„Erum við að slaufa tímabilinu ef það verða þrjú eða fjögur smit 2. desember?“ Anton Ingi Leifsson skrifar 22. nóvember 2020 15:17 Teitur Örlygsson var ómyrkur í máli á föstudagskvöldið. SKJÁSKOT STÖÐ 2 SPORT Í Domino's Körfuboltakvöldi sem fór fram á föstudagskvöldið var meðal annars rætt um æfingabannið sem ríkir hér á landi en allur körfubolti hefur verið á ís síðan í byrjun október. Engir leikir og engar æfingar verða að minnsta kosti þangað til 2. desember er núverandi reglugerð rennur út. Kjartan Atli Kjartansson og spekingar hans á föstudaginn, þeir Teitur Örlygsson og Hermann Hauksson, fóru yfir stöðuna og hvað sé hægt að gera. Einnig fengu sérfræðingarnir að viðra sínar hugmyndir. „Við erum með þessa mælikvarða allt í kringum okkur hvað aðrir eru að gera. Þetta er orðið hundleiðinlegt og mér finnst einhver þurfa að svara spurningunni um hvort að smitin þurfi að fara niður í núll eða hvað, til þess að við fáum æfingaleyfið,“ sagði Teitur og hélt áfram: „Ef að það verða þrjú eða fjögur smit 2. desember erum við þá að slaufa tímabilinu? Mér finnst einhver þurfa að segja okkur á hvaða vegferð við erum af því að ef þetta á að vera svona þá er hægt að slaufa þessu bara og segja að það verði ekkert íþróttir á Íslandi í vetur sem mér finnst ömurlegt.“ Teitur segir að þetta virki eins og geðþóttarákvarðanir stjórnvalda. „Það veit enginn neitt og það er eins og þetta séu einhverjar geðþóttarákvarðanir í hvert skipti. Það er ekkert fast í hendi og ég skil svo vel kergjuna í þjálfurunum. Þetta er orðið dálítið óþolandi ástand. Þjóðin er búin að standa sig rosalega vel í að koma smitunum niður. Við erum lítil þjóð og náum fljótt tökum á hlutunum.“ „Ef að þetta slys eða óhapp sem gerðist á Landakoti hefði ekki orðið, er mín tilfinning að það væri löngu búið að leyfa okkur að byrja að æfa.“ Alla umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Æfingabann Íslenski körfuboltinn Körfuboltakvöld Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Þetta getur ekki verið gott fyrir hvorki geðheilsu né líkamann hjá þessum börnum“ Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar í Dominos-deild karla, segir að nú sé kominn tími til að opna íþróttahúsin og leyfa afreksíþróttafólki landsins að æfa. Þetta sagði hann í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakka kvöldsins. 17. nóvember 2020 19:00 Þjálfarar í Dominos deildunum skora á yfirvöld: „Undarlegt að nánast öll íþróttahreyfingin sé sett undir sama hatt“ Þjálfarar í Dominos-deildum karla og kvenna hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau skora á stjórnvöld að leyfa æfingar. 16. nóvember 2020 17:25 Þjálfari bikarmeistaranna pirraður á Twitter: Meðan borum við í nefið Arnar Guðjónsson, þjálfari bikarmeistara Stjörnunnar, er eins og fleiri orðinn þreyttur á því að bíða eftir að körfuboltinn fái aftur grænt ljós á Íslandi. 16. nóvember 2020 13:31 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira
Í Domino's Körfuboltakvöldi sem fór fram á föstudagskvöldið var meðal annars rætt um æfingabannið sem ríkir hér á landi en allur körfubolti hefur verið á ís síðan í byrjun október. Engir leikir og engar æfingar verða að minnsta kosti þangað til 2. desember er núverandi reglugerð rennur út. Kjartan Atli Kjartansson og spekingar hans á föstudaginn, þeir Teitur Örlygsson og Hermann Hauksson, fóru yfir stöðuna og hvað sé hægt að gera. Einnig fengu sérfræðingarnir að viðra sínar hugmyndir. „Við erum með þessa mælikvarða allt í kringum okkur hvað aðrir eru að gera. Þetta er orðið hundleiðinlegt og mér finnst einhver þurfa að svara spurningunni um hvort að smitin þurfi að fara niður í núll eða hvað, til þess að við fáum æfingaleyfið,“ sagði Teitur og hélt áfram: „Ef að það verða þrjú eða fjögur smit 2. desember erum við þá að slaufa tímabilinu? Mér finnst einhver þurfa að segja okkur á hvaða vegferð við erum af því að ef þetta á að vera svona þá er hægt að slaufa þessu bara og segja að það verði ekkert íþróttir á Íslandi í vetur sem mér finnst ömurlegt.“ Teitur segir að þetta virki eins og geðþóttarákvarðanir stjórnvalda. „Það veit enginn neitt og það er eins og þetta séu einhverjar geðþóttarákvarðanir í hvert skipti. Það er ekkert fast í hendi og ég skil svo vel kergjuna í þjálfurunum. Þetta er orðið dálítið óþolandi ástand. Þjóðin er búin að standa sig rosalega vel í að koma smitunum niður. Við erum lítil þjóð og náum fljótt tökum á hlutunum.“ „Ef að þetta slys eða óhapp sem gerðist á Landakoti hefði ekki orðið, er mín tilfinning að það væri löngu búið að leyfa okkur að byrja að æfa.“ Alla umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Æfingabann
Íslenski körfuboltinn Körfuboltakvöld Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Þetta getur ekki verið gott fyrir hvorki geðheilsu né líkamann hjá þessum börnum“ Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar í Dominos-deild karla, segir að nú sé kominn tími til að opna íþróttahúsin og leyfa afreksíþróttafólki landsins að æfa. Þetta sagði hann í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakka kvöldsins. 17. nóvember 2020 19:00 Þjálfarar í Dominos deildunum skora á yfirvöld: „Undarlegt að nánast öll íþróttahreyfingin sé sett undir sama hatt“ Þjálfarar í Dominos-deildum karla og kvenna hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau skora á stjórnvöld að leyfa æfingar. 16. nóvember 2020 17:25 Þjálfari bikarmeistaranna pirraður á Twitter: Meðan borum við í nefið Arnar Guðjónsson, þjálfari bikarmeistara Stjörnunnar, er eins og fleiri orðinn þreyttur á því að bíða eftir að körfuboltinn fái aftur grænt ljós á Íslandi. 16. nóvember 2020 13:31 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira
„Þetta getur ekki verið gott fyrir hvorki geðheilsu né líkamann hjá þessum börnum“ Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar í Dominos-deild karla, segir að nú sé kominn tími til að opna íþróttahúsin og leyfa afreksíþróttafólki landsins að æfa. Þetta sagði hann í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakka kvöldsins. 17. nóvember 2020 19:00
Þjálfarar í Dominos deildunum skora á yfirvöld: „Undarlegt að nánast öll íþróttahreyfingin sé sett undir sama hatt“ Þjálfarar í Dominos-deildum karla og kvenna hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau skora á stjórnvöld að leyfa æfingar. 16. nóvember 2020 17:25
Þjálfari bikarmeistaranna pirraður á Twitter: Meðan borum við í nefið Arnar Guðjónsson, þjálfari bikarmeistara Stjörnunnar, er eins og fleiri orðinn þreyttur á því að bíða eftir að körfuboltinn fái aftur grænt ljós á Íslandi. 16. nóvember 2020 13:31