Finna til mikillar ábyrgðar og sorgar vegna Landakots Nadine Guðrún Yaghi skrifar 22. nóvember 2020 19:00 Helga Atladóttir hjúkrunardeildarstjóri útskriftardeildar aldraðra og Þóra Gunnarsdóttir deildarstjóri öldrunarlækningadeildar C segjast hafa upplifað gríðarlega mikla sorg á síðustu vikum. Hjúkrunardeildarstjórar á Landakoti segjast finna til mikillar ábyrgðar vegna hópsýkingar sem þar kom upp þrátt fyrir að hafa gert allt sem í þeirra valdi stóð í erfiðum aðstæðum. Alls hafa nú þrettán manns látist vegna hópsýkingarinnar á Landakoti. Í heildina smituðust fimmtíu sjúklingar og eru fjórir enn með Covid-19. Helga Atladóttir hjúkrunardeildarstjóri útskriftardeildar aldraðra og Þóra Gunnarsdóttir deildarstjóri öldrunarlækningadeildar C segjast hafa upplifað gríðarlega mikla sorg á síðustu vikum. „Maður lamaðist eiginlega. Maður fer í mikla sorg yfir því að þetta hafi raunverulega gerst þrátt fyrir allt sem maður var búin að undirbúa og áæta til að koma í veg fyrir að þetta myndi gerast,“ segir Helga. „Við sem stjórnendur berum ábyrgð“ Þóra tekur í sama streng. „Það er auðvitað gríðarlega mikil ábygðartilfinning sem maður finnur fyrir og sorg að þetta skuli hafa geta gerst. Það sem eftir situr hjá mér er hvað þetta kom inn hljótt og fólk var upp til hópa einkennalaust og gat ekki vitað að það væri með Covid, hvorki sjúklingar né starfsfólk,“ segir Þóra. Helga segist einnig finna til mikillar ábyrgðar. „Gagnvart því að sýkingin hafi komið inn á Landakot. Við sem stjórnendur höfum ábyrgð á því að starfið sé unnið rétt og erum með faglegan metnað til að allir séu að gera sitt besta. Þannig þetta er samviskubit þrátt fyrir að við gerðum allt sem í okkar valdi stóð. Þetta var í raun árás veiru og við vorum hjálparlaus," segir Helga. Samkvæmt skýrslu spítalans er orsök hópsýkingarinnar ófullnægjandi húsnæði, óviðunandi aðbúnaður sjúklingar og að starfsmenn fóru á milli deilda. Skorður á húsnæði gert þeim erfitt fyrir Helga og Þóra eru búnar að fara yfir það aftur og aftur hvort þær hefðu geta gert eitthvað öðruvísi, til dæmis hvort það hafi verið mistök að hleypa starfsfólki á milli deilda eftir að smit í samfélaginu urðu færri. Þeim hafi hins vegar þótt það nauðsynlegt til að sjúklingarnir fengju viðeigandi þjónustu. „Ég tel okkur hafa farið mjög varlega í að opna á hólfaskiptingu til þess að geta veitt þjónustu til að sjúklingarnir væru ekki rúmliggjandi,“ segir Þóra og bætir við að það hafi verið nauðsynlegt til að koma endurhæfingu sjúklinga aftur af stað. Skorður á húsnæði hafi þó gert þeim erfitt fyrir og að samkvæmt mönnunarmódeli Landakots sé gert ráð fyrir því að ákveðnar fagstéttir fari á milli deilda. Hefur áhyggjur af þeim sem eftir lifa Þær vonast til að hægt sé að draga þann lærdóm af hópsmitinu að húsnæði fyrir eldri borgara í endurhæfingu standist nútíma kröfur. „Einnig vona ég að það sé hægt að draga af þessu þann lærdóm að ef samfélagssmitum fer að fjölga sé hægt að fara út í það að skima starfsfólk og sjúklinga reglulega sem forvarnaraðgerð til að stoppa sýkinguna fyrr," segir Þóra. Þær hafa áhyggjur af þeim sem eftir lifa. „Margir eru einkennalitlir í dag og eiga eftir að plumma sig vel en þetta er sumt gamalt fólk sem hefur ekki mikla burði í að standast svona sýkingu,“ segir Helga. Helga veiktist sjálf af Covid-19 og hefur verið í veikindaleyfi. „Maður miklar fyrir sér að koma til baka. Þetta er mikið áfall sem á eftir að fylgja manni. Auðvitað tek ég hlutunum þannig að það var ekki allt í mínum höndum. Ég gerði það sem ég gat. Ég hlakka til að fara aftur að vinna í dag en ég er búin að eiga stundir þar sem ég hugsaði hvort ég gæti farið aftur," segir Helga. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Starfsfólki Landakots boðin sálgæsla: „Þetta hefur reynt gríðarlega á starfsmenn“ Starfsmönnum á Landakoti hefur liðið gríðarlega illa vegna hópsýkingarinnar að sögn forstöðumanns öldrunarþjónustu Landspítalans. Öllum hafi verið boðin sálgæsla vegna áfallsins. 21. nóvember 2020 18:31 Vandamál Landakots leysist ekki með nýjum spítala Félag íslenskra öldrunarlækna (FÍÖ) segir að ekki sé gert ráð fyrir starfsemi öldunarlækningadeilda á nýjum spítala við Hringbraut. 