsóknarstjóra ríkisins. Kristín Ingileifsdóttir aðstoðarsaksóknari taldi þetta ekki standast, ríkisskattstjóri hafi talið að ástæða væri til að ætla að um umfangsmikil skattsvik væri að ræða, þetta eitt og sér gaf ekki til kynna umfang málsins og ríkisskattstjóri því vísað málinu til skattrannsóknarstjóra. Ekki liggur fyrir hvenær niðurstaða fæst, hvort fallist verður á frávísunarkröfu Eiríks eða ekki en það liggur nú hjá dómara. Dómarinn hefur fjórar vikur lögum samkvæmt. Uppfært 12:00 Mishermt var í fyrri útgáfu þessarar fréttar að mál á hendur Eiríki væri fjársvikamál, en það er rangt. Um er að ræða skattsvik og er beðist velvirðingar á því. Dómsmál Fjölmiðlar Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Sjá meira
Eiríkur Sigurbjörnsson, sem ætíð er kenndur við kristilegu sjónvarpsstöðina Omega, hefur verið ákærður fyrir meiriháttar brot, eins og segir í ákæru héraðssaksóknara, gegn skattalögum og fyrir peningaþvætti. Í ákæru kemur fram að persónulegur ávinningur hans af brotunum sé 36 milljónir. Í gær var tekin fyrir frávísunarkrafa Eiríks í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir hefur greint ítarlega frá málinu (eins og sjá má í meðfylgjandi frétt) en Eiríkur, sem mætti í gær í dóminn þegar frávísunarkrafan var tekin fyrir, hefur ekki viljað tjá sig um ákæruna. Að sögn lögmanns hans, Jóns Arnar Árnasonar, vill hann njóta þeirrar stöðu sakbornings að teljast saklaus uns sekt sannast. Málið er nokkuð flókið en um er að ræða tvöfalda málsmeðferð, bæði gagnvart skattinum en þar hefur ekki verið farið fram á endurákvörðun og svo gagnvart ákæruvaldinu. Eins og fram kom í héraði í gær, í máli Jóns Arnars, byggir frávísunarkrafan meðal annars á því að Eiríkur hafi afhent gögn til ríkisskattstjóra, í góðri trú sem í raun felldu á hann sök; honum hafi ekki verið kunnugt um að hann væri með réttarstöðu sakbornings. Og á þeim gögnum byggði málið. Eiríkur mætti til að hlýða á málflutning verjanda síns þar sem hann lagði fram frávísunarkröfu.visir/vilhelm Þannig hafi hann ekki notið réttlátrar málsmeðferðar. Gera yrði greinarmun á ríkisskattstjóra og skattrannsóknarstjóra ríkisins. Kristín Ingileifsdóttir aðstoðarsaksóknari taldi þetta ekki standast, ríkisskattstjóri hafi talið að ástæða væri til að ætla að um umfangsmikil skattsvik væri að ræða, þetta eitt og sér gaf ekki til kynna umfang málsins og ríkisskattstjóri því vísað málinu til skattrannsóknarstjóra. Ekki liggur fyrir hvenær niðurstaða fæst, hvort fallist verður á frávísunarkröfu Eiríks eða ekki en það liggur nú hjá dómara. Dómarinn hefur fjórar vikur lögum samkvæmt. Uppfært 12:00 Mishermt var í fyrri útgáfu þessarar fréttar að mál á hendur Eiríki væri fjársvikamál, en það er rangt. Um er að ræða skattsvik og er beðist velvirðingar á því.
Dómsmál Fjölmiðlar Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Sjá meira