Segir faraldurinn valda því að fjöldi mikilvægra mála sé enn óleystur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. nóvember 2020 14:11 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, telur að á meðan stjórnvöld hafi brugðist við þeim áhrifum sem kórónuveirufaraldurinn hefur haft á Íslandi hafi „fjöldi óleystra stórmála legið óbættur hjá garði.“ Þetta sagði Sigmundur í ræðu sinni á aukalandsþingi Miðflokksins í dag. „Mörg þessara mála voru orðin aðkallandi löngu áður en faraldurinn hófst. Vandi tugþúsunda lítilla og meðalstórra fyrirtækja, vandi heilbrigðiskerfisins, eldri borgararnir sem máttu ekki bíða lengur eftir leiðréttingu sinna mála, landbúnaðurinn sem þegar var komin í verulega hættu. Þannig mætti lengi telja,“ sagði Sigmundur. Hann sagði tímabært að ræða þessi mál, ásamt öðrum óleystum viðfangsefnum. „Því að ef faraldurinn verður til þess að við vanrækjum þau verður tjónið af þessu tímabundna ástandi varanlegt og miklu meira en sá gríðarlegi efnahagsskaði sem þegar hefur orðið.“ Hann sagðist þá telja að oft væri meira lagt í framsetningu þeirra en aðgerðirnar sjálfar. „Ríkisstjórnin hefur reglulega haldið glærukynningar til að auglýsa viðbrögð sín við ástandinu hverju sinni. Oft virðist þó meiri vina hafa verið lögð í sýninguna, umbúðirnar, en tillögurnar sjálfar. Jafnvel hinar stærstu þeirra hafa að engu orðið,“ sagði Sigmundur í dag. Hann sagði að Miðflokkurinn hefði þó stutt allar þær aðgerðir sem hann teldi koma að gagni, þó þær kynnu að vera ólíkar þeim sem flokkurinn hefði viljað ráðast í. Landbúnaður, heilbrigðiskerfið og hælisleitendamál Í ræðu sinni vék Sigmundur máli sínu að þeim málaflokkum þar sem hann taldi ýmis mál liggja óleyst. Landbúnaður, málefni eldri borgara, heilbrigðisþjónusta og byggðamál voru þar á meðal. Þá ræddi hann einnig um málefni hælisleitenda og förufólks, sem hann sagði að hefðu orðið að „fórnarlambi ímyndarstjórnmálanna.“ „Hvernig stendur á því að fjöldi hælisleitenda á Íslandi, eyju í Norður Atlantshafi, er allt í einu orðinn sá mesti af öllum Norðurlöndunum miðað við fólksfjölda?“ spurði Sigmundur og svaraði því sjálfur til að það væri vegna þeirra „skilaboða sem íslensk stjórnvöld hafa sent út.“ „Þau skilaboð nýta meðal annars stórhættuleg glæpagengi til að selja fólki vonir um Ísland sem áfangastað og hafa þannig jafnvel af fólkinu aleiguna á fölskum forsendum,“ sagði Sigmundur og sagði að önnur Norðurlönd kepptust nú við að senda frá sér skilaboð til að draga úr líkum á slíku. „Ef Ísland ætlar eitt Norðurlandanna að skera sig úr hvað þetta varðar verður ekki við neitt ráðið og það mun draga úr getu okkar til að hjálpa þeim sem mest þurfa á hjálpinni að halda og taka vel á móti þeim sem við bjóðum hingað,“ sagði Sigmundur. Sagði Miðflokkinn svar við þróun í átt til réttrúnaðar Sigmundur sagði þá að stjórnmál hér á landi yrðu sífellt einstrengingslegri. Það væri afleiðing „aukins rétttrúnaðar sem gengur gegn mörgum af grundvallargildum frjálslyndis og lýðræðis og birtist meðal annars í auknum hömlum á hvað megi ræða, hver megi ræða það og hvernig.“ Hann sagði Miðflokkinn vera svar við þessu, þar sem um væri að ræða flokk sem vildi „virkja á ný mestu kosti lýðræðisins.“ „Stuðningur við Miðflokkinn þýðir að kerfið fær ekki að halda áfram á sinni braut óháð vilja kjósenda. Það verði breytingar þar sem lýðræðisleg niðurstaða nær fram að ganga.