Gátu álfar og hobbitar látið sér vaxa skegg? Hvað með dvergakonur? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. nóvember 2020 22:01 Hobbitinn kom út árið 1937, fyrst bóka Tolkien um Miðgarð. Hringadróttinsaga fylgdi á eftir, árin 1954 og 1955. Það stefnir nú þegar í að árið 2021 verði töluvert betra en það ár sem nú er að líða. Von er á bóluefni gegn SARS-CoV-2 og í dag bárust þær fregnir að á næsta ári komi út safn áður óbirtra ritgerða JRR Tolkien um Miðgarð. The Nature of Middle Earth mun m.a. tækla heimspekilegar spurningar er varða ódauðleika álfa og endurholdgun, og þá verður verður einnig að finna í safninu fróðleik um lönd og skepnur Númenor. Fjallað verður um landafræði konungsríkisins Gondor og kafað ofan í það nákvæmlega hvaða íbúum Miðgarðs vex skegg; álfum, hobbitum... dvergakonum? Frá því að Tolkien lést hafa ýmis verk eftir hann komið út í fyrsta sinn; Börn Húrin, Beren og Lúthien og Fall Gondolin. Það er Carl F. Hostetter, sérfræðingur í verkum Tolkien og forseti Elvish Linguistic Fellowship, sem ritstýrir The Nature of Middle Earth en hann vann áður með Christopher, yngsta syni Tolkien, sem hafði yfirumsjón með arfleifð föður síns þar til hann lést í janúar á þessu ári. „Fyrir [Tolkien] var miðgarður partur af heilum heimi sem átti eftir að uppgötva og frásagnirnar í The Nature of Middle Earth afhjúpa ferðalögin sem hann fór til að skilja betur hið einstaka sköpunarverk sitt,“ segir Chris Smith, aðstoðarútgáfustjóri hjá HarperCollins. Guardian sagði frá. Bókmenntir Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Terry Reid látinn Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Það stefnir nú þegar í að árið 2021 verði töluvert betra en það ár sem nú er að líða. Von er á bóluefni gegn SARS-CoV-2 og í dag bárust þær fregnir að á næsta ári komi út safn áður óbirtra ritgerða JRR Tolkien um Miðgarð. The Nature of Middle Earth mun m.a. tækla heimspekilegar spurningar er varða ódauðleika álfa og endurholdgun, og þá verður verður einnig að finna í safninu fróðleik um lönd og skepnur Númenor. Fjallað verður um landafræði konungsríkisins Gondor og kafað ofan í það nákvæmlega hvaða íbúum Miðgarðs vex skegg; álfum, hobbitum... dvergakonum? Frá því að Tolkien lést hafa ýmis verk eftir hann komið út í fyrsta sinn; Börn Húrin, Beren og Lúthien og Fall Gondolin. Það er Carl F. Hostetter, sérfræðingur í verkum Tolkien og forseti Elvish Linguistic Fellowship, sem ritstýrir The Nature of Middle Earth en hann vann áður með Christopher, yngsta syni Tolkien, sem hafði yfirumsjón með arfleifð föður síns þar til hann lést í janúar á þessu ári. „Fyrir [Tolkien] var miðgarður partur af heilum heimi sem átti eftir að uppgötva og frásagnirnar í The Nature of Middle Earth afhjúpa ferðalögin sem hann fór til að skilja betur hið einstaka sköpunarverk sitt,“ segir Chris Smith, aðstoðarútgáfustjóri hjá HarperCollins. Guardian sagði frá.
Bókmenntir Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Terry Reid látinn Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira