Brynjar ákvað fyrir löngu að hætta að mæta Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. nóvember 2020 12:22 Brynjar Níelsson hefur óskað eftir því að fá að hætta í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. vísir/Vilhelm Brynjar Níelsson þingmaður og fulltrúi Sjálstæðisflokksins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur ekki mætt á nefndarfundi í rúman mánuð. Hann hefur óskað eftir því að fá að hætta í nefndinni og telur starf hennar vera sjónarspil og pólitískan leik. Brynjar mætti síðast á fund nefndarinnar 19. október samkvæmt fundargerðum. Hefur hann ekki mætt á tíu fundi sem haldnir hafa verið frá þeim tíma. Hann segir fjarveruna eiga sér langan aðdraganda og að hann hafi gert athugasemdir við nefndarstörfin. „Ég hef einfaldlega bara sagt að ég er ekki til í að taka þátt í því sem ég kalla leikþætti og sýndarmennsku í nefndinni,“ segir Brynjar. Dæmin séu fjölmörg. „Ég hef litið á það sem dæmigerða sýndarmennsku þegar þrír nefndarmenn óskuðu eftir því að fá að ræða sérstaklega vanhæfi sjávarútvegsráðherra. Um vanhæfi gilda bara ákveðnar reglur. Þetta hefur ekkert með nefndina að gera.“ Hann nefnir einnig umfjöllun um aðgerðir lögreglu í mótmælum hælisleitenda á Austurvelli í fyrra. „Allt er þetta í mínum huga bara sjónarspil og pólitískir leikir,“ segir Brynjar. Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.Vísir/Vilhelm Samfylking og Píratar hafa gegnt formennsku í nefndinni á þessu kjörtímabili. Fyrst Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, og síðan Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata. Í sumar tók Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata við formennsku. Brynjar segir þingmenn úr röðum Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar í nefndinni stunda það að taka upp málin sem hann kallar sýndarmennsku. Hann telur að skoða þurfi umgjörð nefndarstarfsins. „Það eru alltaf sömu þrír aðilanir í þessu og eru að taka upp mál með þessum hætti. Þetta er mikilvæg nefnd og þegar menn eru farnir að nota hana eingöngu í pólitískum upphlaupum eru þeir bara að eyðileggja hana. Það hefur tekist mjög vel á þessu kjörtímabili. Menn sjá sér einhver tækifæri í þessari nefnd til að koma höggi á pólitíska andstæðinga.“ Kristján Þór Júlíusson þegar hann kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. Brynjar telur málið dæmi um pólitískan sýndarleik.vísir/VIlhelm Hann segist hafa óskað eftir því við þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins að fá að hætta í nefndinni. „Og hef raunverulega gert kröfu um það en það hefur ekki borið árangur ennþá. Það er flókið að skipta út nefndarmanni.“ Á síðustu fundum hefur ítrekað verið fjallað um valdheimildir sóttvarnalæknis og heilbrigðisráðherra og hafa ýmsir sérfræðingar verið kallaðir fyrir nefnd. Brynjar hefur verið gagnrýninn á aðgerðir stjórnvalda í opinberi umræðu. Hefurðu ekki viljað taka þátt í því starfi verandi efins um aðgerðirnar? „Nei, þessi afstaða mín hefur ekki neitt með það mál að gera og þessi ákvörðun er tekin löngu áður en það kom upp.“ Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi Sjá meira
Brynjar Níelsson þingmaður og fulltrúi Sjálstæðisflokksins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur ekki mætt á nefndarfundi í rúman mánuð. Hann hefur óskað eftir því að fá að hætta í nefndinni og telur starf hennar vera sjónarspil og pólitískan leik. Brynjar mætti síðast á fund nefndarinnar 19. október samkvæmt fundargerðum. Hefur hann ekki mætt á tíu fundi sem haldnir hafa verið frá þeim tíma. Hann segir fjarveruna eiga sér langan aðdraganda og að hann hafi gert athugasemdir við nefndarstörfin. „Ég hef einfaldlega bara sagt að ég er ekki til í að taka þátt í því sem ég kalla leikþætti og sýndarmennsku í nefndinni,“ segir Brynjar. Dæmin séu fjölmörg. „Ég hef litið á það sem dæmigerða sýndarmennsku þegar þrír nefndarmenn óskuðu eftir því að fá að ræða sérstaklega vanhæfi sjávarútvegsráðherra. Um vanhæfi gilda bara ákveðnar reglur. Þetta hefur ekkert með nefndina að gera.“ Hann nefnir einnig umfjöllun um aðgerðir lögreglu í mótmælum hælisleitenda á Austurvelli í fyrra. „Allt er þetta í mínum huga bara sjónarspil og pólitískir leikir,“ segir Brynjar. Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.Vísir/Vilhelm Samfylking og Píratar hafa gegnt formennsku í nefndinni á þessu kjörtímabili. Fyrst Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, og síðan Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata. Í sumar tók Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata við formennsku. Brynjar segir þingmenn úr röðum Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar í nefndinni stunda það að taka upp málin sem hann kallar sýndarmennsku. Hann telur að skoða þurfi umgjörð nefndarstarfsins. „Það eru alltaf sömu þrír aðilanir í þessu og eru að taka upp mál með þessum hætti. Þetta er mikilvæg nefnd og þegar menn eru farnir að nota hana eingöngu í pólitískum upphlaupum eru þeir bara að eyðileggja hana. Það hefur tekist mjög vel á þessu kjörtímabili. Menn sjá sér einhver tækifæri í þessari nefnd til að koma höggi á pólitíska andstæðinga.“ Kristján Þór Júlíusson þegar hann kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. Brynjar telur málið dæmi um pólitískan sýndarleik.vísir/VIlhelm Hann segist hafa óskað eftir því við þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins að fá að hætta í nefndinni. „Og hef raunverulega gert kröfu um það en það hefur ekki borið árangur ennþá. Það er flókið að skipta út nefndarmanni.“ Á síðustu fundum hefur ítrekað verið fjallað um valdheimildir sóttvarnalæknis og heilbrigðisráðherra og hafa ýmsir sérfræðingar verið kallaðir fyrir nefnd. Brynjar hefur verið gagnrýninn á aðgerðir stjórnvalda í opinberi umræðu. Hefurðu ekki viljað taka þátt í því starfi verandi efins um aðgerðirnar? „Nei, þessi afstaða mín hefur ekki neitt með það mál að gera og þessi ákvörðun er tekin löngu áður en það kom upp.“
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi Sjá meira