„Núna er bara kominn tími til að opna skólana“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 20. nóvember 2020 19:41 Vala Pálsdóttir segir skilninginn á þrotum. Þá sæti það furðu að leik- og grunnskólar séu opnir en ekki framhaldsskólar. Vísir/Sigurjón „Við erum að horfa á krakkana okkar sitja heima, dag eftir dag, í fjarnámi. Þeir fara ekki mikið út og eru í takmörkuðum félagslegum samskiptum við vini og orðin langeygð á að komast í skólann,“ segir Vala Pálsdóttir, móðir nemanda í framhaldsskóla. Hún hefur áhyggjur af því að skólarnir hafi enn ekki verið opnaðir og þau langtímaáhrif sem lokunin kunni að hafa á börnin. Létt var á samkomutakmörkunum í framhaldsskólum í vikunni þegar heimilað var að 25 mættu vera saman í rými í stað tíu. Það hefur þó litlu breytt fyrir almenna kennslu því fæstir skólar hafa ákveðið að hefja staðnám að nýju. Óttast félagsleg áhrif „Ég óttast bæði félagsleg áhrif, einveru, og óttast líka langtímaáhrifin á kennslunni. Hvernig koma börnin undirbúin fyrir næstu verkefni, hvort sem það er háskólinn eða atvinnumarkaðinn. Ég held líka að sumir muni lengja í náminu, fækka áföngum eða jafnvel gera hlé á því. Það þýðir það að við verðum kannski með enn fleiri nemendur sem vilja vera í náminu. Ég veit ekki hvort kerfið tekur við því,“ segir hún. Unnið dag og nótt að úrbótum Rannsóknir hafa sýnt fram á aukna vanlíðan menntaskólanemenda og þá metur næstum annar hver nemandi á fyrsta ári námsárangur sinn verri en í venjulegu árferði. Heimili og skóli - Landssamtök foreldra hafa ekki farið varhluta af áhyggjum foreldra og þá fyrst og gagnrýna þá helst óvissuna sem nú hafi ríkt lengi. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir að verið sé að leita lausna. „Ég skil mjög vel áhyggjur foreldra, ég hef líka þessar áhyggjur,“ segir hún. „Og þess vegna hef ég beitt mér mjög í þá veru að auka allt staðnám. Við þurfum að vera sveigjanleg líka í þessu. Við verðum líka að muna að við erum á þessum óvissutímum. Nú er allt kapp lagt á það að koma á sem mestu staðnámi. Sums staðar hefur það tekist. Við höfum verið að forgangsraða í þágu verk- og listnáms en ég get fullvissað foreldra og alla að við erum að vinna að þessu dag og nótt,“ bætir Lilja við. Skilningurinn á þrotum Vala segir að þessu hafi verið sýndur skilningur í vor en að nú sé komið gott. „Aðstæður eru erfiðar en núna er bara kominn tími til að opna skólana. Það er gluggi núna,“ segir hún. Þær Auður Erla Hrannarsdóttir, Sara Kamban Þorláksdóttir og Sara Diem eru nýnemar við Menntaskólann í Sund. Þær hafa beðið spenntar eftir þessu fyrsta ári sínu í menntaskóla lengi og lögðu mikið á sig til að komast inn í skólann. Þær voru spenntastar fyrir félagslífinu en hafa nánast ekkert fengið að mæta í skólann og sinnt öllu sínu námi í gegnum tölvu og fjarfundabúnað. Sara Diem, Sara Kamban og Auður Erla eru leiðar yfir því að hafa ekkert fengið að mæta í skólann. Þær voru spenntar fyrir félagslífinu í MS. Vísir/Sigurjón „Mér líður ekkert eins og ég sé í menntaskóla. Maður vaknar bara, opnar tölvuna, er upp í rúmi og ekkert með jafn mikinn metnað,“ segir Auður Erla. „Við vorum að búast við þremur skemmtilegustu árum lífs okkar,“ segir Sara Kamban sem var spenntust fyrir félagslífinu í MS. Þær eru líka allar sammála um að erfitt sé að læra einn heima hjá sér. „Það er ógeðslega erfitt að einbeita sér heima. Það er svo auðvelt að fara bara að gera eitthvað annað,“ segir Sara Diem. Í skriflegu svari frá menntamálaráðuneytinu segir að allir framhaldsskólar leitast við að halda úti staðnámi nema í verklegu námi á starfs- og listnámsbrautum og starfsbrautum fyrir fatlaða. Sveigjanleiki skóla hafi verið aukinn með breytingum á sóttvarnareglum í vikunni en að ekki liggi fyrir upplýsingar um fyrirkomulag náms í hverjum skóla. „Aðstaða skólanna til þess að bregðast við og endurskipuleggja sig eru afar mismunandi, enda starfsemi þeirra og húsakostur fjölbreyttur. Nokkrir skólar hafa þegar skipulagt skólastarf út önnina en opna skólabyggingar meira nú til þess að nemendur geti sótt þar aukatíma, fengið lesaðstöðu eða rými til hópavinnu,“ segir í svarinu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Spenntir fyrir skólanum og biðraðir hjá hárgreiðslustofum Framhaldsskólanemar urðu hissa á því hversu spenntir þeir voru að fá loks að mæta aftur í skólann í dag, nú þegar létt hefur verið á samkomutakmörkunum. Þá fengu börn að stunda sínar íþróttir aftur á ný og biðröð var út á götu á hárgreiðslustofum borgarinnar. 18. nóvember 2020 19:41 Skólabyggingar illa ræstar og loftræstikerfin gömul Aðstoðarskólastjóri kallar eftir því að heilbrigðisyfirvöld gefi út sérstakar leiðbeiningar svo skólar geti tryggt loftgæði. Lítið þurfi út af að bregða til að bakslag verði í faraldrinum. 17. nóvember 2020 08:00 Áhyggjur af því að brottfall úr framhaldsskólum verði mikið vegna vanlíðunar ungmenna Framkvæmdastjóri Bergsins, stuðnings- og ráðgjafaseturs, segir líðan ungmenna nú á tímum Covid mikið áhyggjuefni. Þriðja bylgja faraldursins hafi hrikaleg áhrif á ungt fólk og aðsókn í Bergið hafi stóraukist. 5. nóvember 2020 20:18 Hefur miklar áhyggjur af félagslegum afleiðingum fyrir nemendur Skólameistari Fjölbrautaskólans í Garðabæ segist hafa miklar áhyggjur af komandi skólavetri. Erfitt sé fyrir nemendur, og þá sérstaklega nýnema, að geta ekki mætt til skóla enda sinni skólinn félagsstarfi ungs fólks að stórum hluta. 12. ágúst 2020 08:53 Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Innlent Fleiri fréttir „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir minni samningsvilja hjá ríkinu en Kennarasambandinu Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Sjá meira
„Við erum að horfa á krakkana okkar sitja heima, dag eftir dag, í fjarnámi. Þeir fara ekki mikið út og eru í takmörkuðum félagslegum samskiptum við vini og orðin langeygð á að komast í skólann,“ segir Vala Pálsdóttir, móðir nemanda í framhaldsskóla. Hún hefur áhyggjur af því að skólarnir hafi enn ekki verið opnaðir og þau langtímaáhrif sem lokunin kunni að hafa á börnin. Létt var á samkomutakmörkunum í framhaldsskólum í vikunni þegar heimilað var að 25 mættu vera saman í rými í stað tíu. Það hefur þó litlu breytt fyrir almenna kennslu því fæstir skólar hafa ákveðið að hefja staðnám að nýju. Óttast félagsleg áhrif „Ég óttast bæði félagsleg áhrif, einveru, og óttast líka langtímaáhrifin á kennslunni. Hvernig koma börnin undirbúin fyrir næstu verkefni, hvort sem það er háskólinn eða atvinnumarkaðinn. Ég held líka að sumir muni lengja í náminu, fækka áföngum eða jafnvel gera hlé á því. Það þýðir það að við verðum kannski með enn fleiri nemendur sem vilja vera í náminu. Ég veit ekki hvort kerfið tekur við því,“ segir hún. Unnið dag og nótt að úrbótum Rannsóknir hafa sýnt fram á aukna vanlíðan menntaskólanemenda og þá metur næstum annar hver nemandi á fyrsta ári námsárangur sinn verri en í venjulegu árferði. Heimili og skóli - Landssamtök foreldra hafa ekki farið varhluta af áhyggjum foreldra og þá fyrst og gagnrýna þá helst óvissuna sem nú hafi ríkt lengi. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir að verið sé að leita lausna. „Ég skil mjög vel áhyggjur foreldra, ég hef líka þessar áhyggjur,“ segir hún. „Og þess vegna hef ég beitt mér mjög í þá veru að auka allt staðnám. Við þurfum að vera sveigjanleg líka í þessu. Við verðum líka að muna að við erum á þessum óvissutímum. Nú er allt kapp lagt á það að koma á sem mestu staðnámi. Sums staðar hefur það tekist. Við höfum verið að forgangsraða í þágu verk- og listnáms en ég get fullvissað foreldra og alla að við erum að vinna að þessu dag og nótt,“ bætir Lilja við. Skilningurinn á þrotum Vala segir að þessu hafi verið sýndur skilningur í vor en að nú sé komið gott. „Aðstæður eru erfiðar en núna er bara kominn tími til að opna skólana. Það er gluggi núna,“ segir hún. Þær Auður Erla Hrannarsdóttir, Sara Kamban Þorláksdóttir og Sara Diem eru nýnemar við Menntaskólann í Sund. Þær hafa beðið spenntar eftir þessu fyrsta ári sínu í menntaskóla lengi og lögðu mikið á sig til að komast inn í skólann. Þær voru spenntastar fyrir félagslífinu en hafa nánast ekkert fengið að mæta í skólann og sinnt öllu sínu námi í gegnum tölvu og fjarfundabúnað. Sara