„Deilan er á alvarlegum og erfiðum stað“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. nóvember 2020 13:35 Ríkissáttasemjari hugar að sóttvörnum við upphaf fundar hjá samninganefnd ríkisins og Félags flugvirkja. Vísir/vilhelm Samninganefndir flugvirkja Landhelgisgæslunnar og ríkisins héldu til samningafundar klukkan 11.30 í dag. Ríkissáttasemjari boðaði til fundarins vegna alvarlegrar stöðu sem blasir við hjá gæslunni. Flugvirkjar hjá Landhelgisgæslunni hafa verið í verkfalli í rúmar tvær vikur. Að óbreytti gæti viðbragðsgeta gæslunnar skerst verulega. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar að staðan hefði sennilega aldrei verið jafn alvarleg hjá þyrlusveit Landhelgisgæslunnar. Það væri óviðunandi að hafa ekki lágmarks björgunarþjónustu og því þyrftu deilendur að finna lausn á kjaradeilunni án tafar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra sem fer með málefni gæslunnar, hefur það til skoðunar að setja lög á verkfallið til að tryggja öryggi. Í ljósi alvarlegrar stöðu sem blasir við ákvað Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari að boða deiluaðila til fundar í dag. „Nú hefur vinnustöðvun staðið yfir í rúmar tvær vikur og við höfum heyrt frá Landhelgisgæslunni að ástandið verður sífellt þyngra. Deilan er á alvarlegum og erfiðum stað en ég vona, sérstaklega í ljósi þess hversu alvarleg deilan er, að samningsaðilar nýti þá orku til að leita lausna og finna leiðir til að ná sátt,“ sagði Aðalsteinn. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, sagði í samtali við mbl.is að frá og með miðnætti á miðvikudag verði engin þyrla til taks hjá gæslunni vegna viðhalds TF-GRO, óháð því hvernig gengur í samningaviðræðum flugvirkja og ríkisins. Ásgeir sagði að viðhaldstíminn yrði í besta falli tveir sólarhringar. Ekki hefur náðst í formann Félags flugvirkja við vinnslu fréttarinnar. Landhelgisgæslan Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Ráðherra segir koma til greina að setja lög á verkfall flugvirkja Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir það koma til greina að lög verði sett á verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar til að binda endi á það. 20. nóvember 2020 20:45 Segir stöðuna hjá Landhelgisgæslunni grafalvarlega Svo gæti farið að engin björgunarþyrla verði starfhæf hjá Landhelgisgæslunni um miðja næstu viku ef ekki næst að semja í kjaradeilu hluta flugvirkja Gæslunnar. 19. nóvember 2020 18:51 „Neyðarástand yfirvofandi“ hjá Landhelgisgæslunni Landhelgisgæslan segir neyðarástand yfirvofandi vegna verkfalls flugvirkja. Nú blasi við að þyrlufloti Landhelgisgæslunnar stöðvist á næstu dögum, í síðasta lagi um miðja næstu viku. 19. nóvember 2020 16:20 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Samninganefndir flugvirkja Landhelgisgæslunnar og ríkisins héldu til samningafundar klukkan 11.30 í dag. Ríkissáttasemjari boðaði til fundarins vegna alvarlegrar stöðu sem blasir við hjá gæslunni. Flugvirkjar hjá Landhelgisgæslunni hafa verið í verkfalli í rúmar tvær vikur. Að óbreytti gæti viðbragðsgeta gæslunnar skerst verulega. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar að staðan hefði sennilega aldrei verið jafn alvarleg hjá þyrlusveit Landhelgisgæslunnar. Það væri óviðunandi að hafa ekki lágmarks björgunarþjónustu og því þyrftu deilendur að finna lausn á kjaradeilunni án tafar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra sem fer með málefni gæslunnar, hefur það til skoðunar að setja lög á verkfallið til að tryggja öryggi. Í ljósi alvarlegrar stöðu sem blasir við ákvað Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari að boða deiluaðila til fundar í dag. „Nú hefur vinnustöðvun staðið yfir í rúmar tvær vikur og við höfum heyrt frá Landhelgisgæslunni að ástandið verður sífellt þyngra. Deilan er á alvarlegum og erfiðum stað en ég vona, sérstaklega í ljósi þess hversu alvarleg deilan er, að samningsaðilar nýti þá orku til að leita lausna og finna leiðir til að ná sátt,“ sagði Aðalsteinn. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, sagði í samtali við mbl.is að frá og með miðnætti á miðvikudag verði engin þyrla til taks hjá gæslunni vegna viðhalds TF-GRO, óháð því hvernig gengur í samningaviðræðum flugvirkja og ríkisins. Ásgeir sagði að viðhaldstíminn yrði í besta falli tveir sólarhringar. Ekki hefur náðst í formann Félags flugvirkja við vinnslu fréttarinnar.
Landhelgisgæslan Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Ráðherra segir koma til greina að setja lög á verkfall flugvirkja Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir það koma til greina að lög verði sett á verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar til að binda endi á það. 20. nóvember 2020 20:45 Segir stöðuna hjá Landhelgisgæslunni grafalvarlega Svo gæti farið að engin björgunarþyrla verði starfhæf hjá Landhelgisgæslunni um miðja næstu viku ef ekki næst að semja í kjaradeilu hluta flugvirkja Gæslunnar. 19. nóvember 2020 18:51 „Neyðarástand yfirvofandi“ hjá Landhelgisgæslunni Landhelgisgæslan segir neyðarástand yfirvofandi vegna verkfalls flugvirkja. Nú blasi við að þyrlufloti Landhelgisgæslunnar stöðvist á næstu dögum, í síðasta lagi um miðja næstu viku. 19. nóvember 2020 16:20 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Ráðherra segir koma til greina að setja lög á verkfall flugvirkja Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir það koma til greina að lög verði sett á verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar til að binda endi á það. 20. nóvember 2020 20:45
Segir stöðuna hjá Landhelgisgæslunni grafalvarlega Svo gæti farið að engin björgunarþyrla verði starfhæf hjá Landhelgisgæslunni um miðja næstu viku ef ekki næst að semja í kjaradeilu hluta flugvirkja Gæslunnar. 19. nóvember 2020 18:51
„Neyðarástand yfirvofandi“ hjá Landhelgisgæslunni Landhelgisgæslan segir neyðarástand yfirvofandi vegna verkfalls flugvirkja. Nú blasi við að þyrlufloti Landhelgisgæslunnar stöðvist á næstu dögum, í síðasta lagi um miðja næstu viku. 19. nóvember 2020 16:20