Misstu út aðalmarkaskorarann fyrir uppgjörið við Ísland Sindri Sverrisson skrifar 24. nóvember 2020 17:01 Elín Metta Jensen skoraði eina markið þegar Ísland og Slóvakía mættust á Laugardalsvelli fyrir rúmu ári. vísir/vilhelm Með sigri gegn Íslandi á fimmtudaginn á Slóvakía enn von um að komast á EM kvenna í fótbolta, á kostnað íslenska liðsins. Liðið verður hins vegar án síns aðalmarkaskorara vegna kórónuveirufaraldursins. Nú er komið að síðustu leikjunum í baráttunni um sæti á EM í Englandi en Slóvakía og Ísland mætast ytra á fimmtudag kl. 17 að íslenskum tíma. Svíþjóð tryggði sér sigur í F-riðli með því að vinna Ísland í síðasta mánuði. Ísland og Slóvakía berjast um 2. sæti en jafntefli eða sigur á fimmtudaginn tryggir Íslandi það sæti. Liðið í 2. sæti fer í umspil, eða beint á EM ef árangur þess er nægilega góður í samanburði við aðra riðla. Ísland mætir Ungverjalandi á útivelli í lokaumferðinni 1. desember, þegar Slóvakía mætir Svíþjóð. Valdi stóran hóp til öryggis Peter Kopun, þjálfari Slóvaka, valdi 25 manna hóp fyrir komandi leiki með það í huga að einhver forföll gætu orðið vegna faraldursins. Það reyndist góð ákvörðun því Patrícia Hmírová, markahrókur pólska liðsins Górnik Leczna, greindist með kórónuveiruna. Um sannkallað áfall er að ræða fyrir slóvakíska liðið sem hefur aðeins skorað fimm mörk í sínum sex leikjum í undankeppninni. Hmírová hefur nefnilega skorað fjögur þeirra, eða 80%. Hér má sjá mörk hennar gegn Lettlandi í síðasta mánuði, bæði úr vítum, og þriðja víti hennar sem fór hins vegar forgörðum: Varnarleikur hefur verið aðalsmerki Slóvakíu en þrátt fyrir að vera mikið sterkari aðilinn varð Ísland að láta sér nægja 1-0 sigur þegar liðin mættust á Laugardalsvelli í fyrrahaust. Elín Metta Jensen skoraði þá sigurmarkið um miðjan seinni hálfleik. Hmírová kom sér einmitt í dauðafæri undir lok þess leiks, langbesta færi Slóvaka, en skaut þá framhjá. Ísland einnig án lykilmanns Ísland verður einnig án lykilleikmanns í síðustu leikjunum í undankeppninni því Dagný Brynjarsdóttir varð að hætta við þátttöku vegna meiðsla. Sandra María Jessen er heldur ekki með vegna sóttkvíar eftir smit í herbúðum Leverkusen í Þýskalandi. Áður hafði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir neyðst til að hætta við leikina vegna meiðsla og Hólmfríður Magnúsdóttir gaf ekki kost á sér að þessu sinni. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Dagný ekki með í landsleikjunum og tveir nýliðar kallaðir inn í íslenska hópinn Kristín Dís Árnadóttir og Bryndís Arna Níelsdóttur hafa verið kallaðar inn í íslenska kvennalandsliðið í fótbolta í stað Dagnýjar Brynjarsdóttur og Söndru Maríu Jessen. 20. nóvember 2020 15:03 Dagný með í lokaleikjunum en Karólína dettur út Dagný Brynjarsdóttir er í íslenska landsliðshópnum sem mætir Slóvakíu og Ungverjalandi 26. nóvember og 1. desember, í leikjum sem ráða möguleikum Íslands á að komast á EM. 13. nóvember 2020 10:15 Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Fleiri fréttir Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Sjá meira