Diem, Sara Kamban og Auður Erla eru leiðar yfir því að hafa ekkert fengið að mæta í skólann. Þær voru spenntar fyrir félagslífinu í MS. Vísir/Sigurjón „Mér líður ekkert eins og ég sé í menntaskóla. Maður vaknar bara, opnar tölvuna, er upp í rúmi og ekkert með jafn mikinn metnað,“ segir Auður Erla. „Við vorum að búast við þremur skemmtilegustu árum lífs okkar,“ segir Sara Kamban sem var spenntust fyrir félagslífinu í MS. Þær eru líka allar sammála um að erfitt sé að læra einn heima hjá sér. „Það er ógeðslega erfitt að einbeita sér heima. Það er svo auðvelt að fara bara að gera eitthvað annað,“ segir Sara Diem. Í skriflegu svari frá menntamálaráðuneytinu segir að allir framhaldsskólar leitast við að halda úti staðnámi nema í verklegu námi á starfs- og listnámsbrautum og starfsbrautum fyrir fatlaða. Sveigjanleiki skóla hafi verið aukinn með breytingum á sóttvarnareglum í vikunni en að ekki liggi fyrir upplýsingar um fyrirkomulag náms í hverjum skóla. „Aðstaða skólanna til þess að bregðast við og endurskipuleggja sig eru afar mismunandi, enda starfsemi þeirra og húsakostur fjölbreyttur. Nokkrir skólar hafa þegar skipulagt skólastarf út önnina en opna skólabyggingar meira nú til þess að nemendur geti sótt þar aukatíma, fengið lesaðstöðu eða rými til hópavinnu,“ segir í svarinu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Spenntir fyrir skólanum og biðraðir hjá hárgreiðslustofum Framhaldsskólanemar urðu hissa á því hversu spenntir þeir voru að fá loks að mæta aftur í skólann í dag, nú þegar létt hefur verið á samkomutakmörkunum. Þá fengu börn að stunda sínar íþróttir aftur á ný og biðröð var út á götu á hárgreiðslustofum borgarinnar. 18. nóvember 2020 19:41 Skólabyggingar illa ræstar og loftræstikerfin gömul Aðstoðarskólastjóri kallar eftir því að heilbrigðisyfirvöld gefi út sérstakar leiðbeiningar svo skólar geti tryggt loftgæði. Lítið þurfi út af að bregða til að bakslag verði í faraldrinum. 17. nóvember 2020 08:00 Áhyggjur af því að brottfall úr framhaldsskólum verði mikið vegna vanlíðunar ungmenna Framkvæmdastjóri Bergsins, stuðnings- og ráðgjafaseturs, segir líðan ungmenna nú á tímum Covid mikið áhyggjuefni. Þriðja bylgja faraldursins hafi hrikaleg áhrif á ungt fólk og aðsókn í Bergið hafi stóraukist. 5. nóvember 2020 20:18 Hefur miklar áhyggjur af félagslegum afleiðingum fyrir nemendur Skólameistari Fjölbrautaskólans í Garðabæ segist hafa miklar áhyggjur af komandi skólavetri. Erfitt sé fyrir nemendur, og þá sérstaklega nýnema, að geta ekki mætt til skóla enda sinni skólinn félagsstarfi ungs fólks að stórum hluta. 12. ágúst 2020 08:53 Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Innlent Fleiri fréttir „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir minni samningsvilja hjá ríkinu en Kennarasambandinu Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Sjá meira
Spenntir fyrir skólanum og biðraðir hjá hárgreiðslustofum Framhaldsskólanemar urðu hissa á því hversu spenntir þeir voru að fá loks að mæta aftur í skólann í dag, nú þegar létt hefur verið á samkomutakmörkunum. Þá fengu börn að stunda sínar íþróttir aftur á ný og biðröð var út á götu á hárgreiðslustofum borgarinnar. 18. nóvember 2020 19:41
Skólabyggingar illa ræstar og loftræstikerfin gömul Aðstoðarskólastjóri kallar eftir því að heilbrigðisyfirvöld gefi út sérstakar leiðbeiningar svo skólar geti tryggt loftgæði. Lítið þurfi út af að bregða til að bakslag verði í faraldrinum. 17. nóvember 2020 08:00
Áhyggjur af því að brottfall úr framhaldsskólum verði mikið vegna vanlíðunar ungmenna Framkvæmdastjóri Bergsins, stuðnings- og ráðgjafaseturs, segir líðan ungmenna nú á tímum Covid mikið áhyggjuefni. Þriðja bylgja faraldursins hafi hrikaleg áhrif á ungt fólk og aðsókn í Bergið hafi stóraukist. 5. nóvember 2020 20:18
Hefur miklar áhyggjur af félagslegum afleiðingum fyrir nemendur Skólameistari Fjölbrautaskólans í Garðabæ segist hafa miklar áhyggjur af komandi skólavetri. Erfitt sé fyrir nemendur, og þá sérstaklega nýnema, að geta ekki mætt til skóla enda sinni skólinn félagsstarfi ungs fólks að stórum hluta. 12. ágúst 2020 08:53