Erik Hamrén, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt hvaða ellefu leikmenn munu byrja hans síðasta leik sem landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta.
Ísland mætir Englandi á Wembley í kvöld í síðasta leik liðsins í A-deild Þjóðadeildarinnar en liðið er fallið úr A-deildinni.
Erik Hamrén og Freyr Alexandersson gera fjórar breytingar frá því í tapinu gegn Dönum á sunnudagskvöldið.
Ögmundur Kristinsson, Kári Árnason, Hjörtur Hermannsson og Rúnar Már Sigurjónsson koma inn í byrjunarliðið.
Byrjunarlið Íslands (5-3-2):
Ögmundur Kristinsson
Birkir Már Sævarsson - Sverrir Ingi Ingason - Kári Árnason - Hjörtur Hermannsson - Ari Freyr Skúlason
Guðlaugur Victor Pálsson, Rúnar Már Sigurjónsson, Birkir Bjarnason
Albert Guðmundsson, Jón Daði Böðvarsson
Byrjunarliðið gegn Englandi.
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 18, 2020
This is how we start our game against England in the UEFA Nations League.#fyririsland pic.twitter.com/7elmUucsuj