20. nóvember 2020 14:24 Öldrunarþjónusta orðið undir og óheppilegt að sjóður eldri borgara sé nýttur í rekstur 19. nóvember 2020 19:31 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Hjúkrunardeildarstjórar á Landakoti segjast finna til mikillar ábyrgðar vegna hópsýkingar sem þar kom upp þrátt fyrir að hafa gert allt sem í þeirra valdi stóð í erfiðum aðstæðum. Alls hafa nú þrettán manns látist vegna hópsýkingarinnar á Landakoti. Í heildina smituðust fimmtíu sjúklingar og eru fjórir enn með Covid-19. Helga Atladóttir hjúkrunardeildarstjóri útskriftardeildar aldraðra og Þóra Gunnarsdóttir deildarstjóri öldrunarlækningadeildar C segjast hafa upplifað gríðarlega mikla sorg á síðustu vikum. „Maður lamaðist eiginlega. Maður fer í mikla sorg yfir því að þetta hafi raunverulega gerst þrátt fyrir allt sem maður var búin að undirbúa og áæta til að koma í veg fyrir að þetta myndi gerast,“ segir Helga. „Við sem stjórnendur berum ábyrgð“ Þóra tekur í sama streng. „Það er auðvitað gríðarlega mikil ábygðartilfinning sem maður finnur fyrir og sorg að þetta skuli hafa geta gerst. Það sem eftir situr hjá mér er hvað þetta kom inn hljótt og fólk var upp til hópa einkennalaust og gat ekki vitað að það væri með Covid, hvorki sjúklingar né starfsfólk,“ segir Þóra. Helga segist einnig finna til mikillar ábyrgðar. „Gagnvart því að sýkingin hafi komið inn á Landakot. Við sem stjórnendur höfum ábyrgð á því að starfið sé unnið rétt og erum með faglegan metnað til að allir séu að gera sitt besta. Þannig þetta er samviskubit þrátt fyrir að við gerðum allt sem í okkar valdi stóð. Þetta var í raun árás veiru og við vorum hjálparlaus," segir Helga. Samkvæmt skýrslu spítalans er orsök hópsýkingarinnar ófullnægjandi húsnæði, óviðunandi aðbúnaður sjúklingar og að starfsmenn fóru á milli deilda. Skorður á húsnæði gert þeim erfitt fyrir Helga og Þóra eru búnar að fara yfir það aftur og aftur hvort þær hefðu geta gert eitthvað öðruvísi, til dæmis hvort það hafi verið mistök að hleypa starfsfólki á milli deilda eftir að smit í samfélaginu urðu færri. Þeim hafi hins vegar þótt það nauðsynlegt til að sjúklingarnir fengju viðeigandi þjónustu. „Ég tel okkur hafa farið mjög varlega í að opna á hólfaskiptingu til þess að geta veitt þjónustu til að sjúklingarnir væru ekki rúmliggjandi,“ segir Þóra og bætir við að það hafi verið nauðsynlegt til að koma endurhæfingu sjúklinga aftur af stað. Skorður á húsnæði hafi þó gert þeim erfitt fyrir og að samkvæmt mönnunarmódeli Landakots sé gert ráð fyrir því að ákveðnar fagstéttir fari á milli deilda. Hefur áhyggjur af þeim sem eftir lifa Þær vonast til að hægt sé að draga þann lærdóm af hópsmitinu að húsnæði fyrir eldri borgara í endurhæfingu standist nútíma kröfur. „Einnig vona ég að það sé hægt að draga af þessu þann lærdóm að ef samfélagssmitum fer að fjölga sé hægt að fara út í það að skima starfsfólk og sjúklinga reglulega sem forvarnaraðgerð til að stoppa sýkinguna fyrr," segir Þóra. Þær hafa áhyggjur af þeim sem eftir lifa. „Margir eru einkennalitlir í dag og eiga eftir að plumma sig vel en þetta er sumt gamalt fólk sem hefur ekki mikla burði í að standast svona sýkingu,“ segir Helga. Helga veiktist sjálf af Covid-19 og hefur verið í veikindaleyfi. „Maður miklar fyrir sér að koma til baka. Þetta er mikið áfall sem á eftir að fylgja manni. Auðvitað tek ég hlutunum þannig að það var ekki allt í mínum höndum. Ég gerði það sem ég gat. Ég hlakka til að fara aftur að vinna í dag en ég er búin að eiga stundir þar sem ég hugsaði hvort ég gæti farið aftur," segir Helga.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Starfsfólki Landakots boðin sálgæsla: „Þetta hefur reynt gríðarlega á starfsmenn“ Starfsmönnum á Landakoti hefur liðið gríðarlega illa vegna hópsýkingarinnar að sögn forstöðumanns öldrunarþjónustu Landspítalans. Öllum hafi verið boðin sálgæsla vegna áfallsins. 21. nóvember 2020 18:31 Vandamál Landakots leysist ekki með nýjum spítala Félag íslenskra öldrunarlækna (FÍÖ) segir að ekki sé gert ráð fyrir starfsemi öldunarlækningadeilda á nýjum spítala við Hringbraut. 20. nóvember 2020 14:24 Öldrunarþjónusta orðið undir og óheppilegt að sjóður eldri borgara sé nýttur í rekstur 19. nóvember 2020 19:31 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Starfsfólki Landakots boðin sálgæsla: „Þetta hefur reynt gríðarlega á starfsmenn“ Starfsmönnum á Landakoti hefur liðið gríðarlega illa vegna hópsýkingarinnar að sögn forstöðumanns öldrunarþjónustu Landspítalans. Öllum hafi verið boðin sálgæsla vegna áfallsins. 21. nóvember 2020 18:31
Vandamál Landakots leysist ekki með nýjum spítala Félag íslenskra öldrunarlækna (FÍÖ) segir að ekki sé gert ráð fyrir starfsemi öldunarlækningadeilda á nýjum spítala við Hringbraut. 20. nóvember 2020 14:24
Öldrunarþjónusta orðið undir og óheppilegt að sjóður eldri borgara sé nýttur í rekstur 19. nóvember 2020 19:31