„Þetta verður ekki þriðja kjörtímabil Obama“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. nóvember 2020 08:26 Joe Biden tekur við stjórnartaumunum í Hvíta húsinu þann 20. janúar næstkomandi. Getty/Mark Makela Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, segir að komandi kjörtímabil hans í Hvíta húsinu verði „ekki þriðja kjörtímabil Obama.“ Hann lofar því að ríkisstjórn hans endurspegli bandarísku þjóðina sem og Demókrataflokkinn. Þetta kom fram í viðtali sem Lester Holt, fréttamaður NBC, tók við Biden í gærkvöldi en um var að ræða fyrsta viðtalið sem Biden veitir síðan hann var kjörinn forseti í byrjun nóvember. Biden hefur undanfarna daga kynnt þá sem munu taka sæti í ríkisstjórn hans en þar má finna allnokkra sem voru áberandi þegar Barack Obama gegndi embætti forseta. Holt spurði Biden hvað hann segði við þá sem veltu því fyrir sér hvort hann væri ekki bara að búa til þriðja kjörtímabil Obama. „Þetta verður ekki þriðja kjörtímabil Obama. Við stöndum frammi fyrir allt öðrum veruleika en við gerðum undir Obama-Biden. Trump forseti hefur breytt landslaginu,“ sagði Biden. Þá lýsti hann því markmiði að ríkisstjórnin endurspegli allt litróf bandarísku þjóðarinnar og allt litróf Demókrataflokksins. Aðspurður hvort hann myndi íhuga að skipa jafnvel Repúblikana sem hefði kosið Donald Trump svaraði Biden játandi. „Ég vil að þessi þjóð verði sameinuð,“ sagði hann. Þótt Trump hafi ekki enn viðurkennt ósigur hófst valdaskiptaferlið formlega í vikunni. Biden sagði starfslið Trumps hafa verið „einlægt“ í sinni vinnu við ferlið. „Þetta hefur ekki verið slæmt hingað til og ég býst ekki við að það verði það,“ sagði Biden. Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Barack Obama Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira
Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, segir að komandi kjörtímabil hans í Hvíta húsinu verði „ekki þriðja kjörtímabil Obama.“ Hann lofar því að ríkisstjórn hans endurspegli bandarísku þjóðina sem og Demókrataflokkinn. Þetta kom fram í viðtali sem Lester Holt, fréttamaður NBC, tók við Biden í gærkvöldi en um var að ræða fyrsta viðtalið sem Biden veitir síðan hann var kjörinn forseti í byrjun nóvember. Biden hefur undanfarna daga kynnt þá sem munu taka sæti í ríkisstjórn hans en þar má finna allnokkra sem voru áberandi þegar Barack Obama gegndi embætti forseta. Holt spurði Biden hvað hann segði við þá sem veltu því fyrir sér hvort hann væri ekki bara að búa til þriðja kjörtímabil Obama. „Þetta verður ekki þriðja kjörtímabil Obama. Við stöndum frammi fyrir allt öðrum veruleika en við gerðum undir Obama-Biden. Trump forseti hefur breytt landslaginu,“ sagði Biden. Þá lýsti hann því markmiði að ríkisstjórnin endurspegli allt litróf bandarísku þjóðarinnar og allt litróf Demókrataflokksins. Aðspurður hvort hann myndi íhuga að skipa jafnvel Repúblikana sem hefði kosið Donald Trump svaraði Biden játandi. „Ég vil að þessi þjóð verði sameinuð,“ sagði hann. Þótt Trump hafi ekki enn viðurkennt ósigur hófst valdaskiptaferlið formlega í vikunni. Biden sagði starfslið Trumps hafa verið „einlægt“ í sinni vinnu við ferlið. „Þetta hefur ekki verið slæmt hingað til og ég býst ekki við að það verði það,“ sagði Biden.
Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Barack Obama Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira