Kolbeinn skýtur föstum skotum á Brynjar: „Þetta er orðið ansi hreint þreytt hjá honum“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. nóvember 2020 22:57 Kolbeinn segir að halda mætti að Brynjar hafi sleppt því að vera vakandi síðustu mánuði. Vísir/vilhelm Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, er afar gagnrýninn á starfsbróður sinn á þingi, Brynjar Níelsson, í Facebook-færslu sem hann birti í kvöld. Hann segist farinn að halda að Brynjar hafi ekki aðeins sleppt því að mæta á nefndarfundi, „heldur sleppt því að vera vakandi og fylgjast með nokkru síðustu mánuði.“ Eins og fjallað hefur verið um er Brynjar, sem situr á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn, hættur að mæta á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Hann hefur óskað eftir því að fá að hætta í nefndinni og segir störf hennar „sjónarspil og pólitíska leiki.“ Brynjar hefur verið gagnrýninn á sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda og hefur meðal annars sagst „hættur meðvirkni“ með þeim. Eins hefur hann sagt að engin rök hafi verið færð í því að samhengi sé á milli sóttvarnaaðgerða og fækkun þeirra sem daglega greinast með kórónuveiruna. Kýs að nýta ekki réttinn til að haga sér eins og bjáni Í færslu sinni segir Kolbeinn að Brynjar virðist telja það vera sitt hlutverk að „kasta bara einhverju fram án nokkurs rökstuðnings,“ undir þeim formerkjum að hlutverk hans felist í því að spyrja spurninga. „Þetta er orðið ansi hreint þreytt hjá honum. Öllum hans spurningum hefur verið svarað í bak og fyrir, af sóttvarnaryfirvöldum og heilbrigðisráðherra. Spurningum um valdheimildir hefur verið svarað, t.d. á fundum stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, sem ég hef einmitt mætt á.“ Þá kveðst Kolbeinn líta á það sem hlutverk þingmanna, að sér meðtöldum, að taka ákvarðanir byggðar á vísindum og taka þátt í því að takast á við veiruna með þjóðinni. Hann segir þá rétt sinn til þess að haga sér „eins og bjáni“ ótvíræðan. Hann kjósi hins vegar að nýta sér hann ekki í miðjum heimsfaraldri. „Steininn tekur þó úr þegar Brynjar er farinn að efast um sóttvarnaraðgerðir. Spurður í Kastljósi um þá staðreynd að aðgerðirnar hafa virkað, segir hann að allar aðgerðir hafi verið settar þegar bylgjan sé á niðurleið. Ég er farinn að halda að Brynjar hafi ekki bara sleppt því að mæta á nefndarfundi heldur sleppt því að vera vakandi og fylgjast með nokkru síðustu mánuði.“ Það er verið að höggva í sama knérunn að tjá sig um orð Brynjars Níelssonar um sóttvarnir. Ég get einfaldlega ekki orða...Posted by Kolbeinn Óttarsson Proppé on Tuesday, 24 November 2020 Vísaði Kolbeinn þar til viðtals við Brynjar í Kastljósi í kvöld. Þar sagði hann meðal annars að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefði verið notuð í pólitískum upphlaupum, og vísaði þar sérstaklega til umfjöllunar nefndarinnar um vanhæfi sjávarútvegsráðherra. „Ég er ekkert að eyða tíma mínum í svona leikþætti meira en ég þarf,“ sagði Brynjar meðal annars. „Veit Brynjar þetta ekki?“ Kolbeinn segir þá að Brynjar geti einfaldlega flett upp í gögnum, séð hvenær aðgerðir voru settar á og skoðað þróun smita fyrir og eftir aðgerðir, auk þess hvernig stundum hafi þurft að herða aðgerðir þegar smittölur voru á uppleið. „Veit Brynjar þetta ekki? Eða nennti hann ekki að fletta þessu upp og finnst ekki skipta máli að vera með staðreyndir á hreinu í umræðu um þetta mál, stærsta mál sem stjórnmál og samfélag hafa þurft að takast á við síðustu áratugi?“ spyr Kolbeinn, sem segir það heppni að í ráðherrastólum sitji fólk sem taki hlutina alvarlega. „Að sóttvarnaryfirvöld hafa sýnt skynsemi og varfærni í tillögum sínum og að þjóðin hefur sýnt þá samstöðu sem komið hefur okkur í þá stöðu sem við erum í hvað faraldurinn varðar, þar sem samanburður við önnur lönd sýnir hve vel við stöndum,“ skrifar Kolbeinn að lokum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Ósætti Brynjars til marks um að þingmenn séu að sinna starfinu Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis segir Brynjar Níelsson uppfullan af gamalli gremju og ekki meðvitaðan um stöðu nefndarinnar vegna fjarveru. Brynjar segir pólitíska sýndarmennsku fara þar fram og óskar eftir að hætta nefndarstörfum. 24. nóvember 2020 18:40 Eiga eftir að ræða hvort orðið verði við ósk Brynjars Ráðherra segir það jafnframt hárrétt að óvenjulegt sé að þingmaður vilji hætta í nefnd af þeim ástæðum sem Brynjar vísar til. 24. nóvember 2020 14:14 „Þú vælir eins og stunginn grís“ Fjörlegar umræður sköpuðust um sóttvarnaaðgerðir á Sprengisandi í dag. 15. nóvember 2020 14:50 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Sjá meira
Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, er afar gagnrýninn á starfsbróður sinn á þingi, Brynjar Níelsson, í Facebook-færslu sem hann birti í kvöld. Hann segist farinn að halda að Brynjar hafi ekki aðeins sleppt því að mæta á nefndarfundi, „heldur sleppt því að vera vakandi og fylgjast með nokkru síðustu mánuði.“ Eins og fjallað hefur verið um er Brynjar, sem situr á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn, hættur að mæta á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Hann hefur óskað eftir því að fá að hætta í nefndinni og segir störf hennar „sjónarspil og pólitíska leiki.“ Brynjar hefur verið gagnrýninn á sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda og hefur meðal annars sagst „hættur meðvirkni“ með þeim. Eins hefur hann sagt að engin rök hafi verið færð í því að samhengi sé á milli sóttvarnaaðgerða og fækkun þeirra sem daglega greinast með kórónuveiruna. Kýs að nýta ekki réttinn til að haga sér eins og bjáni Í færslu sinni segir Kolbeinn að Brynjar virðist telja það vera sitt hlutverk að „kasta bara einhverju fram án nokkurs rökstuðnings,“ undir þeim formerkjum að hlutverk hans felist í því að spyrja spurninga. „Þetta er orðið ansi hreint þreytt hjá honum. Öllum hans spurningum hefur verið svarað í bak og fyrir, af sóttvarnaryfirvöldum og heilbrigðisráðherra. Spurningum um valdheimildir hefur verið svarað, t.d. á fundum stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, sem ég hef einmitt mætt á.“ Þá kveðst Kolbeinn líta á það sem hlutverk þingmanna, að sér meðtöldum, að taka ákvarðanir byggðar á vísindum og taka þátt í því að takast á við veiruna með þjóðinni. Hann segir þá rétt sinn til þess að haga sér „eins og bjáni“ ótvíræðan. Hann kjósi hins vegar að nýta sér hann ekki í miðjum heimsfaraldri. „Steininn tekur þó úr þegar Brynjar er farinn að efast um sóttvarnaraðgerðir. Spurður í Kastljósi um þá staðreynd að aðgerðirnar hafa virkað, segir hann að allar aðgerðir hafi verið settar þegar bylgjan sé á niðurleið. Ég er farinn að halda að Brynjar hafi ekki bara sleppt því að mæta á nefndarfundi heldur sleppt því að vera vakandi og fylgjast með nokkru síðustu mánuði.“ Það er verið að höggva í sama knérunn að tjá sig um orð Brynjars Níelssonar um sóttvarnir. Ég get einfaldlega ekki orða...Posted by Kolbeinn Óttarsson Proppé on Tuesday, 24 November 2020 Vísaði Kolbeinn þar til viðtals við Brynjar í Kastljósi í kvöld. Þar sagði hann meðal annars að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefði verið notuð í pólitískum upphlaupum, og vísaði þar sérstaklega til umfjöllunar nefndarinnar um vanhæfi sjávarútvegsráðherra. „Ég er ekkert að eyða tíma mínum í svona leikþætti meira en ég þarf,“ sagði Brynjar meðal annars. „Veit Brynjar þetta ekki?“ Kolbeinn segir þá að Brynjar geti einfaldlega flett upp í gögnum, séð hvenær aðgerðir voru settar á og skoðað þróun smita fyrir og eftir aðgerðir, auk þess hvernig stundum hafi þurft að herða aðgerðir þegar smittölur voru á uppleið. „Veit Brynjar þetta ekki? Eða nennti hann ekki að fletta þessu upp og finnst ekki skipta máli að vera með staðreyndir á hreinu í umræðu um þetta mál, stærsta mál sem stjórnmál og samfélag hafa þurft að takast á við síðustu áratugi?“ spyr Kolbeinn, sem segir það heppni að í ráðherrastólum sitji fólk sem taki hlutina alvarlega. „Að sóttvarnaryfirvöld hafa sýnt skynsemi og varfærni í tillögum sínum og að þjóðin hefur sýnt þá samstöðu sem komið hefur okkur í þá stöðu sem við erum í hvað faraldurinn varðar, þar sem samanburður við önnur lönd sýnir hve vel við stöndum,“ skrifar Kolbeinn að lokum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Ósætti Brynjars til marks um að þingmenn séu að sinna starfinu Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis segir Brynjar Níelsson uppfullan af gamalli gremju og ekki meðvitaðan um stöðu nefndarinnar vegna fjarveru. Brynjar segir pólitíska sýndarmennsku fara þar fram og óskar eftir að hætta nefndarstörfum. 24. nóvember 2020 18:40 Eiga eftir að ræða hvort orðið verði við ósk Brynjars Ráðherra segir það jafnframt hárrétt að óvenjulegt sé að þingmaður vilji hætta í nefnd af þeim ástæðum sem Brynjar vísar til. 24. nóvember 2020 14:14 „Þú vælir eins og stunginn grís“ Fjörlegar umræður sköpuðust um sóttvarnaaðgerðir á Sprengisandi í dag. 15. nóvember 2020 14:50 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Sjá meira
Ósætti Brynjars til marks um að þingmenn séu að sinna starfinu Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis segir Brynjar Níelsson uppfullan af gamalli gremju og ekki meðvitaðan um stöðu nefndarinnar vegna fjarveru. Brynjar segir pólitíska sýndarmennsku fara þar fram og óskar eftir að hætta nefndarstörfum. 24. nóvember 2020 18:40
Eiga eftir að ræða hvort orðið verði við ósk Brynjars Ráðherra segir það jafnframt hárrétt að óvenjulegt sé að þingmaður vilji hætta í nefnd af þeim ástæðum sem Brynjar vísar til. 24. nóvember 2020 14:14
„Þú vælir eins og stunginn grís“ Fjörlegar umræður sköpuðust um sóttvarnaaðgerðir á Sprengisandi í dag. 15. nóvember 2020 14:50