Fótbolti

Smalling vandaði Man. United ekki kveðjurnar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Smalling gerði einkar góða hluti með Roma á síðustu leiktíð.
Smalling gerði einkar góða hluti með Roma á síðustu leiktíð. Jonathan Moscrop/Getty Images

Chris Smalling, varnarmaður Roma og fyrrverandi leikmaður Man. United, var ekki sáttur með hvernig Manchester United höndluðu félagaskipti hans til Roma í sumar.

Smalling var á láni hjá Roma á síðustu leiktíð þar sem hann spilaði afar vel. Hann snéri svo til baka til United í sumar og einhverjir bjuggust við því að hann fengi tækifærið hjá félaginu eftir góða frammistöðu á Ítalíu í fyrra.

Það liðu dagar og vikur og ekkert heyrðist af Smalling en hann fékk svo að vita að hans krafta yrði ekki óskað. Það var gert eftir að gluggi ensku úrvalsdeildarinnar var lokað og einn dagur var eftir af þeim ítalska.

„Ég var svekktur. Í fyrsta lagi hefði ég viljað að þeir hefðu sagt mér þetta fyrr og í öðru lagi var mér leyft að fara þegar það var einn dagur eftir af ítalska glugganum,“ sagði Smalling í samtali við Telegraph.

„Ég vissi að dagar mínir undir stjórn Ole væru nokkurn veginn taldir. Enski glugginn var lokaður og ég var skilinn eftir í skíta stöðu [e. shit situation]. Ég varð að ákveða mig hratt og ég talaði við Solskjær sem vissi ekki hvenær minn næsti leikur yrði.“

„Ef þetta hefði verið gert almennilega þá hefði ég fengið að vita þetta í upphafi sumargluggans og gert plön út frá því. Kona mín hafði eignast barn fyrir stuttu og það var margt að gerast á síðustu mínútunum,“ sagði Smalling.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×