Messi-lausir Barca menn tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitunum Ísak Hallmundarson skrifar 24. nóvember 2020 22:00 Leikmenn Barcelona fagna marki í kvöld. getty/Stanislav Vedmid Barcelona gaf Lionel Messi frí í kvöld þegar liðið heimsótti Dynamo Kiev í Úkraínu en með 4-0 sigri tryggðu Börsungar sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Staðan var 0-0 í hálfleik en á 52. mínútu skoraði Sergino Dest eftir stoðsendingu frá Martin Braithwaite. Braithwaite var síðan sjálfur á ferðinni þegar hann skoraði fimm mínútum síðar og bætti svo við öðru marki sínu og þriðja marki Barcelona á 70. mínútu, þegar hann skoraði af vítapunktinum. Antoine Griezmann innsiglaði síðan sigurinn í uppbótartíma og Barcelona á leið í 16-liða úrslit keppninnar. Í sama riðli lenti Juventus í erfiðleikum á heimavelli á móti ungverska liðinu Ferencvaros. Myrto Uzuni kom Ferencvaros óvænt yfir á 19. mínútu leiksins. Það var síðan enginn annar en Cristiano Ronaldo sem jafnaði metin á 35. mínútu og staðan 1-1 í hálfleik. Juventus þurfti að bíða eftir sigurmarkinu þar til í uppbótartíma en það var Alvaro Morata sem skoraði sigurmarkið og 2-1 sigur Juventus staðreynd. Með sigrinum er Juventus, líkt og Barcelona, búið að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Dortmund og Lazio unnu góða sigra í F-riðli. Dortmund vann Club Brugge 3-0 þar sem Erling Haaland skoraði tvö mörk og Jadon Sancho eitt mark. Á sama tíma vann Lazio rússneska liðið Zenit 3-1, Ciro Immobile skoraði tvö mörk fyrir Lazio og Marco Parolo það þriðja. Dortmund og Lazio eru í góðum málum í riðlinum þegar tvær umferðir eru eftir, Dortmund í fyrsta sæti með níu stig og Lazio í öðru sæti með átta stig. Meistaradeild Evrópu
Barcelona gaf Lionel Messi frí í kvöld þegar liðið heimsótti Dynamo Kiev í Úkraínu en með 4-0 sigri tryggðu Börsungar sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Staðan var 0-0 í hálfleik en á 52. mínútu skoraði Sergino Dest eftir stoðsendingu frá Martin Braithwaite. Braithwaite var síðan sjálfur á ferðinni þegar hann skoraði fimm mínútum síðar og bætti svo við öðru marki sínu og þriðja marki Barcelona á 70. mínútu, þegar hann skoraði af vítapunktinum. Antoine Griezmann innsiglaði síðan sigurinn í uppbótartíma og Barcelona á leið í 16-liða úrslit keppninnar. Í sama riðli lenti Juventus í erfiðleikum á heimavelli á móti ungverska liðinu Ferencvaros. Myrto Uzuni kom Ferencvaros óvænt yfir á 19. mínútu leiksins. Það var síðan enginn annar en Cristiano Ronaldo sem jafnaði metin á 35. mínútu og staðan 1-1 í hálfleik. Juventus þurfti að bíða eftir sigurmarkinu þar til í uppbótartíma en það var Alvaro Morata sem skoraði sigurmarkið og 2-1 sigur Juventus staðreynd. Með sigrinum er Juventus, líkt og Barcelona, búið að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Dortmund og Lazio unnu góða sigra í F-riðli. Dortmund vann Club Brugge 3-0 þar sem Erling Haaland skoraði tvö mörk og Jadon Sancho eitt mark. Á sama tíma vann Lazio rússneska liðið Zenit 3-1, Ciro Immobile skoraði tvö mörk fyrir Lazio og Marco Parolo það þriðja. Dortmund og Lazio eru í góðum málum í riðlinum þegar tvær umferðir eru eftir, Dortmund í fyrsta sæti með níu stig og Lazio í öðru sæti með átta stig.
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti