Aðhaldskrafa á spítalann eins og blaut tuska Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. nóvember 2020 14:47 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Vísir/vilhelm Þjarmað var að Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, vegna niðurskurðarkröfu á Landspítalann í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. „Nú sjá stjórnendur Landspítalans fram á að þurfa að fresta húsnæðisframkvæmdum, skerða þjónustu kvenlækningadeildar, þétta vaktaskipulag lækna og seinka sumarráðningum, vegna þess að fjármunum til rekstursins er of naumt skammtað. Auk þess að geta ekki unnið á biðlistum sem hafa lengst mikið vegna farsóttarinnar,“ sagði Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingar, og spurði hvort forsvaranlegt væri í miðjum heimsfaraldri að spítalinn þurfi að skerða þjónustu við sjúklinga. Samkvæmt yfirlýsingu heilbrigðisráðuneytisins nam uppsafnaður halli Landspítalans 3,8 milljörðum króna í árslok 2019. Þar segir að spítalinn hafi farið fram úr fjárlögum á síðustu árum og gert er ráð fyrir að hann fái svigrúm til að vinna hallann upp á næstu þremur árum. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs er auk þess 0,5% aðhaldskrafa á allar heilbrigðisstofnanir landsins. Hjá Landspítala nemur þessi krafa um 400 milljónum króna. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.vísir/stefán Í svari við fyrirspurn Loga sagði Svandís að skerðing á þjónustu við sjúklinga komi ekki til álita sem hluti af hagræðingaraðgerðum. Fyrirhugað sé að funda með yfirstjórn spítalans um málið í vikunni. Þá ítrekaði hún að allur viðbótarkostnaður sem falli á spítalann vegna Covid-19 verði bættur. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sagði hagræðinguna ekkert annað en niðurskurðarkröfu og ekki síst þar sem fresta eigi uppbyggingu innviða. „Og korteri eftir Landakotsskýrsluna er þetta afar furðuleg forgangsröðun.“ Sara Elísa Þórðardóttir, þingmaður Pírata, sagði kröfuna blauta tusku í andlit stjórnenda spítalans og þjóðarinnar allrar. „Það sætir undrun að stjórnvöld skuli gera stórkostlega aðhaldskröfu á þungamiðju heilbrigðiskerfisins sjálfs, Landspítalann.“ Svandís sagði stjórnendur spítalans hafa verið miðvitaða um kröfuna. „Af því að háttvirtur þingmaður spyr um blauta tusku er það svo, því miður, að Landspítalinn veit og vissi af þessum halla og vissi af því hvernig hann liti út. En aðhaldskrafa stjórnvalda er 0,5% á ári hverju á heilbrigðisþjónustu.“ Alþingi Heilbrigðismál Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Fleiri fréttir Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Sjá meira
Þjarmað var að Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, vegna niðurskurðarkröfu á Landspítalann í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. „Nú sjá stjórnendur Landspítalans fram á að þurfa að fresta húsnæðisframkvæmdum, skerða þjónustu kvenlækningadeildar, þétta vaktaskipulag lækna og seinka sumarráðningum, vegna þess að fjármunum til rekstursins er of naumt skammtað. Auk þess að geta ekki unnið á biðlistum sem hafa lengst mikið vegna farsóttarinnar,“ sagði Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingar, og spurði hvort forsvaranlegt væri í miðjum heimsfaraldri að spítalinn þurfi að skerða þjónustu við sjúklinga. Samkvæmt yfirlýsingu heilbrigðisráðuneytisins nam uppsafnaður halli Landspítalans 3,8 milljörðum króna í árslok 2019. Þar segir að spítalinn hafi farið fram úr fjárlögum á síðustu árum og gert er ráð fyrir að hann fái svigrúm til að vinna hallann upp á næstu þremur árum. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs er auk þess 0,5% aðhaldskrafa á allar heilbrigðisstofnanir landsins. Hjá Landspítala nemur þessi krafa um 400 milljónum króna. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.vísir/stefán Í svari við fyrirspurn Loga sagði Svandís að skerðing á þjónustu við sjúklinga komi ekki til álita sem hluti af hagræðingaraðgerðum. Fyrirhugað sé að funda með yfirstjórn spítalans um málið í vikunni. Þá ítrekaði hún að allur viðbótarkostnaður sem falli á spítalann vegna Covid-19 verði bættur. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sagði hagræðinguna ekkert annað en niðurskurðarkröfu og ekki síst þar sem fresta eigi uppbyggingu innviða. „Og korteri eftir Landakotsskýrsluna er þetta afar furðuleg forgangsröðun.“ Sara Elísa Þórðardóttir, þingmaður Pírata, sagði kröfuna blauta tusku í andlit stjórnenda spítalans og þjóðarinnar allrar. „Það sætir undrun að stjórnvöld skuli gera stórkostlega aðhaldskröfu á þungamiðju heilbrigðiskerfisins sjálfs, Landspítalann.“ Svandís sagði stjórnendur spítalans hafa verið miðvitaða um kröfuna. „Af því að háttvirtur þingmaður spyr um blauta tusku er það svo, því miður, að Landspítalinn veit og vissi af þessum halla og vissi af því hvernig hann liti út. En aðhaldskrafa stjórnvalda er 0,5% á ári hverju á heilbrigðisþjónustu.“
Alþingi Heilbrigðismál Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Fleiri fréttir Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Sjá meira