Hjörleifshöfði seldur Íslendingum og Þjóðverjum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. nóvember 2020 14:31 Horft til norðurs. Hjörleifshöfði er í forgrunni, en Hafursey er fjær, næst Kötlujökli. Þórir Níels Kjartansson Hjörleifshöfði í Mýrdalshreppi hefur verið seldur íslenskum og þýskum aðilum. Þetta herma heimildir fréttastofu. Samningar hafa verið undirritaðir og mun vera kominn í þinglýsingu. Til stendur að nýta jörðina meðal annars í ferðaþjónustu og vinnslu úr Kötluvikri. Hjörleifshöfði var auglýstur til sölu í ágúst 2016 og verið á sölu síðan. Um er að ræða 11.500 hektara jörð og var talað um verðhugmynd á bilinu 500-1000 milljónir króna. Samkvæmt heimildum fréttastofu var söluverðið nær neðri mörkum verðbilsins. Systkini sem seldu Innan jarðarinnar eru Hjörleifshöfði og Hafursey. Landið nær frá Kötlujökli í norðri að sjó að sunnan og er að mestu sandar. Þjóðvegur eitt liggur í gegn um jörðina. Þórir Níels Kjartansson var eigandi jarðarinnar ásamt systkinum sínum Áslaugu og Höllu. Fram kom í Morgunblaðinu fyrir tveimur árum að jörðin hefði verið í eigu fjölskyldunnar allt frá 1840 þegar langafi þeirra, Loftur Guðmundsson, keypti jörðina. Markús, sonur Lofts, varð vitni að eldgosinu í Kötlu 1860 og sonur hans, Kjartan Leifur, bjó í Höfðanum 1918 þegar Katla gaus síðast. Búskapur lagðist endanlega af í Höfðanum 1936. Þórir sagði í viðtali við fréttastofu árið 2016 að Hjörleifur Hróðmarsson, sem Hjörleifshöfði er kenndur við, hefði verið fyrsti landnámsmaðurinn og þar með Hjörleifshöfði fyrsti landnámsbærinn. Hann hafi verið búinn að byggja sinn bæ með Ingólfur Arnarson var enn að leita að öndvegissúlunum. Fréttina má sjá að neðan. Þórir tjáði Fréttablaðinu í september 2016 að landeigendur hefðu reynt að selja íslenska ríkinu jörðina en án árangurs. Aldrei hefðu verðhugmyndir borið á góma í samtali við stjórnvöld. Fleiri jarðir í eigu erlendra aðila „Ég tel að ríkið ætti að stefna að því að eignast svona sérstakar lendur þegar þær eru til sölu. Ég er búinn að vera í viðræðum við ráðherra þriggja ríkisstjórna og það kom ekkert út úr þeim. Þannig að við gáfumst upp á þessu og prófuðum að setja þetta á sölu,“ sagði Þórir. Nú fjórum árum síðar er jörðin seld. Fleiri jarðir á svæðinu eru í eigu erlendra aðila. Erlendir fjárfestar keyptu stærstan hlut í Hótel Kötlu árið 2018 en jörðin sem er um 4700 hektarar nær yfir hluta Mýrdalssands. Svisslendingurinn Rudolf Walter Lamprecht á sömuleiðis jarðir, hús og veiðiréttindi í Mýrdalshreppi. Fram kom í Morgunblaðinu árið 2018 að nýir eigendur fengu með kaupum á Hótel Kötlu aðgang að Kerlingardalsá og Vatnsá í gegnum félag þar sem Lamprecht væri með meirihluta. Mýrdalshreppur Jarðakaup útlendinga Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Hjörleifshöfði í Mýrdalshreppi hefur verið seldur íslenskum og þýskum aðilum. Þetta herma heimildir fréttastofu. Samningar hafa verið undirritaðir og mun vera kominn í þinglýsingu. Til stendur að nýta jörðina meðal annars í ferðaþjónustu og vinnslu úr Kötluvikri. Hjörleifshöfði var auglýstur til sölu í ágúst 2016 og verið á sölu síðan. Um er að ræða 11.500 hektara jörð og var talað um verðhugmynd á bilinu 500-1000 milljónir króna. Samkvæmt heimildum fréttastofu var söluverðið nær neðri mörkum verðbilsins. Systkini sem seldu Innan jarðarinnar eru Hjörleifshöfði og Hafursey. Landið nær frá Kötlujökli í norðri að sjó að sunnan og er að mestu sandar. Þjóðvegur eitt liggur í gegn um jörðina. Þórir Níels Kjartansson var eigandi jarðarinnar ásamt systkinum sínum Áslaugu og Höllu. Fram kom í Morgunblaðinu fyrir tveimur árum að jörðin hefði verið í eigu fjölskyldunnar allt frá 1840 þegar langafi þeirra, Loftur Guðmundsson, keypti jörðina. Markús, sonur Lofts, varð vitni að eldgosinu í Kötlu 1860 og sonur hans, Kjartan Leifur, bjó í Höfðanum 1918 þegar Katla gaus síðast. Búskapur lagðist endanlega af í Höfðanum 1936. Þórir sagði í viðtali við fréttastofu árið 2016 að Hjörleifur Hróðmarsson, sem Hjörleifshöfði er kenndur við, hefði verið fyrsti landnámsmaðurinn og þar með Hjörleifshöfði fyrsti landnámsbærinn. Hann hafi verið búinn að byggja sinn bæ með Ingólfur Arnarson var enn að leita að öndvegissúlunum. Fréttina má sjá að neðan. Þórir tjáði Fréttablaðinu í september 2016 að landeigendur hefðu reynt að selja íslenska ríkinu jörðina en án árangurs. Aldrei hefðu verðhugmyndir borið á góma í samtali við stjórnvöld. Fleiri jarðir í eigu erlendra aðila „Ég tel að ríkið ætti að stefna að því að eignast svona sérstakar lendur þegar þær eru til sölu. Ég er búinn að vera í viðræðum við ráðherra þriggja ríkisstjórna og það kom ekkert út úr þeim. Þannig að við gáfumst upp á þessu og prófuðum að setja þetta á sölu,“ sagði Þórir. Nú fjórum árum síðar er jörðin seld. Fleiri jarðir á svæðinu eru í eigu erlendra aðila. Erlendir fjárfestar keyptu stærstan hlut í Hótel Kötlu árið 2018 en jörðin sem er um 4700 hektarar nær yfir hluta Mýrdalssands. Svisslendingurinn Rudolf Walter Lamprecht á sömuleiðis jarðir, hús og veiðiréttindi í Mýrdalshreppi. Fram kom í Morgunblaðinu árið 2018 að nýir eigendur fengu með kaupum á Hótel Kötlu aðgang að Kerlingardalsá og Vatnsá í gegnum félag þar sem Lamprecht væri með meirihluta.
Mýrdalshreppur Jarðakaup útlendinga Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira