Dagný snoðaði sig fyrir landsleikina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2020 10:30 Hárið verður ekki að flækjast fyrir Dagnýju Brynjarsdóttur í landsleikjunum mikilvægu á næstunni. Instagram/@dagnybrynjars Íslenska landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir ætti að vera aðeins léttari á fæti þegar hún hittir félaga sína í íslenska kvennalandsliðinu. Dagný Brynjarsdóttir er í íslenska landsliðshópnum sem er á leiðinni út til að spila tvo síðustu leikina í undankeppni EM. Vinni íslenska liðið báða leikina þá ætti liðið að tryggja sér sæti á EM í Englandi. Instagram/@dagnybrynjars Dagný missti af síðasta verkefni vegna meiðsla sem var útileikur á móti Svíþjóð. Dagný Brynjarsdóttir nær vonandi að ná sér fyrir leikina á móti Slóvakíu og Ungverjalandi sem fara fram 26. nóvember og 1. desember. Dagný ákvað að skella í róttæka útlitsbreytingu fyrir leikina. Hún sagði frá því á Instagram í gærkvöldi að hún hefði snoðað sig og sýndi líka myndir því til sönnunar. „Fólk sagði að ég myndi aldrei gera þetta og mamma mín leyfði mér það aldrei,“ skrifaði Dagný við myndina af sér á Instagram. Dagný Brynjarsdóttir er einn mikilvægasti og reyndasti leikmaður íslenska landsliðsins og var sárt saknað í leiknum á móti Svíum. Dagný hefur skorað 29 mörk í 90 A-landsleikjum þar af 5 mörk í 5 leikjum í þessari undankeppni EM. Dagný er í ellefta sæti yfir leikjahæstu landsliðskonur Íslands frá upphafi en hún er komin upp í þriðja sæti yfir þær markahæstu. Aðeins Margrét Lára Viðarsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir hafa skorað fleiri mörk fyrir kvennalandsliðið. Fléttan sem fékk að fjúka.Instagram/@dagnybrynjars Íslensku stelpurnar eru í öðru sæti riðilsins með 13 stig eftir sex leiki, en Svíþjóð situr á toppnum með 19 stig eftir sjö leiki. Liðin í efsta sæti riðlanna fara beint áfram í lokakeppni EM ásamt þeim þremur liðum í öðru sæti með bestan árangur. Hinar sex þjóðirnar sem enda í öðru sæti síns riðils fara í umspil um þrjú laus sæti á EM 2021. Svíþjóð er þegar búið að tryggja sér sigur í riðlinum og eru þessir leikir því mikilvægir íslenska liðinu í baráttunni um sæti á EM 2021. Hér fyrir neðan má sjá þessa færslu Dagnýjar á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Dagny Brynjarsdo ttir (@dagnybrynjars) EM 2021 í Englandi Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Sjá meira
Íslenska landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir ætti að vera aðeins léttari á fæti þegar hún hittir félaga sína í íslenska kvennalandsliðinu. Dagný Brynjarsdóttir er í íslenska landsliðshópnum sem er á leiðinni út til að spila tvo síðustu leikina í undankeppni EM. Vinni íslenska liðið báða leikina þá ætti liðið að tryggja sér sæti á EM í Englandi. Instagram/@dagnybrynjars Dagný missti af síðasta verkefni vegna meiðsla sem var útileikur á móti Svíþjóð. Dagný Brynjarsdóttir nær vonandi að ná sér fyrir leikina á móti Slóvakíu og Ungverjalandi sem fara fram 26. nóvember og 1. desember. Dagný ákvað að skella í róttæka útlitsbreytingu fyrir leikina. Hún sagði frá því á Instagram í gærkvöldi að hún hefði snoðað sig og sýndi líka myndir því til sönnunar. „Fólk sagði að ég myndi aldrei gera þetta og mamma mín leyfði mér það aldrei,“ skrifaði Dagný við myndina af sér á Instagram. Dagný Brynjarsdóttir er einn mikilvægasti og reyndasti leikmaður íslenska landsliðsins og var sárt saknað í leiknum á móti Svíum. Dagný hefur skorað 29 mörk í 90 A-landsleikjum þar af 5 mörk í 5 leikjum í þessari undankeppni EM. Dagný er í ellefta sæti yfir leikjahæstu landsliðskonur Íslands frá upphafi en hún er komin upp í þriðja sæti yfir þær markahæstu. Aðeins Margrét Lára Viðarsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir hafa skorað fleiri mörk fyrir kvennalandsliðið. Fléttan sem fékk að fjúka.Instagram/@dagnybrynjars Íslensku stelpurnar eru í öðru sæti riðilsins með 13 stig eftir sex leiki, en Svíþjóð situr á toppnum með 19 stig eftir sjö leiki. Liðin í efsta sæti riðlanna fara beint áfram í lokakeppni EM ásamt þeim þremur liðum í öðru sæti með bestan árangur. Hinar sex þjóðirnar sem enda í öðru sæti síns riðils fara í umspil um þrjú laus sæti á EM 2021. Svíþjóð er þegar búið að tryggja sér sigur í riðlinum og eru þessir leikir því mikilvægir íslenska liðinu í baráttunni um sæti á EM 2021. Hér fyrir neðan má sjá þessa færslu Dagnýjar á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Dagny Brynjarsdo ttir (@dagnybrynjars)
EM 2021 í Englandi Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Sjá meira