„Deilan er á alvarlegum og erfiðum stað“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. nóvember 2020 13:35 Ríkissáttasemjari hugar að sóttvörnum við upphaf fundar hjá samninganefnd ríkisins og Félags flugvirkja. Vísir/vilhelm Samninganefndir flugvirkja Landhelgisgæslunnar og ríkisins héldu til samningafundar klukkan 11.30 í dag. Ríkissáttasemjari boðaði til fundarins vegna alvarlegrar stöðu sem blasir við hjá gæslunni. Flugvirkjar hjá Landhelgisgæslunni hafa verið í verkfalli í rúmar tvær vikur. Að óbreytti gæti viðbragðsgeta gæslunnar skerst verulega. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar að staðan hefði sennilega aldrei verið jafn alvarleg hjá þyrlusveit Landhelgisgæslunnar. Það væri óviðunandi að hafa ekki lágmarks björgunarþjónustu og því þyrftu deilendur að finna lausn á kjaradeilunni án tafar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra sem fer með málefni gæslunnar, hefur það til skoðunar að setja lög á verkfallið til að tryggja öryggi. Í ljósi alvarlegrar stöðu sem blasir við ákvað Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari að boða deiluaðila til fundar í dag. „Nú hefur vinnustöðvun staðið yfir í rúmar tvær vikur og við höfum heyrt frá Landhelgisgæslunni að ástandið verður sífellt þyngra. Deilan er á alvarlegum og erfiðum stað en ég vona, sérstaklega í ljósi þess hversu alvarleg deilan er, að samningsaðilar nýti þá orku til að leita lausna og finna leiðir til að ná sátt,“ sagði Aðalsteinn. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, sagði í samtali við mbl.is að frá og með miðnætti á miðvikudag verði engin þyrla til taks hjá gæslunni vegna viðhalds TF-GRO, óháð því hvernig gengur í samningaviðræðum flugvirkja og ríkisins. Ásgeir sagði að viðhaldstíminn yrði í besta falli tveir sólarhringar. Ekki hefur náðst í formann Félags flugvirkja við vinnslu fréttarinnar. Landhelgisgæslan Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Ráðherra segir koma til greina að setja lög á verkfall flugvirkja Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir það koma til greina að lög verði sett á verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar til að binda endi á það. 20. nóvember 2020 20:45 Segir stöðuna hjá Landhelgisgæslunni grafalvarlega Svo gæti farið að engin björgunarþyrla verði starfhæf hjá Landhelgisgæslunni um miðja næstu viku ef ekki næst að semja í kjaradeilu hluta flugvirkja Gæslunnar. 19. nóvember 2020 18:51 „Neyðarástand yfirvofandi“ hjá Landhelgisgæslunni Landhelgisgæslan segir neyðarástand yfirvofandi vegna verkfalls flugvirkja. Nú blasi við að þyrlufloti Landhelgisgæslunnar stöðvist á næstu dögum, í síðasta lagi um miðja næstu viku. 19. nóvember 2020 16:20 Mest lesið Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Innlent Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Innlent Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Útilokar ekki frekari aðgerðir Innlent Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Innlent Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Aðkoman vægast sagt ekki fögur Sjá meira
Samninganefndir flugvirkja Landhelgisgæslunnar og ríkisins héldu til samningafundar klukkan 11.30 í dag. Ríkissáttasemjari boðaði til fundarins vegna alvarlegrar stöðu sem blasir við hjá gæslunni. Flugvirkjar hjá Landhelgisgæslunni hafa verið í verkfalli í rúmar tvær vikur. Að óbreytti gæti viðbragðsgeta gæslunnar skerst verulega. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar að staðan hefði sennilega aldrei verið jafn alvarleg hjá þyrlusveit Landhelgisgæslunnar. Það væri óviðunandi að hafa ekki lágmarks björgunarþjónustu og því þyrftu deilendur að finna lausn á kjaradeilunni án tafar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra sem fer með málefni gæslunnar, hefur það til skoðunar að setja lög á verkfallið til að tryggja öryggi. Í ljósi alvarlegrar stöðu sem blasir við ákvað Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari að boða deiluaðila til fundar í dag. „Nú hefur vinnustöðvun staðið yfir í rúmar tvær vikur og við höfum heyrt frá Landhelgisgæslunni að ástandið verður sífellt þyngra. Deilan er á alvarlegum og erfiðum stað en ég vona, sérstaklega í ljósi þess hversu alvarleg deilan er, að samningsaðilar nýti þá orku til að leita lausna og finna leiðir til að ná sátt,“ sagði Aðalsteinn. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, sagði í samtali við mbl.is að frá og með miðnætti á miðvikudag verði engin þyrla til taks hjá gæslunni vegna viðhalds TF-GRO, óháð því hvernig gengur í samningaviðræðum flugvirkja og ríkisins. Ásgeir sagði að viðhaldstíminn yrði í besta falli tveir sólarhringar. Ekki hefur náðst í formann Félags flugvirkja við vinnslu fréttarinnar.
Landhelgisgæslan Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Ráðherra segir koma til greina að setja lög á verkfall flugvirkja Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir það koma til greina að lög verði sett á verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar til að binda endi á það. 20. nóvember 2020 20:45 Segir stöðuna hjá Landhelgisgæslunni grafalvarlega Svo gæti farið að engin björgunarþyrla verði starfhæf hjá Landhelgisgæslunni um miðja næstu viku ef ekki næst að semja í kjaradeilu hluta flugvirkja Gæslunnar. 19. nóvember 2020 18:51 „Neyðarástand yfirvofandi“ hjá Landhelgisgæslunni Landhelgisgæslan segir neyðarástand yfirvofandi vegna verkfalls flugvirkja. Nú blasi við að þyrlufloti Landhelgisgæslunnar stöðvist á næstu dögum, í síðasta lagi um miðja næstu viku. 19. nóvember 2020 16:20 Mest lesið Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Innlent Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Innlent Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Útilokar ekki frekari aðgerðir Innlent Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Innlent Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Aðkoman vægast sagt ekki fögur Sjá meira
Ráðherra segir koma til greina að setja lög á verkfall flugvirkja Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir það koma til greina að lög verði sett á verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar til að binda endi á það. 20. nóvember 2020 20:45
Segir stöðuna hjá Landhelgisgæslunni grafalvarlega Svo gæti farið að engin björgunarþyrla verði starfhæf hjá Landhelgisgæslunni um miðja næstu viku ef ekki næst að semja í kjaradeilu hluta flugvirkja Gæslunnar. 19. nóvember 2020 18:51
„Neyðarástand yfirvofandi“ hjá Landhelgisgæslunni Landhelgisgæslan segir neyðarástand yfirvofandi vegna verkfalls flugvirkja. Nú blasi við að þyrlufloti Landhelgisgæslunnar stöðvist á næstu dögum, í síðasta lagi um miðja næstu viku. 19. nóvember 2020 16:20