Með sigri gegn Íslandi á fimmtudaginn á Slóvakía enn von um að komast á EM kvenna í fótbolta, á kostnað íslenska liðsins. Liðið verður hins vegar án síns aðalmarkaskorara vegna kórónuveirufaraldursins. Nú er komið að síðustu leikjunum í baráttunni um sæti á EM í Englandi en Slóvakía og Ísland mætast ytra á fimmtudag kl. 17 að íslenskum tíma. Svíþjóð tryggði sér sigur í F-riðli með því að vinna Ísland í síðasta mánuði. Ísland og Slóvakía berjast um 2. sæti en jafntefli eða sigur á fimmtudaginn tryggir Íslandi það sæti. Liðið í 2. sæti fer í umspil, eða beint á EM ef árangur þess er nægilega góður í samanburði við aðra riðla. Ísland mætir Ungverjalandi á útivelli í lokaumferðinni 1. desember, þegar Slóvakía mætir Svíþjóð. Valdi stóran hóp til öryggis Peter Kopun, þjálfari Slóvaka, valdi 25 manna hóp fyrir komandi leiki með það í huga að einhver forföll gætu orðið vegna faraldursins. Það reyndist góð ákvörðun því Patrícia Hmírová, markahrókur pólska liðsins Górnik Leczna, greindist með kórónuveiruna. Um sannkallað áfall er að ræða fyrir slóvakíska liðið sem hefur aðeins skorað fimm mörk í sínum sex leikjum í undankeppninni. Hmírová hefur nefnilega skorað fjögur þeirra, eða 80%. Hér má sjá mörk hennar gegn Lettlandi í síðasta mánuði, bæði úr vítum, og þriðja víti hennar sem fór hins vegar forgörðum: Varnarleikur hefur verið aðalsmerki Slóvakíu en þrátt fyrir að vera mikið sterkari aðilinn varð Ísland að láta sér nægja 1-0 sigur þegar liðin mættust á Laugardalsvelli í fyrrahaust. Elín Metta Jensen skoraði þá sigurmarkið um miðjan seinni hálfleik. Hmírová kom sér einmitt í dauðafæri undir lok þess leiks, langbesta færi Slóvaka, en skaut þá framhjá. Ísland einnig án lykilmanns Ísland verður einnig án lykilleikmanns í síðustu leikjunum í undankeppninni því Dagný Brynjarsdóttir varð að hætta við þátttöku vegna meiðsla. Sandra María Jessen er heldur ekki með vegna sóttkvíar eftir smit í herbúðum Leverkusen í Þýskalandi. Áður hafði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir neyðst til að hætta við leikina vegna meiðsla og Hólmfríður Magnúsdóttir gaf ekki kost á sér að þessu sinni.
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Dagný ekki með í landsleikjunum og tveir nýliðar kallaðir inn í íslenska hópinn Kristín Dís Árnadóttir og Bryndís Arna Níelsdóttur hafa verið kallaðar inn í íslenska kvennalandsliðið í fótbolta í stað Dagnýjar Brynjarsdóttur og Söndru Maríu Jessen. 20. nóvember 2020 15:03 Dagný með í lokaleikjunum en Karólína dettur út Dagný Brynjarsdóttir er í íslenska landsliðshópnum sem mætir Slóvakíu og Ungverjalandi 26. nóvember og 1. desember, í leikjum sem ráða möguleikum Íslands á að komast á EM. 13. nóvember 2020 10:15 Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Fleiri fréttir Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Sjá meira
Dagný ekki með í landsleikjunum og tveir nýliðar kallaðir inn í íslenska hópinn Kristín Dís Árnadóttir og Bryndís Arna Níelsdóttur hafa verið kallaðar inn í íslenska kvennalandsliðið í fótbolta í stað Dagnýjar Brynjarsdóttur og Söndru Maríu Jessen. 20. nóvember 2020 15:03
Dagný með í lokaleikjunum en Karólína dettur út Dagný Brynjarsdóttir er í íslenska landsliðshópnum sem mætir Slóvakíu og Ungverjalandi 26. nóvember og 1. desember, í leikjum sem ráða möguleikum Íslands á að komast á EM. 13. nóvember 2020 10:15