Íslenska landsliðið tapaði 4-0 á móti enska landsliðinu á Wembley í kvöld og íslensku strákarnir hafa þar með lokið keppni í Þjóðadeildinni í ár.
Nóvemberglugginn var íslensku strákunum mjög erfiður en liðið missti af sæti á EM á grátlegan hátt á móti Ungverjum og töpuðu síðan tveimur síðustu leikjum sínum í Þjóðadeildinni.
Það eru tímamót hjá íslenska landsliðinu eftir þessi verkefni enda ljóst að Erik Hamrén er hættur sem þjálfari liðsins.
Eftir leikinn mátti sjá miklar tilfinningar hjá strákunum og ekki síst hjá Ara Frey Skúlasyni sem sat lengi á vellinum eftir leikinn.
Hér fyrir neðan má sjá tvö myndbönd frá því í lokin. Annað með Ara Frey og hitt með nýliðanum Ísaki Bergmann Jóhannessyni.
Tilfinningaþrungin stund hjá einum af þeim stóru í sögu @footballiceland eftir leikinn í kvöld. @Skulason11 á sér sess í hjörtu þjóðarinnar, svo mikið er víst. pic.twitter.com/EejhrzQN7y
— Stöð 2 Sport (@St2Sport) November 18, 2020
Stór stund í lífi 17 ára drengs þegar @BergmannIsak spilaði sinn fyrsta A-landsleik fyrir @footballiceland og það á Wembley, þjóðarleikvangi Englands. pic.twitter.com/OX4aaU4lgi
— Stöð 2 Sport (@St2Sport) November 18, 2020
Hér fyrir neðan má sjá myndir frá því eftir leikinn.