“ Í spilaranum hér að neðan má horfa á ræðuna í heild sinni. Miðflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hælisleitendur Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, telur að á meðan stjórnvöld hafi brugðist við þeim áhrifum sem kórónuveirufaraldurinn hefur haft á Íslandi hafi „fjöldi óleystra stórmála legið óbættur hjá garði.“ Þetta sagði Sigmundur í ræðu sinni á aukalandsþingi Miðflokksins í dag. „Mörg þessara mála voru orðin aðkallandi löngu áður en faraldurinn hófst. Vandi tugþúsunda lítilla og meðalstórra fyrirtækja, vandi heilbrigðiskerfisins, eldri borgararnir sem máttu ekki bíða lengur eftir leiðréttingu sinna mála, landbúnaðurinn sem þegar var komin í verulega hættu. Þannig mætti lengi telja,“ sagði Sigmundur. Hann sagði tímabært að ræða þessi mál, ásamt öðrum óleystum viðfangsefnum. „Því að ef faraldurinn verður til þess að við vanrækjum þau verður tjónið af þessu tímabundna ástandi varanlegt og miklu meira en sá gríðarlegi efnahagsskaði sem þegar hefur orðið.“ Hann sagðist þá telja að oft væri meira lagt í framsetningu þeirra en aðgerðirnar sjálfar. „Ríkisstjórnin hefur reglulega haldið glærukynningar til að auglýsa viðbrögð sín við ástandinu hverju sinni. Oft virðist þó meiri vina hafa verið lögð í sýninguna, umbúðirnar, en tillögurnar sjálfar. Jafnvel hinar stærstu þeirra hafa að engu orðið,“ sagði Sigmundur í dag. Hann sagði að Miðflokkurinn hefði þó stutt allar þær aðgerðir sem hann teldi koma að gagni, þó þær kynnu að vera ólíkar þeim sem flokkurinn hefði viljað ráðast í. Landbúnaður, heilbrigðiskerfið og hælisleitendamál Í ræðu sinni vék Sigmundur máli sínu að þeim málaflokkum þar sem hann taldi ýmis mál liggja óleyst. Landbúnaður, málefni eldri borgara, heilbrigðisþjónusta og byggðamál voru þar á meðal. Þá ræddi hann einnig um málefni hælisleitenda og förufólks, sem hann sagði að hefðu orðið að „fórnarlambi ímyndarstjórnmálanna.“ „Hvernig stendur á því að fjöldi hælisleitenda á Íslandi, eyju í Norður Atlantshafi, er allt í einu orðinn sá mesti af öllum Norðurlöndunum miðað við fólksfjölda?“ spurði Sigmundur og svaraði því sjálfur til að það væri vegna þeirra „skilaboða sem íslensk stjórnvöld hafa sent út.“ „Þau skilaboð nýta meðal annars stórhættuleg glæpagengi til að selja fólki vonir um Ísland sem áfangastað og hafa þannig jafnvel af fólkinu aleiguna á fölskum forsendum,“ sagði Sigmundur og sagði að önnur Norðurlönd kepptust nú við að senda frá sér skilaboð til að draga úr líkum á slíku. „Ef Ísland ætlar eitt Norðurlandanna að skera sig úr hvað þetta varðar verður ekki við neitt ráðið og það mun draga úr getu okkar til að hjálpa þeim sem mest þurfa á hjálpinni að halda og taka vel á móti þeim sem við bjóðum hingað,“ sagði Sigmundur. Sagði Miðflokkinn svar við þróun í átt til réttrúnaðar Sigmundur sagði þá að stjórnmál hér á landi yrðu sífellt einstrengingslegri. Það væri afleiðing „aukins rétttrúnaðar sem gengur gegn mörgum af grundvallargildum frjálslyndis og lýðræðis og birtist meðal annars í auknum hömlum á hvað megi ræða, hver megi ræða það og hvernig.“ Hann sagði Miðflokkinn vera svar við þessu, þar sem um væri að ræða flokk sem vildi „virkja á ný mestu kosti lýðræðisins.“ „Stuðningur við Miðflokkinn þýðir að kerfið fær ekki að halda áfram á sinni braut óháð vilja kjósenda. Það verði breytingar þar sem lýðræðisleg niðurstaða nær fram að ganga.“ Í spilaranum hér að neðan má horfa á ræðuna í heild sinni.
Miðflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hælisleitendur Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira