Ísak Bergmann á milli Eiðs Smára og Ríkharðs á listanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2020 11:01 Ísak Bergmann Jóhannesson eftir fyrsta landsleik sinn fyrir Ísland sem var á Wembey í gær. Getty/Ian Walton Ísak Bergmann Jóhannesson varð í gær sjötti yngsti leikmaðurinn sem spilar fyrir íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu. Ísak Bergmann spilaði sinn fyrsta A-landsleik þegar hann kom inn á sem varamaður fyrir Birki Bjarnason á 88. mínútu leiks Íslands og Englands á Wembley. Ísak Bergmann er fæddur 23. mars 2003 og var því 17 ára, 7 mánaða og 26 daga gamall þegar hann spilaði sinn fyrsta A-landsleik. Ísak komst þar með upp í sjötta sæti listans yfir yngstu landsliðsmenn Íslands og er á milli þeirra Eiðs Smára Guðjohnsen og Ríkharðs Jónssonar sem báðir hafa átt markamet íslenska landsliðsins. Eiður Smári var sautján dögum yngri þegar hann spilaði sinn fyrsta landsleik en Ríkharður var sextán dögum eldri. Sigurður Jónsson á íslenska metið en hann er sá eini sem hefur spilað A-landsleik fyrir sautján ára afmælið. Sigurður kom inn á sem varamaður á móti Möltu í undankeppni EM á Laugardalsvellinum í júní 1983 þegar hann var aðeins 16 ára og rúmlega átta mánaða gamall. Það var lengi met yfir yngsta leikmann í undankeppni EM þar til að Norðmaðurinn Martin Ödegaard sló það í oktðober 2014 en hann var þá ekki orðinn sextán ára gamall. Ísak Bergmann Jóhannesson (17 ára og 240 daga) er aftur á móti næstyngsti leikmaðurinn í sögu Þjóðadeildarinnar en það er aðeins Kýpverjinn Loizos Loizou (17 ára og 52 daga) sem hefur verið yngri. Ísak er aftur á móti sá yngsti sem hefur spilað í A-deildinni. Yngstu A-landsliðsmenn karla í knattspyrnu frá upphafi: 1. Sigurður Jónsson, 1983 (16 ára, 8 mánaða og 9 daga) 2. Ásgeir Sigurvinsson, 1972 (17 ára, 1 mánaða og 25 daga) 3. Eyleifur Hafsteinsson, 1964 (17 ára, 1 mánaða og 26 daga) 4. Kári Árnason, 1961 (17 ára, 6 mánaða og 22 daga) 5. Eiður Smári Guðjohnsen, 1996 (17 ára, 7 mánaða og 9 daga) 6. Ísak Bergmann Jóhannesson, 2020 (17 ára, 7 mánaða og 26 daga) 7. Ríkharður Jónsson, 1947 (17 ára, 8 mánaða og 12 daga) 8. Jóhann Berg Guðmundsson, 2008 (17 ára, 9 mánaða og 24 daga) 9. Friðrik Friðriksson, 1964 (17 ára, 9 mánaða og 27 daga) 10. Þórir Jónsson, 1970 (17 ára, 10 mánaða og 8 daga) 11. Arnór Guðjohnsen, 1979 (18 ára og 22 daga) Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Ísak Bergmann: Frábært að fá þetta tækifæri á Wembley Ísak Bergmann Jóhannesson kom inn á í sínum fyrsta A-landsleik í kvöld er Ísland tapaði 4-0 gegn Englandi á Wembley. 18. nóvember 2020 21:56 Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Fótbolti Fleiri fréttir Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Sjá meira
Ísak Bergmann Jóhannesson varð í gær sjötti yngsti leikmaðurinn sem spilar fyrir íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu. Ísak Bergmann spilaði sinn fyrsta A-landsleik þegar hann kom inn á sem varamaður fyrir Birki Bjarnason á 88. mínútu leiks Íslands og Englands á Wembley. Ísak Bergmann er fæddur 23. mars 2003 og var því 17 ára, 7 mánaða og 26 daga gamall þegar hann spilaði sinn fyrsta A-landsleik. Ísak komst þar með upp í sjötta sæti listans yfir yngstu landsliðsmenn Íslands og er á milli þeirra Eiðs Smára Guðjohnsen og Ríkharðs Jónssonar sem báðir hafa átt markamet íslenska landsliðsins. Eiður Smári var sautján dögum yngri þegar hann spilaði sinn fyrsta landsleik en Ríkharður var sextán dögum eldri. Sigurður Jónsson á íslenska metið en hann er sá eini sem hefur spilað A-landsleik fyrir sautján ára afmælið. Sigurður kom inn á sem varamaður á móti Möltu í undankeppni EM á Laugardalsvellinum í júní 1983 þegar hann var aðeins 16 ára og rúmlega átta mánaða gamall. Það var lengi met yfir yngsta leikmann í undankeppni EM þar til að Norðmaðurinn Martin Ödegaard sló það í oktðober 2014 en hann var þá ekki orðinn sextán ára gamall. Ísak Bergmann Jóhannesson (17 ára og 240 daga) er aftur á móti næstyngsti leikmaðurinn í sögu Þjóðadeildarinnar en það er aðeins Kýpverjinn Loizos Loizou (17 ára og 52 daga) sem hefur verið yngri. Ísak er aftur á móti sá yngsti sem hefur spilað í A-deildinni. Yngstu A-landsliðsmenn karla í knattspyrnu frá upphafi: 1. Sigurður Jónsson, 1983 (16 ára, 8 mánaða og 9 daga) 2. Ásgeir Sigurvinsson, 1972 (17 ára, 1 mánaða og 25 daga) 3. Eyleifur Hafsteinsson, 1964 (17 ára, 1 mánaða og 26 daga) 4. Kári Árnason, 1961 (17 ára, 6 mánaða og 22 daga) 5. Eiður Smári Guðjohnsen, 1996 (17 ára, 7 mánaða og 9 daga) 6. Ísak Bergmann Jóhannesson, 2020 (17 ára, 7 mánaða og 26 daga) 7. Ríkharður Jónsson, 1947 (17 ára, 8 mánaða og 12 daga) 8. Jóhann Berg Guðmundsson, 2008 (17 ára, 9 mánaða og 24 daga) 9. Friðrik Friðriksson, 1964 (17 ára, 9 mánaða og 27 daga) 10. Þórir Jónsson, 1970 (17 ára, 10 mánaða og 8 daga) 11. Arnór Guðjohnsen, 1979 (18 ára og 22 daga)
Yngstu A-landsliðsmenn karla í knattspyrnu frá upphafi: 1. Sigurður Jónsson, 1983 (16 ára, 8 mánaða og 9 daga) 2. Ásgeir Sigurvinsson, 1972 (17 ára, 1 mánaða og 25 daga) 3. Eyleifur Hafsteinsson, 1964 (17 ára, 1 mánaða og 26 daga) 4. Kári Árnason, 1961 (17 ára, 6 mánaða og 22 daga) 5. Eiður Smári Guðjohnsen, 1996 (17 ára, 7 mánaða og 9 daga) 6. Ísak Bergmann Jóhannesson, 2020 (17 ára, 7 mánaða og 26 daga) 7. Ríkharður Jónsson, 1947 (17 ára, 8 mánaða og 12 daga) 8. Jóhann Berg Guðmundsson, 2008 (17 ára, 9 mánaða og 24 daga) 9. Friðrik Friðriksson, 1964 (17 ára, 9 mánaða og 27 daga) 10. Þórir Jónsson, 1970 (17 ára, 10 mánaða og 8 daga) 11. Arnór Guðjohnsen, 1979 (18 ára og 22 daga)
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Ísak Bergmann: Frábært að fá þetta tækifæri á Wembley Ísak Bergmann Jóhannesson kom inn á í sínum fyrsta A-landsleik í kvöld er Ísland tapaði 4-0 gegn Englandi á Wembley. 18. nóvember 2020 21:56 Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Fótbolti Fleiri fréttir Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Sjá meira
Ísak Bergmann: Frábært að fá þetta tækifæri á Wembley Ísak Bergmann Jóhannesson kom inn á í sínum fyrsta A-landsleik í kvöld er Ísland tapaði 4-0 gegn Englandi á Wembley. 18. nóvember 2020 21:56