Njósnarinn hjá Lúxemborg óttast Tryggva og segir Ísland vera með sterkasta liðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2020 16:00 Fjórir leikmenn Slóvakíu í kringum Tryggva Snæ Hlinason í febrúar síðastliðnum Vísir/Bára Pit Rodenbourg sá um að leikgreina mótherja Lúxemborg fyrir leikinn á móti Íslandi á fimmtudaginn í forkeppni fyrir HM 2023 og hann talar vel um íslenska landsliðið og miðherjann Tryggva Snæ Hlinason. Ísland mætir Lúxemborg í Slóvakíu á fimmtudaginn í fyrri leiknum af tveimur í þessum landsleikjaglugga en seinni leikurinn er síðan á móti Kosovó laugardaginn 28. nóvember. Leikurinn á móti Lúxemborg verður þriðji leikur íslenska liðsins í riðlinum en sá fyrsti á móti Lúxemborg. Ísland tapaði 78-80 á móti Kósóvó og vann 83-74 sigur á Slóvakíu í leikjunum í febrúar. Pit Rodenbourg er aðstoðarþjálfari landsliðs Lúxemborgar og sér einnig um það að njósna um mótherja liðsins. Rodenbourg hefur því kynnt sér íslenska liðið vel og talaði um það í viðtali á heimasíðu Körfuboltasambands Lúxemborgar. „Að mínu mati er Ísland með besta liðið í okkar riðli. Í Tryggva Hlinasyni þá hafa þeir mjög hávaxinn leikmann (215 sm) sem er mjög sterkur undir körfunum. Við verðum að hafa sérstakar gætur á honum því hann er að skora 21 stig í leik og er besti frákastarinn í riðlinum,“ sagði Pit Rodenbourg. „Restin af íslenska liðinu eru líkir okkar strákum og vilja spila svipaðan hraðan bolta og við. Lykilatriði hjá okkur er að setja niður skotin okkar til að ná fram óvæntum úrslitum,“ sagði Rodenbourg. Í fréttinni á heimasíðunni er farið yfir góða frammistöðu Tryggva í spænsku deildinni þar sem hann er með 6,2 stig og 4,6 fráköst í leik. Þrír aðrir leikmenn eru einnig nefndir á nafn en það eru bakverðirnir Sigtryggur Arnar Björnsson og Kári Jónsson auk fyrirliðans Kára Jónssonar. Jón Axel Guðmundsson og Elvar Már Friðriksson eru ekki nafngreindir í fréttinni en þeir léku ekki með íslenska liðinu í febrúar. Báðir hafa verið að gera flotta hluti með liðum sínum í Evrópu, Jón Axel í Þýskalandi og Elvar Már í Litháen. Körfubolti HM 2023 í körfubolta Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Risaslagir í Meistaradeildinni ásamt Bónus deild kvenna Sport „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti Fleiri fréttir „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Sjá meira
Pit Rodenbourg sá um að leikgreina mótherja Lúxemborg fyrir leikinn á móti Íslandi á fimmtudaginn í forkeppni fyrir HM 2023 og hann talar vel um íslenska landsliðið og miðherjann Tryggva Snæ Hlinason. Ísland mætir Lúxemborg í Slóvakíu á fimmtudaginn í fyrri leiknum af tveimur í þessum landsleikjaglugga en seinni leikurinn er síðan á móti Kosovó laugardaginn 28. nóvember. Leikurinn á móti Lúxemborg verður þriðji leikur íslenska liðsins í riðlinum en sá fyrsti á móti Lúxemborg. Ísland tapaði 78-80 á móti Kósóvó og vann 83-74 sigur á Slóvakíu í leikjunum í febrúar. Pit Rodenbourg er aðstoðarþjálfari landsliðs Lúxemborgar og sér einnig um það að njósna um mótherja liðsins. Rodenbourg hefur því kynnt sér íslenska liðið vel og talaði um það í viðtali á heimasíðu Körfuboltasambands Lúxemborgar. „Að mínu mati er Ísland með besta liðið í okkar riðli. Í Tryggva Hlinasyni þá hafa þeir mjög hávaxinn leikmann (215 sm) sem er mjög sterkur undir körfunum. Við verðum að hafa sérstakar gætur á honum því hann er að skora 21 stig í leik og er besti frákastarinn í riðlinum,“ sagði Pit Rodenbourg. „Restin af íslenska liðinu eru líkir okkar strákum og vilja spila svipaðan hraðan bolta og við. Lykilatriði hjá okkur er að setja niður skotin okkar til að ná fram óvæntum úrslitum,“ sagði Rodenbourg. Í fréttinni á heimasíðunni er farið yfir góða frammistöðu Tryggva í spænsku deildinni þar sem hann er með 6,2 stig og 4,6 fráköst í leik. Þrír aðrir leikmenn eru einnig nefndir á nafn en það eru bakverðirnir Sigtryggur Arnar Björnsson og Kári Jónsson auk fyrirliðans Kára Jónssonar. Jón Axel Guðmundsson og Elvar Már Friðriksson eru ekki nafngreindir í fréttinni en þeir léku ekki með íslenska liðinu í febrúar. Báðir hafa verið að gera flotta hluti með liðum sínum í Evrópu, Jón Axel í Þýskalandi og Elvar Már í Litháen.
Körfubolti HM 2023 í körfubolta Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Risaslagir í Meistaradeildinni ásamt Bónus deild kvenna Sport „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti Fleiri fréttir „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum